Dagsbrún - 15.02.1989, Page 28

Dagsbrún - 15.02.1989, Page 28
HÓPTRYGGING DAGSBRÚNAR Gengiö hefur verið frá nýjum samningi viö Brunabótafélag íslands um hóptryggingu Dagasbrúnarmanna. 1. Hóplíftrygging(Gildir frá 01.06.1988) Hóplíftryggingin nær til allra fullgildra félagsmanna Dagsbrúnar sem ekki hafa náð 70 ára aldri. Dánarbætur eru kr. 160.220,00 fyrir hvern félagsmann sem skilur eftir foreldra. Viðbótargreiðsla til maka er kr. 160.220,00 og kr. 96.130,00 fyrir hvert barn hans, sem ekki hefur náð 21 árs aldri. Dæmi: Dagsbrúnarmaður lætur eftir sig konu og tvö börn, dánarbætur alls kr. 512.700,00. UPPSAGNARFRESTUR VERKAFÓLKS Starfstími Uppsagnarfrestur Hvar unnið Fyrstu tvo mánuðina Eftir tvo mánuði enginn 1 vika í sömu starfsgrein Eftir 1 ár 1 mánuður í sömu starfsgrein Eftir 3 ár 2 mánuðir hjá sama atvinnurekanda Eftir 5 ár 3 mánuðir hjá sama atvinnurekanda Mánaöarkaupsmenn eiga ávalt minnst eins mánaöar uppsagnarfrest. Meö ári er hér aö ofan átt viö 12 mánaöa tímabil og samfelld vinna telst ef unniö er á 12 mánaöa tímabili a.m.k. 1550 stundir, þar af a.m.k. 130 stundir síöasta mánuöinn. Fjar- vistir vegna veikinda, slysa, orlofs, verkfalla og verkbanna teljast jafngilda unnum stund- um og skal miöa viö 8 stundir fyrir hvern fjarvistadag. Allar uppsagnir skulu vera skriflegar og miöast viö vikulok eða mánaðamót. UPPSAGNARFRESTUR ER GAGNKVÆMUR. 28

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.