Dagsbrún - 01.12.1951, Page 3

Dagsbrún - 01.12.1951, Page 3
DAGSBÚN 3 KRAFA DAG5BRÚNAR: Togararnir leggi aflann hér á land — DAGSBRÚN Utgefandi Verkamannafélagið Dagsbrún Utanáskrift: Verkamannafélagið Dagsbrún, Reykjavík — Pósthólf 792 V íkingsprent ____________________________________ Atvinnukúgun Það er gamalþekkt ráð hjá atvinnu- rekendum af verstu gerð að beita at- vinnukúgun gegn þeim mönnum, sem gengið hafa fram fyrir skjöldu í hags- munabaráttu verkalýðsins. Með því að flæma þessa menn úr vinnu og svelta þá átti að lama forustuna og hræða aðra frá þátttöku í baráttunni. Á uppvaxtar- árum verkalýðshreyfingarinnar voru slíkir atburðir daglegt brauð, en eftir að verkalýðshreyfingin varð að sterku valdi í landinu og þó sérstaklega hin síðari ár þegar næg atvinna hefur verið, hefur lítið á þeim borið. Atvinnuleysið er nauðsynlegur og kærkominn bandamaður yfirstéttarinn- ar í átökum hennar við verkalýðinn um skiptingu arðsins af striti hins vinnandi manns. Það er því engin tilviljun að eirí- mitt núna, þegar atvinnuleysið er að verða alvarlegt böl skuli þessi gamli draugur vakinn upp að nýju. 1. október s.l. var 7 vagnstjórum hjá Strætisvögnum Reykjavíkur að tilefnis- lausu vikið úr starfi og aðrir ráðnir í þeirra stað. Mál þetta er öllum al- menningi kunnugt þar sem mikið hef- ur verið um það rætt og ritað, en það er almannarómur að vagnstjórarnir hafi verið látnir gjalda þáttttöku sinnar í kjarabaráttu strætisvagnstjóranna á s.l. vetri, þó aðrar ástæður séu færðar fram að yfirvarpi. Það verður að teljast sér- lega vítavert, að ráðamenn bæjarfélags- ins skuli ganga fram fyrir skjöldu í að beita slíkum aðferðum. Trúnaðarráð Dagsbrúnar ræddi þessi mál á fundi sínum 15. okt. Samþykkt voru einróma harðorð mótmæli gegn brottrekstrinum og þess krafizt, að mennirnir yrðu ráðnir að nýju í sín fyrri störf. Sérstök athygli var vakin á þeim óvenjulegu aðferðum, sem beitt var við brottvikninguna, þar sem fengnir voru menn úr sömu starfsstétt til að njósna um vinnufélaga sína. Fundurinn for- dæmdi þá menn, sem taka að sér slík- ar njósnir fyrir atvinnurekendur og skor- aði á öll verkalýðsfélög að vera vel á verði gegn þess háttar starfsaðferðum og þola ekki slíka menn innan sinna vébanda. Þá skoraði fundurinn á stjórn Ályktun sú, sem hér fer á eftir var samþykkt á Dagsbrúnarfundi 31. okt. s.l. Með henni er mörkuð sú stefna, sem félagið hefur fylgt í atvinnuleysisbar- áttunni. Málinu hefur verið fylgt eftir 1 bæjarstjórn og bæjarráði. Varaformað- ur félagsins, Hannes M. Stephensen, hefur flutt tillögur á þessum grundvelli á tveimur bæjarstjórnarfundum og í bæjarráði hefur Guðmundur Vigfússon beitt sér fyrir málinu. Nokkur árangur er nú orðinn af þess- ari baráttu þar sem ákveðið er að nokkr- ir togarar leggi afla sinn hér á land til vinnslu og einn þeirra þegar lagt hér upp. Krafa félagsins er sú, að möguleikar frystihúsanna og annarra verkunar- og vinnslustöðva hér í bænum verði að fullu nýttir, og eins margir togarar og til þess þarf verði látnir leggja upp afla sinn hér. Ályktun félagsins er svohljóðandi: „Þar sem töluvert atvinnuleysi hefur verið meðal verkamanna í bænum að undanförnu og gera verður ráð fyrir að það vaxi verulega á komandi vikum, ef ekkert verður að gert, þá telur fundur- inn nauðsynlegt að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir af hálfu opinberra að- ila til þess að koma í veg fyrir atvinnu- leysi verkamanna. Fundurinn vill vekja athygli á því að rekstri stórvirkustu atvinnutækja bæj- arbúa, nýsköpunartogaranna, er nú Alþýðusabandsins og Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna að láta málið til sín taka og beita sér fyrir ráðstöfunum til að rétta hlut vagnstjóranna og hét fund- urinn fullum stuðningi Dagsbrúnar við slíkar ráðstafanir. Það er mjög nauðsynlegt að verkalýðs- hreyfingin svari ofsóknum sem þessum á viðeigandi hátt svo þær verði kæfðar strax í fæðingunni, en sú barátta byggist mjög á stéttvísi og þroska verkalýðsins og öruggri forustu. Ef bílstjóramir á strætisvögnunum hefðu allir sem einn lagt niður vinnu þegar félagar þeirra voru reknir hefði mál þetta fengið skjót- an og góðan endi. Ennþá hafa vagnstjórarnir sjö ekki verið ráðnir í sín fyrri stÖrf og meðan svo er verður að halda áfram barátt- unni fyrir rétti þeirra. þannig háttað að þeir skapa litla sem enga atvinnu í landi, þar sem þeir leggja afla sinn upp erlendis. Fundurinn tel- ur að raunhæfustu atvinnubæturnar fyr- ir verkafólkið í bænum væru þær, að togararnir legðu afla sinn hér á land til vinnslu, enda þjóðhagslega séð aug- ljós ágóði að vinna sem mest úr hráefn- unum innanlands í stað þess að flytja þau út óunnin. Fundurinn skorar því á bæjarstjórn Reykjavíkur að hafa forgöngu um að togarar bæjarins, hvort heldur eru 1 op- inberri eign eða einstaklinga, leggi afla sinn hér á land svo að möguleikar frysti- húsanna og annarra verkunar- og vinnslustöðva til að vinna úr aflanum verði nú þegar nýttir að fullu.“ Frá félaginu Fundarstarf er nú hafið að nýju eftir algert hlé á slíkri starfsemi yfir sumar- mánuðina. Það virðist vera 'orðin venja í verkalýðshreyfingunni, sem öðrum fé- lagssamtökum, að halda ekki félags- fundi yfir sumarið nema sérstaklega standi á og mætti sjálfsagt segja bæði gott og illt um slíka siði. Trúnaðarráðið hélt fyrsta fund sinn á haustinu 15. okt. og ræddi ýms félags- mál. Á fundinum voru samþykktar 78 inntökubeiðnir í félagið. Félag'sfundur var haldinn 31. okt. í Iðnó. Fundurinn fjalaði fyrst og fremst um atvinnumálin og samþykkt var á- lyktun sú, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Á fundi þessum mættu allt of fáir félagsmenn. Verkamenn ættu að festa sér í minni, að með því að sækja ekki félagsfundi eru þeir að vinna sjálf- um sér og þeim málstað, sem félagið berst fyrir, hið mesta ógagn. Uppstillinganefnd hefur nú verið kos- in af félagsfundi og trúnaðarráði. I nefndinni eru þessir félagsmenn: And- rés Wendel, Ari Finnsson og Ingólfur Pétursson. Varamenn eru: Guðbrandur Guðmundsson, Kristinn Sigurðsson og Sigurjón Jónsson. Kjörstjóm félagsins fyrir næsta ár er þannig skipuð: Jón G. Einis, kosinn af félagsfundi, Guðmlundur Vigfússon, kosinn af trúnaðarráði og Hannes M. Stephansen, skipaður af stjórninni.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.