Þjóðvörn


Þjóðvörn - 21.10.1946, Blaðsíða 5

Þjóðvörn - 21.10.1946, Blaðsíða 5
Mánudagur 21. október 1946. ÞJÓÐVÖRN 5 Mega Islendingar sitja aðgerðar- lausir, unz íjötrarnir kafa lokazt uni fætur þeirra? Síðastliðinn laugardag vann Alþingi Islendinga það verk, sem óvinsælast hefur verið unnið með þjóðinni um margar 1 aldir og á ef til vill eftir að reynast mesta óhappaverk, sem það hefur framið síðan 1662, er þeir Árni lögmaður Oddsson og Brynjólfur biskup Sveins-1 son kiknuðu hryggir og hyggju þungir undir ofurþunga erlendr I ar áleitni og ágengi við Islend- j inga og réttindi þeirra. Flestum mun það, sem Al- þingi aðhafðist síðastliðinn laugardag, í ferskara minni og kunnara en svo, að þörf sé að rif ja það upp í þessari grein. — En eru nokkrar líkur til, að Al- þingi láti liér staðar numið um þjónkun við Bandaríkjamenn meðan það er skipað sem ná er? Ekki nema þjóðin bindist samtökum um að spyrna við íotum og reyni að koma í veg fyrir enn meiri vandræði. Islendingum er kunnugt um, að þannig hefur verið c fjár- málum þeiira haldið í tið uúver andi stjórrrr, að mjög er nú gengið á iunstæður þe.ira í Bretlandi, þótt geysuniklar væru í styijaldarlok og inn- stæður þe'rra í Bandarikjun- um þrotnar með ö'lu. nema nokkur upphæð, sem tekin lief- ur verið frá til viðreisnar at- vinnuvegunum (og hefur þó eitt Reykjavíkurblaðanna 'iald ið því fram, að nokkru af henni hafi verið eytt í heimildar- leysi). Engan þarf heldur að furða, þótt svona sé komið, þeg ar þess er gætt að verrli.nar- jöfnuðunnn við úUönd’ hefur suma mánuði þessa árs verið óhagstæður um tugi milljóna króna, þótt dregið sé frá það fé, sem farið hefur til kaupa á framleiðslutæk jum. Stjórnin hefur róleg og furðuánægð með sjálfa sig horft á innstæðurnar eyðast, en dýrtíðina vaxa mánuð i'rá mánuði án þess að hreyfa hönd eða fót til að spyrua gegn þessari fjárhagslegu helstefnu. Hún hefur horft á það með úrræðaleysi og tómlæti, að framleiðslukostnaður íslenzkr- ar útflutningsvöru er orðinn svo gífurlegur, að hún er að verða óseljanleg erlendis fyrir það verð, sem framleiðendur þurfa að fá fyrir hana, til þess að framleiðslan beri sig. Stjórn in veit, að sænsku vélbátarnir eru bundnir, jafnóðum og þeir koma til landsins, af því að það borgar sig ekki að halda þeim úti. Jafnvel hafa sumir ráðherr arnir mælt dýrtíðinni bót, enda hefur hún verið vel þokkuð af allsk. braskaralýð, og væri þar efni í langa og Ijóta sögu. Það eru því varla miklar lik- ur til, að þeir Alþingismenn, sem samþykktu samninginn við Bandaríkin, sjái eða vilji sjá nema tvær leiðir út úr fjár málaöngþveitinu: annaðhvort að verðfella krónuna, sem er þegar orðin verðlítil, eða taka lán í Bandaríkjunum eða hvort tveggja. Lítum á þessar tvær leiðir. Verðfelling krónunnar jafn- gildir því, að óráðvandur mað- ur kæmist í sparisjóðsbækur manna og tæki út úr þeim jafn- mikinn hluta innstæðnanna og verðfellingunni nemur. Munur- inn væri að eins sá, að krónatai an væri söm og áður, en kaup- máttur innstæðnanna þyrri í hlutfalli við verðfellinguna, að minnsta kosti úr því að nokkrir mánuðir væru liðnir. Og hverj- ir mundu einkum eiga þær inn- stæður, sem eftir yrðu í bönk- um og sparisjóðum um það leytl, sem verðfelling yrði að lögum? Fyrst og fremst fátæk ari hluti þjóðarinnar, sem safn- að hefur nokkrum þúsundum eða tugum þúsunda, meðan góðærið var, því að hinir, sem mikið hafa grætt, hafa breytt gróða sínum í fasteignir eða komið honum undan með ýms- um hætti eða munu gera það, þegar þeir sjá, hvert stefnir. Metí verðfellmgu ltrónunnar mundi því viðskiptaaðstaða þjóðarinnar verða bætt — um skamma hríð Á KOSTNAÐ HINNA FÁTÆKARI OG FÁ- TÆKUSTU í ÞJÓÐFÉLAG- INU. — Enn fremur ylli verð- felling krónnnnar óbeinni kaup lækkun, þar sem öll erlend vara mundi hækka í verði um það bil eða alveg jafnmikið og verðfellingunni næmi. Síðari leiðin, lántaka í Bandaríkjunum, mundi gera Is- lendinga svo háða Bandaríkja- mönnum, að þeim yrði illkleift eða alls ókleift að nota sér rétt inn til að segja samningnum upp, þegar að því kæmi, þvi að ólíklegt er, að Islendingar gætu staðið skil á erlendu láni, þeg- ar frá liði, ef þeir geta ekki lifað á gæðum landsins og eig- in framleiðslu, meðan geysihátt verð er á henni sökum harðær- is á meginlandi Norðurálfu. — Mundu íslendingar verða þess umkomnir að segja upp samn- ingnum við lánardrottininn, þegar svo er komið? Eg spyr, en þið svarið, lesendur góðir. Ber því ekki íslezkri alþýðu að leysa dýrtíðarvandamálið, áður en forráðamenn hennar, þeir er sögðu já laugardaginn, 5. kot., taka til þessara ráða? Geta ekki laiuiþegar og bændur komið sér saman nrn að lækka verð innlendra afurða og' — kaupgjakl jafnmikið, — svo mikið, að nægilegt sé til þess, að íslendingar geti haldið á- fram nauðsynlegum viðskiptum við aðrar þjóoir? -— Mundu þessir aðilar ekld jafnvel vilja fórna nokkrum hagsmunum til þess að komast hjá því að lenda í eins konar skuldafang- elsi hjá erlendri þjóð, skulda- fangelsi, sem óvíst væri, að þcir slyppu nokkurn tíma út úr ? Islendingar, ef þio sitjið auð um höndum og vinnið ekki sjálfir að því að leysa- dýrtíð- armálin með hcilbrigðum að- ferðum, getur svo farið, að skuldafjötrarnir hafi verið reyrðir um fætur ykkar, áður en þið fáið færi á að neyta uppsagnarréttarins. Reykjavíg, 8. okt. 1946 Magnús Finnbogason. Vér skulum koia í lópavog Wífo gfoyldi Mmiíii vina Samningurinn við Bandarík- in hefur nú verið samþykktur af meiri hluta alþingismanna. Ötulustu formælendur hans ná því, að hann verði til mik- llar blessunar fyrir íslenzka þjóð. klegi 'gifta Islands gefa að svo verði. Með samningi þessum er lok- að þeim hleklc, sem tengir her- námsárin hér á landi við fram- tíðina. Enn verður einn mikils- verðasti blettur lanösins und- ir áhrifum og að vissu leyti stjórn erlends stórveldis. Þar eru leifarnar af víðtækri kröfr um herstöðvar í heila öld. Þeirra kröfu vísaði þjóðin á bug. Leifar þessar eru að sönnu eklci stórar, en þær eru þarna samt. Andmælendum þessa samn- ings hefur verið borið á brýn, að þeir væru að sýna Banda- ríkjunum fjandskap með mót- stöðu sinni við samninginn. Eg fullyrði, að þetta er alrangt um meiri hluta þess fólks, sem mælti samningnum í mót. Veit ég vel, að til er hópur manna á Islandi, sem lítur Bandaríkin óhýru auga, en ekki má draga alla í sama dilkinn. Það spillir þessu máli og er sízt til heilla fyrir þá, sem mest hafa alið önn fyrir samningnum. Nei, meiri hluti andstæðinga hans hugsar til Bandaríkja- manna með hlýju og vill lialda Eg hef ávallt hugsað mér að það hafi verið í hægu dumb- ungsveðri, en með bliku í lofti, að sá atburður gerðist, sem mér jafnan hefur þótt einna átakan- legastur í sögu vorri. Aðrir mundu ef til vill telja atburð eins og lát Jóns Arasonar og sona hans ennþá átakanlegra. En blóð hraustra bardaga- manna fyrir málstað þann, er þeir fórnuðu sér fyrir, er inn- sigli sögunnar á afrekum þeirra Tár aftur á móti — tár á fölv- um kinnum einmana gamal- mennis, sem fórnað hefur kröft um langrar ævi í stríoi fyrii rétt gegn röngu, og má eigi rönd við reisa, þó hin forn helgu réttindi séu fótum troð- in — slík tár orka á sálina cir. og blæðandi und, eins og sár, sem opnast og blæðir á ný í hvert sinn, er líkir atburðir gerast og rétti þjóðarinnar ei þröngvað .... Henrik Bjelke var kominn oi seint út til að taka erfðahyll- ingareiðinn, sem gera skyld: Friðrik þriðja cinvaldann, aí landsmönnum á Alþingi. Hani: stefndi því biskupi, lögmanni ce nokkrum öðrum höfðingjunr. sunnanlands til þings í Kópa- vogi, þar skyldu þeir vinna eið- inn gegn öllum íslenzkum rétt- arvenjum. Honum er sjálfum ljóst, það, sem hann fer fram á, koll- varpar í raun og- veru fornr' réttarstöðu íslands. Þyss vegnc hefur hann haft viðbúnaS Vopn hafa verið flutt á SCclO- inn og fallbyssum komið fyrir og þegar hinir íslenzlru Iiöfð ingjar koma, eru þeir látni: ganga inn í hring af byssu skyttum og lensuhermönnum. Þar ber Henrik Bjelke fran boðskap konungsins, herre síns, og krefst þess að þeir, ís- vináttu þeirra. Okkur er það svo Ijóst, að ekki þarf að skýra fyrir okkur nánar, að okkur eru nauðsynleg vinsamleg við- skipti við Bandaríkjaþjóðina. Við þurfum að sækja þangað vörur og selja þangað afurðir. Og menningartengslin milli landanna eigum við fremur að trevsta en veikja. En til er greiði, sem menn geta jafnvel ekki gert fyrir vini sína. Fjörður skyldi milli frænda og vík milli vina. Við getum verið vildarvinir, hvaða þjóðar sem er, þótt við skák- um eklci sneið af landi okkar undir yfirráð hennar. • Bandaríkjamenn hafa líka sýnt í mörgu, að þeir eru okk- ur vinveittir. En sínum augum lítur hver á silfrið. Þeir hafa stórveldissjónarmið, en við er- um dvergþjóð og hljótum að vera það um allar aldir. Stór- veldunum hættir oft til að líta svo á, — og það þótt lýðræðis- þjóðir séu, að smáþjóðirnar séu bezt komnar undir vernd þeirra og umsjá. En smáþjóðin verður í lengstu lög að berjast við að sitja ein á koti sínu, þótt það sé næðingssamara en sitja í skjóli höfuðbólsins. Hver sá blettur á íslandi, sem ekki er undir óskoruðum og skýlausum yfirráðum Is- lendinga sjálfra er eymslablett- ur í sjálfstæðisvitund þjóðar innar og veikur hlekkur í vörn- inni gegn erlendri hagsmunaá- gengni. Einn slíkur blettur er nú suður á Reykjanesi. Ekki skal borið á móti því að þessu máli fylgdu margii góðir fulltrúar þjóðarinnar, seir sýnt hafa, að hægt var að sýr.c traust í öðrum málum, — mál- um, sem voru til heilla landi og lýð. Það skal heldur ekki dreg- ið í efa, að þeir menn hafi tal ið sig vera að gera rétt hór. En jafnvel Njáll var misvit- ur. Félagið Þjóðvörn var stofu- að til þess meðal annars ac sanna almenningi, að mótblást- urinn gegn samningnum ci ekki runninn undan rifjum eins stjórnmálaflokks. Flestum stofnendanna er það mjög ó- ljúft og finnst það jafnvel ó- viðunandi að láta klína á sig marki annars stjórnmálafloklu en þess flokks, sem þeir eru í. Þess vegna meðal annars stofn- uðu þeir Þjóðvarnarfélagið og tók það upp forustuna í and- stöðu málsins út á meðal þjóC- arinnar . En höfuðmarkmið þessa fc- lags cg þessa blaðs hlýtur að verCa það að standa á verði um ráít 'íslenzka lýðveldisins gagn- vart öðrum ríkjum, hvort sem jiau liggja í vestri eða austri. Ragnar Jóhannesson. lendingar, sem viðstaddir eru, sverji eiðinn fyrir alla lands- menn. Brynjólfur biskup Sveinsson gengur fyrstur fram og svarar einarðlega fyrir klerkastéttina. Hann bendir á að þessi krafa samrimist á engan hátt lands- lögum og fornum rétti Islend- inga, sem þeir muni aldrei af- sala sér. Henrik Bjelke svarar með því að benda á fallbyssur sín- ar og hermenn, sem þarna eru til að sjá um að boði Hans Há- tignar sé hlýtt, en talar hins- vegar líka mjúkum orðum og heitir hlýðnum þegnum hylli konungs og ævarandi vernd og vináttu. Bislcup skilur þá, að hér skal velja um hlýðni eða dauða, bliknar hann við og hörfar aft- ur í hóp prestanna. Þar er and- staðan þegar brotin á bak aft- ur. En eftir eru veraldlegu höfðingjarnir undir forustu Árna Oddssonar. Hann gengur nú fram, lot- inn af elli og hvíthærður, en öruggur og mikilúðlegur og tal- ar fyrir hönd landsmanna. Hann sýnir fram á, hvað lög er og réttur í landinu og vísar kröfunni um erfðahyllinguna á bug. Henrik Bjelke grípur fram í, og beitjr sem fyrr bæði hót- unum og blíðmælum. Árni sér að allt er tapað, en hann vill ekki gefast upp, og enn hefur hann' upp raust sína og talar fyrir réttindum íslands, talar þangað til liann brestur í grát og tárin renna niður fölar og hrukkóttar kinnarnar. Hann slcýrskotar til allsvaldandi Guðs og biour Islandi vægðar. Sagan segir, að í raun og veru hafi Henrik Bjelke verið drengur góður, þó hann ræki erindi það, sem fyrir hann hafði verið lagt. Hann kemst við af orðum og tárum öldungs ins, gengur til hans, og biður hann ao láta undan og undir- rita eiðstafinn svo að hann neyðist ekki til að beita harð- ræði, í staíian lofar hann og leggur við drengskap sinn, að þetta skuli ekki bi’eyta neinu um forn lög og landsréttindi Islendinga í framkvæmd. Árni litast um og sér ekkert nema ugg og ótta í augum félaga sinna. Þá lætur Árni undan og sór eiðinn grátandi. Henrik Bjelke hélt loforð •sitt, meðan hans naut við, cn það var aðeins um skamma hríð, og þegar hann var far- inn, gleymdu valdhafarnir skjótt, að íslandi hafði verið gefið drengskaparheit. Eg ætla ekki að draga nein dæmi af þessari sögu. En á tímum þeim, sem nú ganga yfir hygg ég, að vér höfum gagn af að vera minnugir vissra at- burða úr sögu lands og þjóðar. Sá sem er minni máttar verður oft að sætta sig við, að heit, sem honum eru gefin, falli í gleymsku. — Og tárin, sem Árni Oddsson felldi í Kópa- vogi, ættu að brenna í hjörtum sannra íslendinga um allar ald- ir í hvert sinn, sem réttur Is- lands er fyrir borð borinn. F. A. B,

x

Þjóðvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.