Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 4
BÓKUN I. um réttarstöðu starfsmanna við eigendaskipti að fyrirtæki. Samningsaðilar eru sammála um það að eigendaskipti að fyrirtækjum eða sam- runi fyrirtækja geti ekki breytt ráðningarkjörum, þar með talið orlofs- og veikinda- rétti, starfsmanna, nema undan hafi farið uppsögn ráðningarsamnings. Gagn- kvæmur uppsagnarfrestur aðila breytist ekki við eigendaskipti að fyrirtæki. Aðilar eru sammála um það að fyrri eigandi kynni fyrirhugaðar breytingar á rekstri eða sölu fyrirtækis, með eins miklum fyrirvara og kostur er. Við eigendaskipti að fyrirtæki gengur hinn nýi eigandi inn í réttindi og skyldur fyrri eiganda gagnvart starfsfólki, nema starfsfólk sé í kaupsamningi sérstak- lega undanskilið. Telji hinn nýi eigandi sig þannig óbundinn af ráðningarsamn- ingum fyrri eiganda ber honum að tilkynna starfsmanni það strax og hann tekur við rekstri fyrirtækisins. Ef svo er, er fyrri eigandi skuldbundinn til að greiða starfsfólki uppsagnarfrest skv. ráðningarsamningi eða kjarasamningi. BÓKUN II. Með vísan til reglna um greiðslur vegna veikinda barna, er það sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris. BÓKUN III. Aðilar eru sammála um að stefnt skuli að aukinni hlutdeild kvenna í stjórnunar- störfum í fyrirtækjum. Jafnhliða þessu er stefnt að því að konur takist á hendur ábyrgðarmeiri og hærra launuð störf. Aðilar eru sammála um að skipa viðræðuhóp, sem skoði hver þróun launa- munar karla og kvenna hefur verið, hvað skýri hann og kanni leiðir til að draga úr honum. BÓKUN Aðilar eru sammála um að samið skuli um launakjör iðnnema miðvikudaginn 3. maí n.k. Reykjavík, 1. maí 1989. 4

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.