Skátatíðindi - 01.06.1988, Side 11

Skátatíðindi - 01.06.1988, Side 11
SKÁTALÖGIN Skátalögin eru eitt af fáum sérkennum skátahreyfíngarinnar sem engin önnur félög geta eða mega taka upp. Efni þeirra gengur eins og rauður þráður í gegnum skátastarf- ið. Til þess að nýliði geti talist fullgildur skáti þarf hann að læra skátalögin, skilja merk- ingu þeirra og að skátalögin eru takmark sem allir skátar eiga að stefna að. Skátalögin eru alþjóðleg, þar sem skátar í öllum löndum heims reyna að lifa eftir þeirri lífsstefnu sem skátalögin boða. íslenska útgáfa þeirra er svohljóðandi: • 1. Skáti segir satt og stendur við orð síru • 2. Skáti er traustur félagi og vinur. • 3. Skáti er hœverskur í hugsunum, orðum og verkum. • 4. Skáti er hlýðinn. • 5. Skáti erglaðvcer. • 6. Skáti er hjálpsamur. • 7. Skáti er tillitsamur. • 8. Skáti er nýtinru • 9. Skáti er snyrtilegur í umgengni og ber virðingu fyrir eigum annarra. • 10. Allir skátar eru náttúruvinir. Þessi útgáfa laganna er síðan 1981. Þá höfðu skátalögin verið óbreytt frá upphafí skátastarfs á íslandi en tími þótti vera kominn til að breyta orðalagi þeirra til nútímans. Innihald laganna er hið sama og áður var. SKÁTI SEGIR SATT OG STENDUR VIÐ ORÐ SÍN. Á gagnkvæmu trausti byggjast öll samskipti manna og homsteinn samfélagsins hvílir á grunni sannleikans. Það er hollustan við sannleikann sem er gnmdvöllur fyrstu greinar skátalaganna. Að segja satt er ekki að segja ávallt ALLT sem skátinn veit. Skáti á að kunna að þegja um leyndarmál og varast allt slúður og mas um yfirsjónir annarra sem getur komið illu af stað. Skáti talar því varlega og hugsar áður en hann talar. Ósannindi og svik eru ekki einkenni skáta. Honum á að vera hægt að treysta. Ef honum verður á játar hann yfír- sjónir sínar og reynir að bæta fyrir þær. Memaður skátans liggur í því að treysta megi orðum hans og athöfnum.

x

Skátatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátatíðindi
https://timarit.is/publication/920

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.