Dagsbrún - 25.01.1951, Page 4

Dagsbrún - 25.01.1951, Page 4
4 DAGSBÚN Urræði og kröfur Dagsbrúnar til útrýmingar atvinnuleysinu Atvinuleysi er að nýju orðið hlutskipti reykvískra verkamanna. Hundruðum saman ganga nú starfsfúsir menn at- vinnulausir og hættan á að þetta ástand verði varanlegt, en ekki aðeins árstíða- fyrirbrigði, er mikil, ef ekki verður að gert í tíma. Þeim sem fylgst hafa með þjóðmál- unum undanfarin ár kemur þetta ekki á óvart. Stefnan í atvinnu- og fjármál- um þjóðarinnar síðan nýsköpunai’stjórn- in fór frá hefur verið slík, að atvinnu- leysi og versnandi lífskjör hlaut að verða afleiðing hennar. Stöðugur sam- dráttur hefur verið í atvinnulífinu og útflutningsverzlunin færð í einokunar- fjötra með þeim afleiðingum að dýr- mætir markaðir hafa glatazt, svo að t. d. framleiðslumagn hraðfrystihúsanna var á s.l. ári aðeins helmingur þess sem eðli- legt væri. Samtímis hefur vöruverð inn- anlands hækkað viðstöðulaust og kaup- máttur launanna farið síminnkandi, svo dýrtíðin er að verða fullvinnandi mönn- urn óbærileg og getur þá hver sagt sér sjálfur hvernig ástæður atvinnuleys- ingja muni vera á slíkum tímum. Þessi vöxtur dýrtíðarinnar er bein afleiðing aí ráðstöfunum valdiiafanna, svo sem gengislækkun, tollalækun o. s. í'rv. Höfuð barátta Verkamannaíélagsins Dagsbrúnar á undanförnum fjórum ár- um hefur beinzt að því að verja félags- menn gegn afleiðingum þessarar þróun- ar. Á flest öllum fundum félagsins s.l. ár voru þessi mál aðalviðfangsefnið og nú eftir áramótin, þegar fjöldi verkamanna er atvinnulaus, hafði stjórn Dagsbrúnar íorustu um að þau verkalýðsfélög í bæn- um, sem atvinnuleysið mæðir mest á ræddust við um sameiginlegar aðgerðir. Dagsbrún bauð eftirtöldum félögum að senda fulltrúa til þessara viðræðna: Iðju, félagi verksmiðjufólks, Málarasveinafé- lagi Reykjavíkur, Múrarafélagi Reykja- víkur, Trésmiðafélagi Reykjavíkur og Vörubílstjórafélaginu Þrótti. Viðræðu- fundir hafa þegar farið fram og er þess að vænta að góður árangur verði af þessu samstarfi félaganna. Þann 18. þ. m. var haldinn Dagsbrún- arfundur, sem eingöngu fjallaði um at- vinnuleysismálin, en slíkur fundur hef- ur ekki verið haldinn í félaginu síðasta áratuginn- og sýnir það ljóslega hvernig atvinnumálum verkamanna er nú kom- ið. Fundurinn var mjög vel sóttur og mikill einhugur fundarmanna um að- gerðir gegn atvinnuleysinu. Annars bar fundurinn að sumu leyti þess merki að skammt er til kosninga í félaginu, t. d. komu þar fram ræðumenn, sem fram að þessu hafa ekki látið sig neinu skipta félagsmál Dagsbrúnar, en munu hafa gripið tækifæi’ið til að sýna sig háttvirt- um kjósendum. Samþykktir fundarins íara hér á eftir, en af undirtektum þeim, sem þær hafa fengið hjá valdhöfunum mega merka- menn ráða að meira muni til þurfa en að samþykkja þær á einum fundi. Bæj- arstjórnarmeirihlutinn hefur þegar vís- að þeim frá sem fráleitum og ótímabær- um kröfum og var það tæpast meira en búast mátti við úr þeirri átt. Kröfur fundarins eru fyrst og í'remst þær, að framleiðslutæki þjóðarinnar verði rekin og hagnýtt til fullnustu og þeim sköpuð hin beztu skilyrði, en með- an það ekki nægir til að útrýma atvinnu- leysinu, þá sjái bæjarfélagið atvinnu- lausum mönnum fyrir atvinnu við ann- an starfa, svo sem nauðsynlegri gatna- g'erð. Réttur hvers verkamanns til íullrar atvinnu er frumstæðasta kraía verka- lýðshreyfingarinnar. Valdhöíum þjóðarinnar ber skylda til að sjá öllum vinnufærum mönnum fyrir fullri atvinnu, enda auðvelt að uppfylla þá skyldu, ef rétt er á málum haldið. Þessi sjónarmið verða að marka stefnu verkalýðshreyfingarinnar í baráttunni gegn atvinnuleysinu. Undir núverandi forustu mun Verka- mannafélagið Dagsbrún vissulega verða í fyikingarbrjósti þeiirar baráttu. „Fundur í Verkamannafélaginu Dags- brún, haldinn 18. janúar 1951, telur að atvinnuleysi sé nú svo mikið meðal verkamanna í bænum, að þörf sé gagn- ráðstafana af hálfu þess opinbera, svo heimilum atvinnuleysingjanna verði forðað frá beinni neyð. Fundurinn gerir því eftirfarandi kröf- ur: 1. Gerðar verði fullnægjandi ráðstaf- anir til þess að vélbátaflotinn geti strax liafið veiðar. Fundurinn tekur þó vara við því, að þær ráðstafanir verði gerðar til aðstoð- ar útveginum, sem rýrðu kjör og kaup- mátt launþega frekar en orðið er, svo sem með nýrri gengislækkun eða tvö- földu gengi, þannig að aukið yrði enn á verðbólguna. Ennfremur tekur fundurinn vara við því, að tollar og skattar verði þygndir, þar sem slíkt myndi leiða til algers neyðarástands á heimilum verkamanna, sem nú þegar búa við rýrnandi atvinnu og síminnkandi kaupgetu. 2. Gerðar verði ráðstafanir til að ann- ar skipakostur, svo sem gömlu togaram- ir, verði einnig hagnýttir til veiða fyrir vinnslu í landi. 3. Hafin verði vinna við byggingu hinnar fyrirhuguðu togarahafnar og annarra þeirra hafnarmannvirkja, sem í undirbúningi eru til að bæta aðstöðu útgerðarinnar. 4. Hafin verði strax vinna við þær opinberu byggingar í bænum, sem vinna hefur nú stöðvazt við. Fjárfestingarleyfi verði veitt og efni tryggt til byggingaíramkvæmda á þessu ári svo snemma, að framkvæmdir geti hafizt strax í vor. 5. Að svo miklu leyti og þar til fram- angreindar ráðstafnir, og aðrar atvinnu- framkvæmdir, sem hafnar kynnu að verða, eru ekki nægilegar til að útrýma atvinnuleysinu, skorar fundurinn á yfir- völd bæjarins að auka framkvæmdir við gatnagerð o. fl. það mikið, að enginn vinnufær bæjarmaður þurfi að ganga atvinnulaus.“ „Fundur í Verkamannafélaginu Dags- brún, haldinn 18. janúar 1951, beinir því til stjórnar Alþýðusambands íslands, að hún athugi möguleika á því að hafa for- göngu um, að haldnir verði fundir í sambandsfélögunum um allt land til að ræða atvinnuleysismálin. Fundir þessir yrðu haldnir helzt sam- tímis, eftir því sem mögulegt væri, til þess að vekja athygli þjóðarinnar á voða atvinnuleysisins og naúðsyn þess að stemma stigu við því, og til þess að fylgja eftir kröfum samtakanna til vald- hafanna um ráðstafanir gegn atvinnu- leysinu.“ „Fundur í Verkamannafélaginu Dags- brún, haldinn 18. janúar 1951, skorar á ríkisstjórnina og bæjarstjórn Reykja- víkur að hafa á hverjum tíma til áætlun yfir það,' hvernig atvinnuleysi verði mætt, þegar það ber að höndum, svo sem með auknum nauðsynlegum fram- leiðslustörfum og opinberum fram- kvæmdum í byggingarmálum.“ „Fundur haldinn í Verkamannafélag- inu Dagsbrún, 18. janúar 1951, mótmælir frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Al- þingi, um afnám vinnumiðlunar á veg- um ríkisins. Fundurinn telur, að einmitt nú sé full þörf á vinnumiðlun á vegum ríkis- ins og skorar því á Alþingi að fella framkomna tillögu um afnám slíkrar vinnumiðlunar.11

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.