Gandreiðin


Gandreiðin - 04.02.1925, Síða 3

Gandreiðin - 04.02.1925, Síða 3
GANDREIÐIN 3 ust, ekki um konur sínar, því binum ,eilífa fögnuði sló niður í hjörtu þeirra. Pví nú þóttust þeir komnir í heldri manna tölu. Gullrassar lofuðu gulli og grænum skógum. Maður var fenginn, konungborinn sem réði ríkjum, V. konungur I. af Mar- tini Rossi og Tarragona. Var hann sóttur á stærsta herskipi rikisins í borg sína Spaniola. Á þvi skipi voru einungis skjald- meyjar. Konungurinn var »kalífasinni«. Hans hátign, V. I„ átti að hafa þann starfa á hendi að taka á móti andans ætum Gullrassa og koma þvi i »Skjald- argullið« handa fólkinu til aflesturs. Að visu þótti það ekki konungleg vinna, en riki hans var tekjusnautt, votviðra- samt og oft tómahljóð i rikiskas'sanum. Þá urðu þeir »Heródes og Pílatus vinir«. Þá fengu menn út úr búðum fyrir góð loforð og eilifa krit. »Já, þvilík árgæzka«, sögðu þeir ný- kristnu. En þegar leið fram á sumarið, sáu menn teikn nokkur; það þótti illur fyrirboði. Spádómur þessi rættist. Einn góðan veðurdag fréttist það um bæinn, að Skjaldargull hefði sálast. Fánar voru dregnir í hálfa stöng, en þeir, sem höfðu klúta við hendina snýttu sér, en aðrir tóku í nefið og voru á mönnum auðsæ sorgarmerki. Læknar bæjarins fóru á stúfana og rannsökuðu hræið. Menn biðu með eft- irvæntingu eftir dauðaorsökinni, en al- menningur fékk ekki neitt að vita um það. Loks haföi einhver Gróa á Leiti heyrt það hjá grannkonu sinni, og þar með var gátan ráðin. Uppstoppelsi hafði verið dauðameinið, menn sátn hljóðir og aumkvuðu hinn framliðna, þvi hann hafði ekki skriftað fyrir burtförina. »Skildi sá gamli ekki heimta sitt?« Jarðarförin fór fram með mikilli við- höfn. Lærður maður með lítið hár á sjaccet með veizlukostinn i rassvösun- um hélt líkræðuna og þótti vel takast. Líkræðuna þekkjum við ekki. Syrgjandi. CjrlettTLll*. Þurfi einhver að tala við ritstjórann í síma þá er hann beðinn að hringja vel i hægra eyrað, því hann heyrir mjög illa með þvi vinstra. O Vitfirringamót hvað eiga að halda innan skams. Nánar auglýst síðar. O Vegabréf geta þeir einir fengið hjá »Gandreiðinni«, sem vilja láta svo lítið að heimsækja ritstjórann. Ég er oftast við þegar ég er heima. Vegabréfið kostar það, sem ritstjórinn ákveður. Dagprisar eru mér ógeðfeldir. O Sauðaklukkur eða bjöllur kvað nú vera i ráði, að hengja á alla gamla og nýja krossbera, er það gert til þess, aö fólkið geti greint þá frá öðrum þó í talsverðri fjarlægð sé. Eyrað skynjar oft það, sem augað ekki sér. O Gunna: Veistu af hverju hann Jón Stóritollur tollaði kassana og svoleiðis alt? Stína: Nei. Gunna: f*að er af þvi hann nær ekki sjálfur svo hátt á neinum kvenmanni að hann geti kyst. O

x

Gandreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gandreiðin
https://timarit.is/publication/914

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.