Dagsbrún - 01.09.1989, Blaðsíða 30

Dagsbrún - 01.09.1989, Blaðsíða 30
DESEMBERUPPBÓT Verkafólk sem á árinu skilar a. m. k. 1.700 dagvinnustundum í sama fyrirtæki og er viö störf í fyrirtækinu í desember, skal eigi síðar en við síðustu launaútborgun fyrir jól ár hvert fá greidda sérstaka eingreiðslu, desemberuppbót, kr. 9.000,00. Verkafólk í hlutastarfi, sem uppfvllir sömu skilyrði, en skilar mismun- andi fjölda dagvinnustunda, skal fá greidda desemberuppbót, sem hér segir: Þeir sem skila 550 til 850 dagvinnustundum fái 1/4 desemberuppbót- ar, þeir sem skila 850 til 1275 dagvinnustundum fái 1/2 desemberupp- bót, þeir sem skila 1275 til 1500 dagvinnustundum fái 3/4 desember- uppbótar og þeir sem skila 1500 til 1700 dagvinnustundum fái 7/8 des- emberuppbótar. ( vaktavinnu telst hver vaktavika 40 dagvinnustundir. Við mat á störfum, sem eðli síns vegna miðast ekki við unnan dag- vinnutíma, skal miða við unna daga og vinnustundir (hámark 8 klst. á dag). Við útreikning desemberuppbótarinnar skal draga frá starfstíma barnsburðarleyfi, skv. gildandi lögum. Vinnustöðvun vegna hráefnisskorts eða fjarvistar vegna veikinda í desember skerða ekki rétt til desemberuppbótar, en sá tími reiknast ekki til dagvinnustunda. Láti starfsmaður af störfum á árinu vegna aldurs, skal hann fá greidda desemberuppbót vegna áunnins tíma. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur. Framangreindar fjárhæðir greiðast sjálfstætt og án tengsla við laun. Desemberuppbót tekur áfangahækkunum eins og laun frá gildistöku til greiðsludags. ORLOFSUPPBÓT Fastráðið starfsfólk, sem hefur áunnið sér fulian orlofsrétt, með starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár og er í starfi í maíbyrjun ár hvert skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15. ágúst fá greidda sérstaka eingreiðslu, kr. 6.500,00 orlofsuppbót, miðað við fullt starf, en hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Viðmiðun skv. fram- anskráðu er 1.700 klst. í dagvinnu. Að öðru leyti fer um útreikning rétt- inda eftir ákvæðum hlutaðeigandi samnings um desemberuppbót. Það telst vinnutími samkvæmt þessari grein, þótt maður sé frá vinnu vegna veikinda eða slvsa, meðan hann fær greitt kaup eða hann er í orlofi. 30

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.