Þjóðvörn


Þjóðvörn - 21.10.1946, Blaðsíða 1

Þjóðvörn - 21.10.1946, Blaðsíða 1
1. árgangur. Mánudagur 21. o'któiber 1946. 3. tölublaö. Þjóðvarnafélagið var stofnað á tveim fundum hinn* 30. september og 1. október þ. á., sem haldnir voru í 1.! kennslustofu Háskóla íslands. Tilefni félagsstofnunarinnar var fyrst og fremst samn- ingsuppkast það, sem forsætis- og utanríkisráðherra hafði lagt fyrir Alþingi og nefndi „Samning um niðurfellingu herverndarsamningsins o. fl.“, en sem í raun og veru var herstöðvasamningur við Bandaríkin. Félagið ásetti sér frá upphafi að vinna gegn sam- þykkt þessa hættulega samnings. I -öðru lagi að vaka yfir því að ekki yrði frekar gengið á rétt Islendinga með fram- kvæmd samningsins, ef samþykktur yrði, og beita sér fyrir því að hann yrði ekki endurnýjaður. Ennfremur skyldi félagið vinna gegn hverskonar á- sælni erlendra þjóða á land eða réttindi Islands sem sjálf- stæðs ríkis. Hér fara á eftir bráðabirgðalög Þjóðvarnafélagsins. 1. gr. Félagið heitir Þjóðvarnafélagið. Heimili þess er í Reykjavík. 2. gr. Markmið félagsins er: a) Að vinna gegn því, að samningstilboð það, sem nú liggur fyrir frá Bandaríkjunum, verði samþykkt. b) Ef samningstilboðið verður samþykkt og fullgilt, þá að vinna að því, að gætt sé réttar Islendinga í framkvæmd samningsins í öllum greinum. c) Að vinna gegn hvers konar ásælni annarra ríkja á land vort eða réttindi sem sjálfstæðrar þjóðar. 3. gr. Markmiði sínu liyggst félagið að ná með þvi: a) Að safna saman öllum þjóðræknum Islendingum, sem er ljós sú liætta, er lítilli þjóð hlýtur að stafa frá erlendum þjóðum, sem seilast til lilunninda í landi hennar. b) Með fyrirlestrum, útgáfustarfsemi og annarri kynningarstarfsemi. 4. gr. Félagar geta allir Islendingar orðið. Ársgjald er kr. | 50.00 fyrir fullorðna, en kr. 10.00 fyrir unglinga innan 16 ára aldurs. 5. gr.: Stjórnina skipa 7 menn, þar af minnst 2 konur. Stjórn- in er kosin á aðalfundi ár hvert og skiptir hún sjálf með sér verkum. 6. gr.: Aðalfundur skal haldinn fyrir 1. desember næstkom- andi. 7. gr.: Þessi lög gilda til aðalfundar. Svo ógiftusamlega hefur nú tekist til, að Alþingi sam- þykkti samningsuppkastið og hefur það veriö gert að bind- andi samningi fyrir íslendinga. Þjóðvarnarfélagið hefur því ærið verkefni fyrir hönd- um. Fyrst og fremst að fá þjóðholla íslendinga til þess að taka höndum saman til varnar sjálfstæði landsins, því að horfast verður í augu við þá staðreynd, að svo getur farið, að það verði afmáð með öllu, ef íslenska þjóðin sjálf er andvaralaus. Allir eitt fyrir sjálfstæði og framtíð íslands. Hinn 5. okt. 1946 verður vafalaust skráður í sögu þess- arar þjóðar, sem einn af henn- ar stærstu óheilla og harma- dögum. Þann dag brugðust 32 alþingismenn skyldum sínum við sjálfstæði hins unga ís- lenzka lýðveldis með því að veita erlendu herveldi umráða- rétt og bækistöð á islenzku landi, án þess að þjóðinni væri gefinn þess nokkur kostur að láta í ljósi sitt áiit. Nú má segja aö cliappaverkío hefur verio unnið cg verður eiiki aft- ur tekið, ekki um næstxi 6 ár að minnsta kosti. Hið eina sem sé að gera sé því það, að vera á verði og reyna að gæta þess að óhappamennirnir og hið er- lenda vald, sem á bakvið þá stendur, haldi ekki áfram að mylja utan úr sjálfstæði þjóð- arinnar, þar til þeim smátt og smátt hefur að fullu tekizt að innlima oss Bandaríkum Norð- ur-Ameriku. En í sambandi við þessar varnir og atkvæða- greiðsluna um herstöðvasamn- inginn þ. 5. okt. eru ýmis at- riði, sem vert er að taka til athugunar og þjóðin verður að gera sér vel skýr nú þegar, vegna þeirrar framtíðarbar- áttu, sem liáð verður um þetta mál. Það er öllum lýðum Ijóst að j undanfarna áratugi hefur flokksagi hinna ýmsu pólitísku flokka hér á landi verið svo strangur, að í öllum þeim mál- um, sem flokkarnir álíta að skipti þá nokkru verulegu máli, hafa einstakir alþingismenn ekki fengið að greiða atkvæði eftir sannfæringu, ef hún er önnur en sannfæring flokksins. Þetta er staðreynd, sem hér skal livorki dæmd eða réttlætt. Hitt er líka staðreynd, að fyrir Alþingi hefur aldrei legið að talia mikilvægari ákvörðun, en þá sem tekin var laugardaginn þ. 5. okt. 1946, ef til vill að und- anskilinni ákvörðuninni um stofnun lýðveldis á Islandi og samþykktir í sambandi við sjálfstæðisbaráttu vora við danslia ríkið. Það er því mjög fróðlegt að atliuga afgreiðslu þessa stórmáls á Alþingi sam- kvæmt flokkaskiptingu þess. Einn flokkur stóð ósliiptur um rétt íslands og sjálfstæði, og sýnist það ekki nema eðli- legt, að heill flokkur geti fylkt sér um slíkan málstað. Annar flokkur stóð lília óskiptur — með afsali réttinda vorra — nokkuð napurt að sá flokkur skuli kenna sig við sjálfstæði íslands. Hér sýnist flokkskúg- unin á Alþingi hafa verið alger, því það er á allra vitoroi að fjöldamargir fylgismenn þessa flokks voru afsalinu fullkom- lega andvígir og börðust gegn því utan þingsins, svo það virð ist ógerningur að álykta að 20 þingmenn flokksins hafi ánægð ir og með góðri samvizku léð málinu fylgi sitt — en atkvæði sitt létu þeir að minnsta liosti. Hinir tveir flokltarnir voru skiptir um málið, annar til helminga, hinn að % og% og brutu þannig öll venjuleg flokkalög, enda sýnist ekki vera liægt að láta flokkssam- þykktir ráða, þar sem gengið ] er til atkvæða um framtíðar- frelsi og réttindi þjóðaríimar. Sjálfstæðisbaráíta Islaiul er gömul, hún hefur verið háð allt frá árinu 1262 fram að lýð veldisstofnun 1944. Alían þann tíma frarn til 1918, þegar ís- laml var viðurkennt fullvalda ríki skiptust íslendingar fyrst og fremst í tvo fiokka, þá, sem vildu frels íslands, og hina, sem vildu hin erlendu yfirráð og notuðu þau sjálfum sér til framdráttar á ýmsan hátt. Eft- ir því sem frelsi íslands og sjálfstæði jókst, komst á eðlilegt flokkaskipting um innanlands- mál og hefur orsakað myndun hinna mörgu flokka, sem nú sitja á Alþingi. Atkvæðagreiðsl an á Alþingi um herstöðvamál- ið þ. 5. okt. s.l. bendir til þess, að hér mun aftur verða breyt- ing á. Sjálfstæði íslands hefur verið skert, hér á eftir verður það mál málanna fyrir alla þá íslendinga, sem sjá og skilja hvert stefnir. Allt annað verð- ur að lúta í lægra haldi, kosn- ingar til Alþingis hljóta að snú- ast fyrst og fremst rnn þetta Framh. af 7. síð'". 5. októfoei’ 1M@ Vakna þjóð mín! Þú sem sofið hefur við nægtabrunna, meðan löðrandi hafrót og æðisgengnir byljir hafa geisað. Hlustaðu. — Heyrirðu ekki vábresti innan þinna eigin dyra? Það er komin helköld vargöld, hold þitt sundurtætt og sárin sollin. Rís upp! þú stolta þjóð! Nem fúann burt! Láttu ekki smjaðrandi tungur gjöra þig hrokafulla, né gullið blinda augu þín. Vertu íhugul á gleðistund og eigðu gott og hógvært hjarta. Þú yngst og minnst meðal systkina þinna, taktu þér blys í hönd og lýstu hrjáðu mannkyni inn í lönd friðar, sannleika og réttlætis. Ó, þú ástkæra þjóð, sem vaknar við nágust Heljar. VER MERKISBERI LÍFSINS! Kona og méðir ------------------------------------------------

x

Þjóðvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.