Dagsbrún - 26.01.1956, Blaðsíða 23

Dagsbrún - 26.01.1956, Blaðsíða 23
D AGSBRTJN 23 Stjórn Dagsbrúnar 1954 og 1955. Fremri röð frá vinstri: Tryggvi Emilsson, varaformaður Hannes M. Stephensen, form. Eðvarð Sigurðsson, ritari Aftari röð fr. v.: Sveinn Óskar Ólafsson, meðstj. Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldk. Guðm. J. Guðmundsson, fjárm.r. Ragnar Gunnarsson, meðstjórn. haldið þið að það sé ekki hagkvæmt fyrir stærsta atvinnurekanda landsins að eiga svo þæga þjóna í stjórn Dagsbrúnar að hann geti tilkynnt hvað Dagsbrún ætlaði að gera, eins og Ólafur Thors gerði 1941. Vissulega. Þeir flokkar sem harðast hafa barizt gegn hverri kjarabót verkamanna hafa því barizt hatramlega fyrir völdum í Dagsbrún. Það er ekki ófróðlegt að rifja upp söguna um stjórnarkosningar í Dagsbrún síðustu 16 ár. Árangur af samvinnu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í verkalýðsmálum er hófst 1939, og frá er sagt fyrr í þessari grein, varð sá að atvinnurekendur náðu stjórn í Dagsbrún með 729 atkv. gegn 636 í jan. 1940. Árið 1941 héldu þeir enn völdum í Dagsbrún með 834 atkv., vegna sundrungar verka- manna, er þá voru með 2 lista í kjöri og fengu 491 atkv. og 392. Gegn atvinnurek- endastjórninni í Dagsbrún sameinuðust verkamenn úr öllum stjórnmálaflokkum í janúar 1942 og unnu hinn fræga sigur sinn þegar einingarstjóm Sigurðar Guðnasonar var kosin með 1073 atkv. gegn 719. Tvö næstu árin var einingarstjórnin sjálfkjörin, en 1945 girtu pólitísku flokkarnir sig enn í brók og hafa síðan skipzt á um aðfarimar að stjórn Dagsbrúnar. Kosningaúrslitin í Dagsbrún hafa verið þessi: Atkv. Atkv. 1945 Einingarstj. 1301 Alþfl., Frams.fl. 372 1946 — 1307 Alþfl., Frams.fl. 364 1947 — 1104 Alþfl., Frams.fl. 374 1948 — 1174 Alþ., Fram., Sjálf. 512 1949 — 1317 Þríflokkarnir 602 1950 — 1300 Sjálfstæðisfl. 425 1951 — 1254 Sjálfstfl., Frams. 540 1952 — 1258 Sjálfstfl. 392, Alþ.fl. 335 1953 — 1192 Alþfl. og Sjálfstfl. 606 1954 — 1331 Sjálfstfl. og Alþfl. 692 1955 Einingarstjómin sjálfkjörin. Tilburðir atvinnurekenda hafa verið hinir kátlegustu, en valdabrölt þeirra sótt af hörku. Ýmist hefur Sjálfstæðisflokkurinn eða Al- ið í senn varðsveit og forustuhreyfing alls verkalýðs í landinu, og ég vona og bið ykkur að sjá til þess að svo verði áfram. Ef þessi tími sem ég hef verið formaður Dagsbrúnar hefur fært ykkur einhverjar kjarabætur sem ykkur þykir vænt uni, og ef það er nokkuð sem ykkur finnst þið þurfið að þakka mér, þá vona ég að þið Ianuið það með því að verja þetta fremsta vígi íslenzkr- ar alþýðu — Dagsbrún, og það gerið þið með því að fylkja ykkur um A-listann á sunnudaginn kemur. Vemdið og verjið félagið okkar og þá stefnu sem fylgt hefur verið undanfarið í félaginu. Eitt af því bezta sem ísland á eru verkamennirnir í Dagsbrún." Dagsbrúnarmenn svöruðu orðum Sigurðar Guðnasonar með því að greiða einingarstjórn- inni 1331 atkvæði, hæstu atkvæðatölu sem nokkur stjóm hefur fengið í Dagsbrún. Enn er ógetið tveggja mikilvægustu sigra Dagsbrúnarmanna í harðvítugustu stéttaá- tökum á íslandi, — í desemberverkfallinu 1952 og verkfallinu mikla á s.l. vetri. En bæði er að um þessa atburði er rætt í annarri grein í blaðinu og svo eru þeir öllum enn í fersku minni. Grein þessa má á engan hátt skoða sem sögu Dagsbrúnar, heldur er hún einungis rabb manns, er eftir að hafa skamma hríð notið þess heiðurs að nefna sig Dagsbrúnarmann, hefur átt því láni að fagna að vera heimamaður á fundum Dags- brúnar. Því lengri sem kynnin hafa orðið við Dagsbrúnarmenn, á félagsfundum og verk- fallsvöktum, því meir hef ég metið þá og virt. Forustuhlutverk þerira í baráttu íslenzkrar alþýðu fyrir betra lífi, réttlátara þjóðfélagi er óumdeilanlegt. Jafnvel einnig þeir örfáu blaðamenn sem hafa fengizt til að skrifa níð í auðstéttarblöðin um Dagsbrúnarmenn, njóta góðs af baráttu Dagsbrúnarmanna. En ég hef ekki aðeins kynnzt fundarstarfi Dags- brúnarmanna og verkfallsvöktum þeirra, heldur og að nokkru því hljóðláta eljuverki sem starfsmenn félagsins, þeir Hannes Steph- ensen formaður Dagsbrúnar, Eð- varð Sigurðsson ritari og Guð- mundur J. Guðmundsson leysa af höndum. Fáir munu gera sér Ijóst hve vinnudagur þeirra er stundum langur er þeir vinna að lausn hinna margvíslegu hags- munamála hinna mörgu starfs- greina innan Dagsbrúnar og fé- lagsins sem heildar, hinna 3—4 þúsund Dagsbrúnarmanna. Ég veit að þeir kunna mér engar þakkir fyrir þessi orð, þegar þeir lesa þau, en það breytir engu. Ár- vekni og trúmennska þeirra er Þetta er maðurinn sem allir verkfallsbrjótar óttuðust mest í síðustu verkföllum: Guðmund- ur J. Guðmundsson starfsmaður Dagsbrúnar. hægri foringjum flokksins. Þannig hafði t. d. orðið samkomulag um stjórn í Dagsbrún 1947, •n svo komu Alþýðuflokksmennirnir og sögðu afsakandi: „Það var kippt í okkur“, — Stefán Jóhann rak þá til að stilla. Dagsbrún- armenn hafa ekki lejrft neinum að rjúfa þá einingu er skapaðist 1942 er stjórn Sigurðar Guðnasonar tók við völdum. í 12 ár veitti Sigurður Guðnason einingarstjórn Dagsbrún- ar forustu, en 1954 óskaði hann hvíldar eftir langt, drengilegt og gifturíkt starf, og við formennskunni tók Hannes Stephensen. Á Dagsbrúnarfundi 1954 fyrir stjórnarkosning- una sagði Sigurður Guðnason: „Þeim fer nú að fækka fundunum sem ég stjórna í Dagsbrún, en félagið okkar er ekki byggt upp af einstökum mönnum, heldur öllum einstaklingunum — félagsheildinni. Dagsbrún hefur á undanfömum árum ver- þýðuflokkurinn haft forustuna, stundum hafa þeir reynt báðir, til að reyna fylgi sitt, en allar tilraunir þeirra hafa orðið árangurs- lausar. Alþýðuflokksverkamenn hafa gengið nauðugir til þessa leiks, reknir áfram af

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.