Þjóðvörn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðvörn - 21.10.1946, Qupperneq 4

Þjóðvörn - 21.10.1946, Qupperneq 4
ÞJÓÐVÖRN Mánudagur 21. október 1946. — Pjóðvörn Óháð blað. tJtgefandi: Þjóðvarnafélagið Ritnefnd: Friðrik Á. Brekkan Hákon Bjarnason Magnús Finnbogason Pálmi Hannesson Kalli ár bréfii firá Kaup— mannahöfn Króðir í neyð Norðurlandabúar — þér Dan ir, Norðmenn og Svíar! Yður ávörpum vér, því að velferð vor er og yðar velferð, ólán vort yðar ólán! Þér megið gera yður það ljóst, allir frændur vorir, sem Norðurlönd byggið, að með samþykkt samnings þess, sem nú er gerður milli Bandaríkja Norður-Ameríku og íslands, hefur þeirri lykkju verið smeygt um fullveldi og sjálf- stæði Islands, að óvíst er um framtíð þjóðarinnar, sé fast haldið í enda lykkjunnar hinum megin. Sérhver þjóðhollur íslending ur mun að vísu verða vakandi á verði í þann rnund að hægt er að segja samningnum upp, en þar sem þegar hefur komið i ljós, að tvö stórveldi heims sækja á minnstu þjóð veraldar- innar — og það, sem verra er, að hór innanlands eru til þeir ógæfumenn, að þeir standa ekki með málstað Islendinga, þeg- ar allt liggur við — þá er hætta á, að við ofurefli verði að etja, ef íslendingar eiga að heyja þá baráttu, sem í vænd- um verður, einir og án allrar aðstoðar. — í þessu sambandi verður að minna á hina furðu- legu og dólgslegu orðsendingu brezku stjórnarinnar til hinnar íslenzku, þar sem hlutast er til um íslenzkt innanríkismál með lítið leyndri hótun af hálfu Breta. — Þér Norðurlandabúar megið vera minnugir þess, að Islend- ir.gar hafa frá öndverðu og um aldaraðir verið útverðir nor- rænnar menningar, og það starf hefur verið rækt á þann veg að öll Norðurlönd standa í þakkarskuld við hina fámennu og fátæku íslenzku þjóð. Ennfremur megið þér, Norð- urlandamenn, muna, að íslend ingar hafa Iftinn liðstyrk af yður þegið í baráttu sinni fyrir daglegu lífi, fyrir menningu, frelsi og sjálfstæði. Hinsvegar hafið þér oftar en skyldi á liðnum árum og öld- um torveldað oss þessa bar- áttu og komið í veg fyrir, að vér mættum hagnýta oss auð- lindir lands vors. Þér eigið þannig að nokkru leyti sök á umkomuleysi voru: Danir hafa öldum saman dregið til sín mikinn auð af Is- landi. En eftir að þeir hættu því að mestu leyti upp úr miðri síðustu öld, hafa Norðmenn og Svíar seilst til auðæfa hafsins hér við land, meira en góðu hófi gegnir, og notað aðstöðu sína í verzlTmarmálum til að afla sér gróða, sem að réttu átti að falla Islendingum í skaut. Norðmenn hafa löngum verið í brjálaðri samkeppni við oss -á fiskmörkuðum heims, til stór Ungur íslenzkur menntamað- ur sem orðið hefur að þola of- sóknir langvarandi veikinda skrfar svo: Ljótt er að heyra að heiman, hvað Islendingar geta verið auðvirðilegir og lítilf jörlegir undireins og nokkuð á reynir, að liggja svona hundflatir fyrir Bandarikjamönnum, og það al- veg að óþörfu. Það er eins og það sé atvinna og skemmtun vissrar mannteg undar þarna heima að gera þessa veslings litlu þjóð sem háðulegasta \ augum annarra þjóða, þú getur nærri hvort að Danir hlakka ekki yfir þessari smánarlegu niðurlægingu hins ísl. sjálfstæðis, sem samþykkt var með nærri 100% atkvæða- magni, og mklum gauragangi fyrir tveim árum. Það er engu líkara en að þessir landsölu- menn hafi verið’ að greiða ís- lenzku sjálfstæði atkvæði sitt af gamni sínu eða bara í háði. Það var sú tíðin og er ekki langt að minnast að maður varð frekar að forðast óþarfa sigur- hreim eða mont í röddinni þeg- ar maður svaraði því hverrar þjóðar maður væri, ég man að ég drap einmitt á það við þig tjóns fyrir báða aðila, því að þar væri bróðurleg samheldni báðum hagkvæmari heldur en harðsvíruð samkeppni. — Svíar hafa, ef satt skal segja, fleytt rjómann af síldarverzlun Is- lendinga. Og nú nýlega hafa þeir gert við oss verzlunar- samning, sem er svo harður, að þeir mundu eigi hafa boðið öðrum þjóðum slíka kosti. Nú er sú stund upp runnin, að þér frændur vorir á Norð- urlöndum verðið að gera það upp við yður sjálfa, hvort þér álítið réttara að styðja oss ís- lendinga í baráttunni fyrir rétti vorum og tilveru sem einnar hinna norrænu þjóða í nútíð og framtíð, eða að láta oss eina og þar með opna leiðina til að vér' berumst lengra og lengra burtu í ólgu stórveldisátak anna, þar til oss kann að skola eins og hverju öðr(u vogreki upp að ströndum Vesturheims. Yðar er að velja — en vér væntum liðsinnis yðar! Vér þurfum siðferðilegan styrk frá yðar hendi — og vér megum ekki við því, að þér gerið oss neinar þær búsifjar, sem orðið gætu til að veikja fjárhag vorn og afkomu, því að slíkt dregur af kröftum þjóðarinnar og veikir mótstöðu aflið. Þegar hús nágrannans brenn ur, er eigið hús jafnan í hættu. — Þetta, sem hér er sagt, er mælt af fyllstu einlægni og í trausti þess, að þér frændur vorir hugleiðið það, því að fyr- ir oss -— já, og yður líka — er það alvörumál. Sláið því ekki á hönd hins litla bróður, sem hann í barns- legu trausti réttir yður, fcill- viss þess að mæta hlýju og föstu handtaki! Það getur far- ið svo, að hann eigi ekki síður kost á að rétta hönd sína aust- ur uul haf! H. B. í bréfi. En nú viðurkennir mað- ur ekki þjóðerni sitt án kinn- roða og sviða í hjarta. Maður skammast sín fyrir þjóðerni sitt. Maður skammast sín fyrir þá þjóð sem sækist eftir því við fyrsta tækifæri að bregðast hugsjónum og ævistarfi sinna ágætustu manna. Hvers vegna eru íslendingar að dýrka og tigna Jón Sigurðs- son og minningu hans, og tildra myndum af honum upp um hill ur og þil, er það alltsaman háð og spé við mkilmenni, sem ekki getur svarað fyrir sig? Hvers vegna er verið að dást að öðr- um sjálfstæðishetjum vorum svo sem Bjarna frá Vogi, Skúla Thoroddsen, Benedikt Sveins- syni, Sigurði Eggerz o. s. frv. Er þaþ líka alltsaman eintómt háð og spé. Það er þó að minnstakosti eitt sem að land- sölumenn gætu gert sjálfum sér til þurftar, og það er, að taka myndir Jóns Sigurðssonar niður af veggjum, og fela þær sem vandlegast. Mikið kom mér það vel að sjá orðið „Seljaland" og land- sölumenn og hefur margur fengið orðu fyrir minna. Það er hart að liggja svona lágt og geta enga björg sér veitt, og verða svo að þola svona fréttir ofan á allt saman. Hvenær væri ástæða til að syngja: Ekki er leki En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja og flýja í lið með níðinga fans, sem af útlendum upphefð sér sníkja eru svívirði og pest föður- lands, bölvi þeim ættjörð á deyj- anda degi, daprasta formæling ýli þeim strá. en brimrót, fossar, fjöllin há, veiti frið, stundlangan þeim eigi o. s. frv. Ýmsir hafa undanfarið verið að hugleiða, hvernig Eimskip þetta óskabarn íslenzku þjóðar- innar sé komið á heljarþröm undir eins og það missir aðstoð ríkisvaldsins til þess að græða á leiguskipum. Pétur Björnsson skipstjóri / skrifaði um daginn langa grein um þetta í Morgunblaðið og kenndi helzt mannakaupi um, hversu illa gengi fyrir Eim- skipafélagi Islands. Gerði hann samanburð á Annie og Selfossi og komst að þessari niðurstöðu. Hann hefði heldur mátt gera samanburð á betri skipum fé- lagsins og amerískum leigu- skipunum, þá hefði ýmislegt annað komið í ljós. Tökum t. d. Brúarfoss, sem eyðir um 30 tonnum af kolum á sólarhring en lestar ekki nema um 900 tonn af stykkjavöru. Eitt af leiguskipunum eyðir 50 tunnum af ódýrustu hráolíu á sólar- hring en lestar 4000 tonn af stykkjavöru. Tala skipverja á báðum þessum skipum er nærri hin sama. Það er einum fleira á ameríska skipinu. Rciknum við kolatonnið á kr. 100.00, sem er gjafverð nú á tímum, kostar Brúarfoss kr. 3000,00 á sólarhring í rekstri en stóra skipið kostar aðeins kr. 500.00, því að hráolíutunnan kostar kr. 10.00 í erlendri höfn. Leiguskipið getur farið tvíveg- is yfir Atlantshafið án þess að bæta á sig olíu, en hitt skipið þarf að taka kol með örskömmu millibili. hjóli upp á dálítinn stall til þess að,hægt væri að velta því’ þaðan aftur á vörubíl. Ekki hefði þurft að hafa við hendina nema lítinn krana til þess að gera þetta verk á augabragði. ___ ílfol ^cnmi lílr li/'.c’oii m ó Þarna sjáum við það hversu stórhættulegt það er, þegar' erlendir menn, jafnvel þó að- eins að hálfu sé komast til æðstu valda í landinu, slíkir menn hafa aldrei eins sára til- finningu fyrir hinni langvar- andi undirokun og þrældóms- helsi þjóðar vorrar, eins og sannir íslendingar. Þá hafa þeir hinir sömu, hvort það nú eru hálf-Danir eða aðrir (hálf-dánu menn), heldur ekki þá sönnu tilfinningu fyrir sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar. Kaup háseta á amerísku skipunum er ekki lægra en ís- lenzkra háseta, en hins vegar hafa yfirmenn amerísku skip- anna mun lægra kaup en hinir íslenzku, einkum skipstjórarnir og vélstjórarnir. Er því óhætt að leggja kostn- aðinn við kaup skipshafna á leiguskipinu og Brúarfossi að jöfnu, ekki sízt ef gert er ráð fyrir að Brúarfoss taki 1000 tonn af stykkjavöru. Gerum nú ráð fyrir að bæði skipin fari í 10 daga siglingu með fullfermi. Þá kostar flutningur pr. tonn í Brúarfossi kr. 30.00, en í leiguskipinu kr. 1,25 eða 24 sinnum minna. — Ótal dæmi lík þcssu má benda á. Þegar Eimskipafélagið varð fyrir því fjárhagslega happi, er raunar varð hin mesta sorgar- saga fyrir þjóðina, að missa tvö skip sín, þá er stórhugur stjórn- arinnar ekki meiri en svo að kaupa í staðinn svo lítil skip, að fyrirsjáanlegur muni tap- rekstur á þeim að óbreyttum á- stæðum. Er nú ekki kominn tími til að hinir gömlu menn, sem stjórna þessu „óskabarni“ þjóð- arinnar fái maklega hvíld. Þcir unnu gott starf á fyrstu árum félagsins, en skyldu þeir sjálfir ekki vilja félagi sínu svo vel, að þeir sjái ástæðu til að láta, unga og duglega menn taka við störfum þeirra. Þeir eru varla svo blindir, að þá grilli ekki í hvert stefnir undir hinni dauðu leiðsögu þeirra. Sjómaður. Fróðlegt væri að fá að vita við hentugleika hvað hin háu farmgjöld Eimskips hafa kost- að þjóðina með hækkun vísi- tölu. Þjóðvörn -vildi gjarnan fá greinar um þetta efni. Ritnefnd. Pakharávarp Oss er tjáð, að hinn minnis- stæða 5. október, áður en at- kvæðagreiðsla hófst í Samein- uðu Alþingi Islendinga um Flugvallarsamninginn svokall- aða, hafi háttvirtur þingmaður Suður-Þingeyinga, Jónas Jóns- son, gengið um þingsalinn og útbýtt „Þjóðvörn" meðal þing- manna. Aðstandendum „Þjóð- vamar“ er bæði ljúft og skylt. að þakka. þingmanninuro fyrir þessa hugulsemi og aðstoð. Við alla uppskipun og af- hendingu vöru úr pakkhúsum Eimskips eru notaðar frúm- stæðustu aðferðir, sem einnig miða að því að gera vöruna dýra. Dæmi þess sást um dag- inn vestur í Haga. Þar voru 10 menn í nærri klukkutíma að bisa við að velta stóru járn- mm Áður en þeir atburðir gerð- ust, sem undanfarið hafa fyllt hugi margra góðra Islendinga ugg og ótta, höfðum vér heyrt þessi aðvörunar og hvatningar orð: Sjálfstæði fæst ekki í eitt skipti fyrir öll, daglega verður að berjast fyrir því. Við og við koma dagar, sem sá bardagi verður ákaflega harður, eink- um má búast við þvi, þegar flokka- og valdabaráttan í landi er álíka hörð og hér var á Sturlungaöld, þótt öðrum vopnum sé beitt. Á meðan svo er, geta gerzt þeir háskalegu atburðir að ófyrirleitnir menn, sem vilja vera eða gerast valda- miklir höfðingjar í landinu, leiti fulltingis annarra þjóða eða einstaklinga þeirra sér til fram dráttar. En ef fórna á lands- réttindum, í þessu skyni, mun Framhald á 8. síðu. Þjóðræknir fslendimgar! Gangið í Pjóðrarnarfélagið

x

Þjóðvörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.