Dagsbrún - 01.12.1951, Side 1

Dagsbrún - 01.12.1951, Side 1
DAGSBRUN 9. árg. — 4. tbl. 1. des. 1951 Baráttan fyrir atvinnu er höfuðmál dagsins Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu, hafa mörg hundruð verkamanna og annars verkafólks gengið atvinnulausir nú í haust og fyrri part vetrar. Daglega verð- ur f jöldi fullfrískra manna að ganga fyr- ir atvinnurekendur og verkstjóra í at- vinnuleit án þess að fá nokkra úrlausn. Og þar sem engar atvinnuleysistrygg- ingar eru fyrir hendi, er augljóst hver sveltikjör verður hlutskipti atvinnu- lítilla manna í þeirri dýrtíð, sem jafn- vel sligar fullvinnandi menn. En hið alvarlegasta við ástandið er þó það, að atvinnuleysið fer geigvænlega vaxandi meðal ófaglærðra sem fag- lærðra verkamanna. Fólki er sagt upp hópum saman og vinnustöðum lokað að miklu eða öllu leyti. Með sama á- framhaldi er búizt við enn meira at- vinnuleysi hér í bæ eftir áramót. Hvers vegna dregst atvinriulífið svona saman, enda þótt viðurkennt sé, að markaðir fyrir íslenzkar afurðir hafi aftur stóraukizt? Viðkvæðið er alls staðar hið sama: Lánsfjárkreppan, skortur á rekstursfé. Skýr mynd af lánsfjárkreppunni er sú staðreynd, að þrátt fyrir gengisfell- inguna miklu er peningamagnið í um- ferð nálega engu meira en fyrir hana, en þetta verkar sem hin skæðasta upp- dráttar- og lömunarsýki á atvinnulífið allt. Það er brýn nauðsyn, að allir verka- menn geri sér grein fyrir því, að at- vinnulíf íslands er að sigla hraðbyri inn í þá verstu og umfangsmestu kreppu, sem þekkst hefur hér á landi. Baráttan fyrir atvinnu, baráttan fyrir því að brjóta fjötrana af atvinnulífinu hlýtur því að verða höfuðmál verka- lýðssamtakanna. Verkalýðurinn hefur aldrei viður- kennt atvinnuleysi sem náttúrulögmál, óviðráðalegt, heldur sem mannanna verk. Þess vegna lýsti t. d. síðasta Alþýðu- sambandsþing (haustið 1950) réttinn til vinnu sem helgasta rétt verkalýðsins og gaf stjórn Alþýðusambandsins ský- laus fyrirmæli um að beita öllum mætti samtakanna til þess að knýja ríkisvald- ið til aðgerða gegn atvinnuleysinu. Því miður hefur stjórn Alþýðusam- bandsins ekki sinnt þessum fyrirmæl- um í neinu og er það því hörmulegra, sem barátta verkalýðsins fyrir atvinnu yrði eflaust margfalt léttari og árangurs- ríkari, ef þessum fyrirmælum væri framfylgt. En þar sem þannig er ástatt um stjórn heildarsamtakanna, er einsýnt, að verk- lýðsfélögin verða sjálf að taka þetta mál upp á arma sína. Síðan í janúar í fyrra hefur baráttan gegn atvinnuleysinu verið einna efst á baugi hjá félagi okkar, Dagsbrún. Og nú í haust hefur félagið fyrst og frest sinnt þessu verkefni. Sá árangur hefur náðst, að ákveðið hefur verið, að 1—2 bæjartogaranna fari á veiðar og leggi upp afla sinn í frystihúsin í bæn- um. Þessu ber að fagna. En hér er aðeins um byrjun að ræða, sem fylgja verður fast eftir. Það er krafa félagsins, að all- ir reykvízku togararnir verði látnir stunda veiðar til vinnslu hér í bænum, en það myndi breyta töluverðu um at- vinnuástandið. En í baráttunni gegn voða atvinnu- leysis og kreppu þarf meira til. Verkamenn og samtök þeirra þurfa nú í sívaxandi mæli að efla áhrif sín í þá átt að knýja fram fullan rekstur allra atvinnutækja landsmanna, en fyrsta skrefið að því marki er nú að knýja það í gegn að aflétt verði lánsfjár- kreppunni, sem er að drepa atvinnulífið í landinu. Óvinir verkalýðsins gráta það þurr- um tárum, að verkamenn berjist inn- byrðis um vinnustundimar. En slíkt hefur aldrei verið og verður aldrei nein lausn fyrir verkamenn. Lausnin er sú að sprengja fjötrana af atvinnulífinu og í baráttunni fyrir því verða verkamenn og þá fyrst og fremst Dagsbrún að hafa forystuna. Hafið félagsskírteinin með á vinnusfað Stjóm félagsins hefur fyrir nokkru auglýst x dagblöðunum aðvömn til atvinnurekenda og verkstjóra um að framfylgja þeim samningsákvæð- um að láta fullgilda Dagsbrúnar- menn sitja fyrir um vinnu, og jafn- framt aðvarað verkamenn um að hafa féagsskírteini sírf með sér á vinnustað. Tilefni þessarar aðvömnar er vax- andi aðstreymi utanbæjarmanna og og manna úr öðrum starfsgreinum iim á félagssvæði Dagsbrúnar á sama tíma og atvinnuleysi er að verða stöðugt tilfinnanlegra meðal verkamanna. Starfsmenn félagsins munu fylgja þessari aðvörun eftir með eftiriiti á vinnustöðvunum, eftir því sem við verður komið, en jafnframt er heit- á alla áhugasama félagsmenn — og þá í fremstu röð trúnaðarmennina — að veita virka aðstoð. Sú aðstoð ætti að vera í því fólgin, að menn kynni sér ástandið í þessum efnum á vixmustaðnum og láti skrifstofu féiagsins vita ef misfellur eru á. Þú, sem lest þessar línur, athug- aðu að skírteini þitt sé í lagi og berðu það á þér á vinnustað og láttu vinnufélaga þína vita um þessa að- vörun. ÞEIR, SEM SKULDA FÉLAGSGJÖLD HAFA ENGIN RÉTTINDI Þeir félagsmenn, sem ennþá skulda ársgjöld sín er hér með send síðasta að- vörun um að greiða þau tafarlaust. Vinnuréttindi eru bundin við skuldlausa félagsmenn. Við stjórnarkjörið í janúar hafa aðeins þeir atkvæðisrétt og kjör- gengi, sem að fullu hafa greitt fyrir ár- ið 1951. Ef þú ert í hópi þeirra, sem skulda, þá láttu ekki dragast stundinni lengur að greiða gjaldið eða láta skrifstofuna vita, ef þú af gildum ástæðum ekki get- ur greitt það.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.