Dagsbrún - 26.01.1956, Blaðsíða 11

Dagsbrún - 26.01.1956, Blaðsíða 11
DAGSBRUN 11 Hafnarverkamennirnir voru kjarninn í félaginu Sigurður Guðmundsson Njarðargötu 61 segir írá VIÐ erum staddir í stofu gegnt væntan- legri Hallgrímskirkju. Allt inni ber vitni um smekkvísa og dugandi húsmóður. Hannes Stephensen formaður Dagsbrúnar situr hér hjá Sigurði Guðmundssyni, Njarðargötu 61; þeir ræða um stofnun Dagsbrúnar. — Það var mikið talað um hver nauðsyn væri að stofna þenna félagsskap, segir Sig- urður. Ég held endilega að það hafi byrjað hjá Sameinaða. Það var stór uppskipunar- bátur er tekið hafði verið aftan af og vegna þess hve hann var klunnalegur var hann kallaður „beljan“. Það voru 6 menn á bátn- um, þeir voru allir félags- ÞaS hófst menn miklir, a. m. kosti síð- við höfnina ar meir. Ég man eftir þeim Jóni Oddssyni og Kristjáni í Melshúsum. Það voru undirskriftir að stofn- uninni. Ég skrifaði mig í október 1905. — En af hverju drógst stofnunin? — Það leið alllangt frá því farið var að ræða stofnunina þar til Dagsbrún var stofn- uð. Félagsstofnunin mun hafa dregizt út af formannsieysinu. Menn vildu ekki vera for- menn, þótt þeir væru ólmnir að vera í félag- inu og fáanlegir til að vera í stjórninni. Það varð töluverð breyting á kjörunum eft- ir að Dagsbrún var stofnuð. En þegar frá leið dofnaði yfir félaginu og þegar Héðinn (Valdimarsson) kom til sögunnar var félagið komið í mikla niðurníðslu. En við komu hans kom ákaflega mikið líf í félagið. Menn voru þá blátt áfram reknir inn í félagið. Dagsbrún var fyrst lengi mikið kennd við eyrarvinnu, enda voru hafnarverkamenn- irnir kjarninn í félaginu. Það var margt manna sem stundaði aðra vinnu sem vildi gjarna fá Dagsbrúnarkaup, en ekki borga gjald til félagsins. Því kippti Héðinn í lag. — Þú ert Vesturbæingur? var ungur fór maður til berja í Öskjuhlíðina og Grensásinn. Þar voru nóg ber. Fólkið var svo fátt. Ég gekk í barnaskóla Þeir skelltu þar sem lögreglustöðin er nú. truntunni það var eini barnaskólinn. — Hverjum manstu eftir frá fyrri árum Dagsbrúnnar? — Kjartan Ólafsson lét mikið til sín taka frá upphafi. Já, Ég kom Jörundi (Brynjólfs- syni alþm.) í félagið. Hann var hér barna- kennari þá en í sveit á sumrin, hjá Daníeli á Akranesi, hann sagði Jörund betri til vinnu en tvo aðra. Við gerðum hann að formanni, svo að bæjarfulltrúa og síðan að þingmanni, Davíð í Stuðlakoti var líka duglegur. Hann var mikið í pólitíkinni, enda kallaður „heima- stjórnardabbi" einu sinni í leikriti. Það var stundum róstusamt í pólitíkinni í gamla daga. Ég man að heimastjórnarmenn festu einu sinni áróðursspjöld á truntu og teymdu hana niður Laugaveg með áfestum slagorðum sín- um. Þegar kom niður í miðbæinn mættu þeir andstæðingunum, sem skelltu truntunni á hrygginn í lækinn. Truntumaður átti fótum fjör að launa. — og svo voru stundum hálf- gerðir bardagar milli Vesturbæjar og Aust- ■urbæjar. J. B. Sig. Guðmundsson — Já, ég er fæddur í Brekkukoti í Veslur- bænum 14. febrúar 1884. Guðmundur Magn- ússon móðurbróðir minn byggði bæinn í Brekkukoti. Foreldrar mínir fluttu 1890 í Pálsbæ, er var þar sem Ingólfsstræti endar nú. Þar sem Maríuskáli er austan Ingólfs- strætis var tún sem Páll átti. — Maríuskáli? — Maríuskáli var þar sem aðventista- kirkjan er nú. Gatan stefndi beint á dyrnar á Pálsbæ og ég held jafnvel að hún hafi myndazt fyrst til bæj- arins. Svo fluttu foreldr- ar mínir í Skálholtskot, þar sem nú stendur Bethel. Þegar ég var ungur þótti ekki fýsilegt að vera laus og liðugur og hafa enga vinnu. Það var þessvegna keppikefli hvers og eins að hafa fasta atvinnu, þótt kaupið væri lágt. Um 1898 kom Hertervig að vestan með límónaðigerð. Ég var hjá hon- Voru látnir um um veturinn. Hann var vinna af sér þá í kjallaranum á Helgasen- skuldir húsinu, er var þar sem Sig- ríðarstaðir eða Hótel Hekla er nú. Sumarið eftir var ég í eyrarvinnu. Fyrst hjá Smithsverzlun í kolum. Það kom skip með kol til herskipanna. Smith tók á móti þeim. Kolin voru látin þar sem Hafnarstræti 17 er nú. Ekki fengu aðrir vinnu við kolin en þeir sem skulduðu í verzluninni. Faðir minn skuldaði þar ekki neitt, og fékk ég því ekki vinnu þegar hún hófst. Þá var sið- ur að tína kol er féilu af bátum og bleytti maður sig þá oft rækilega! Ég fór því að tína kol þegar ég fékk ekki vinnu. Þegar fjaraði lengdist burðurinn upp úr bátunum. Á há- degi fékk ég vinnu. Ég var þá með vasaklút- inn minn fullan af kolum. Karhnn tók hann af mér og lét í bynginn um leið og hann sagði mér að fara að vinna. Ég fékk 20 aura um tímann. Strákarnir synir þeirra sem skulduðu í verzluninni fengu eklci nema 16—18 aura. Sumir þeirra fóru aldrei aftur í vinnu til Smithsverzlunar. Árið 1903 var ég hjá Thomsen í kjall- aranum. Vorið 1905, um miðjan mai fór ég norður í Axarfjörð að vinna við brúna á Jökulsá á Fjöllum. Fór helzt af því að ég óttaðist að ég yrði af mikill Svar við drykkjumaður. Það var tölu- kauplækkun verður vökvi hjá Thomsen. Við bárum brennivínstunn- urnar í kaðalbörum. Oftast á mánudögum voru teknar upp 4—6 brennivínstunnur og 10—12 öltunnur. Um haustið þegar ég kom að norðan var mikið rætt og hugsað um félagsstofnun. Hæst kaup þá var 35 aurar, en um leið og fleiri fengust var kaupið lækkað. Menn sáu að þeir gátu ekki lifað þannig, þótt kröfum- ar til lífsins væru ekki miklar. Og svo var Dagsbrún stofnuð, eftir alllangan undirbún- ing. í seinna skiptið er ég fór frá Thomsen fór ég til Ziemsen. Hann hafði þá afhendingu á vatni til skipa. Þá var kominn þar brunnur og notaður mótor, en hann gekk mjög skrikkjótt. Mitt verk var að dæla í bátana. Vatnið var leitt í rörum niður á bryggju og flutt í seglpokum er tóku 6 tonn út í skip- in. Það voru margir franskir togarar og vildu fá mikið vatn. Þegar vatnið kom frá Elliðaánum byrjaði ég á vatnsbátnum. Ziemsen og Milljónafélagið sömdu um að flytja vatnið. Ziemsen annaðist vatnssölu og útlát, en Milljónafélagið tók að sér flutn- inginn. Ég var á bátnum hjá Komum Milljónafélaginu til 1915. Við ekki heim vorum mánaðarkaupsmenn - á sólarhring- litlu kaupi, 60 kr., en fengum ana út uppbót eftir vatnsmagni. Fyrst þegar við byrjuðum á vatns- bálnum fluttum vð aðéins 70 tonn, og höfð- um 7 aura af tonninu. Við fengum ekki nema gamla pumpu af Snorra goða, er búið var að fleygja í land og gátum því litlu afkastað, 3—4 tonnum á klst. Ég byrjaði í vatnsflutningum hjá höfninni 1918. Knútur Ziemsen var borgarstjóri þá. Hann keypti bátinn hjá bróður sínum, — og við fylgd- um bátnum. Þá fengum við miklu betri út- búnað og gátum afkastað miklu. Vinnutím- inn var mjög mikill. Við komum kannske ekki heim sólarhringana út. Ég var svo óslitið við vatnsbátinn meðan ég þoldi. — Og svo hefur kaupið og vinnutíminn lagazt? — í fyrra stríði var unnið allan sólar- hringinn. Það breytti engu um kaupið þó verið væri að vinna allan sólarhringinn. Á milli stríðsanna var mánaðarkaupið mig að drepa. Held þó að það hafi verið komið upp í 300 kr. — Var ekki mikil dýrtíð í fyrra stríðinu? — Jú, kolatonnið komst upp í 600 kr. að mig minnir. Húsaleigan breyttist ekki mjög í fyrra stríðinu. En kolaverðið kom ekki illa við mig. Þegar við höfðum ekkert að gera á vatnsbátnum slæddum við upp kol. Höfð- um stundum poka við poka á dekkinu. Ziem- sen sagði við okkur: Þið skuluð bara toga kol eins og þið getið. Einu sinni þegar Alliance fékk kolaskip voru þau flutt í upp- skipunarbáti sem kallaður var Aðförin að stirði Mangi. Hann hvolfdi Ólafi eitt sinn öllum farminum úr sér. Þá náðu margir í kol. Eitt sinn slæddum við upp kolastykki sem vóg 120 pund. Við höfðum ekkert spil í bátn- um og það var erfitt að innbyrða það. — Og þú varst alltaf kyrr í Dagsbrún? — Já, konan vildi helzt að ég væri í Dags- brún. Vinnan var þannig að erfitt var að taka þátt í félagsstörfunum, en eftir stríðið fór ég að fylgjast meira með, fá meiri tíma. — Þú hefur nú samt tekið þátt í fleiru en félagsstofnuninni. Manstu eftir Ólafs Frið- rikssonar-slagnum? — Hvort ég man. Það hefur aldrei verið annað eins tilstand í bænum. Stjórnarvöldin voru búin að fylla hús með sjúkrabörum fyrir þá sem ætlað var að særast kynnu 1 aðför- inni að Ólafi. Það var búizt til að drepa menn. En það gerði vatnsbátsskömmin að ég gat ekki verð í aðalslagnum, því svo var sá sem með mér var á bátnum enginn félagsmaður. En ég var þó tvisvar á vaktinni hjá Ólafi.. J. B.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.