Þjóðvörn - 21.10.1946, Side 8

Þjóðvörn - 21.10.1946, Side 8
s Þ JÓÐVÖRN Mánudagur 21. október 1946. Frá útifmnÆnmm við Miðbœ$arbamaskól-~ Verum öll á verði Hinn blindi bróðir Það hefur mjög verið í tísku hér af ýmsum að vitna í Einar Þveræing og ræðu þá, sem hon- um hefur verið lögð í munn, er svara skyldi málaleitan Þórar- ins Nefjólfssonar um herstöðv ar á Grímsey. En mig langar til að benda á að venjulcga er þessi tilvitnun algerlega mis- túlkuð að því er viðkemur sam- skiptum þeirra bræðra, Guð- mundar á Möðruvöllum og Ein- ars á Þverá. Sá, sem söguna segir, hefur nefnilega ekki síður viljað á- minna valdamenn samtíðar sinnar um að fara að dæmi Guðmundar en Einars. Uppistaðan í sögunni er ekki óalgeng. Það er sagan um tvo bræður, þar sem annar hefur hlotið bæði auð og metorð — og það meiri metorð en aðrir samtíðarmenn, eins og viður nefnið „inn ríki“ líka bendir til samkvæmt fornri merkingu þess orðs — hinn hefur aftur á móti hlotið „mannvit mikiö“. Fyrir sögumanninum stendur Guðmundur sem ímynd glæsi- leikans og höfðingsskaparins í hinu ytra. En þetta byggist allt á því, að hann hefur við hlið sér hinn vitra og varfærna bróðir. Þegar honum eru boð- in góð boð, og hann þykist sjá hylla undir enn meiri glæsi- leik, ennþá aukin veg og met- orð í sólskini konungshyllinn • ar, þá vcrður hann samstundis blindur fyrir öllum annmörk- um, öllum hættum, sem bví kunni að vera pamfara fyrir sjálfan hann oð samtíð hans — og enn meiri þó fyrir eftirkom- endurna. — En við hlið hans er augað, sem sér, hinn vicri og vanærni bróðir ■—- og þeg- ar hann hefur sagt sitt álit og opinberað hvað það var, sem raiuverulega duldist bak við gyilingar hinna fögru loforða um 1 on jngsv'ináttu, þá er Guð mundur orðinn sjáandi líka. Hann gerir enga tilraun til að hnekkja ráði bróður síns, sem þó hefði verið innan hamiar fyrir hann, því að hann, on ekki Einar, var „inn ríki“ var sá sem völdin hafði og hefði því auðvitað getað látið vilja sinn ráða. I þe3->: ætlast sogumaðuria.i til að menn sjái höfðingsskap Guðmundar. Hann byggist ekki á einræði hans sjálfs, heldur á höfðingslundinni, sem honum um var ásköpuð og mannvitinu, sem féll í hlut bróður hans. Hjá sögumanninum kemst Guð- mundur frá þessu máli án þess að bíða nokkurn álitshnekki vegna þess, að þegar hann lét blindast í svip, gat liann þó séð með augum bróður síns. Nýlega hefur meira en „Grímseyjarsamningur" verið gerður — meira hefur varið sett í veð en þó Norðlendi igar ar hefðu „lánað“ Ólafi kon- ungi helga stöð fyrir langskip sín norður við Grímsey í bvrj- un elleftu aldar. Þeir, sem um það réðu af íslands hálfu liefðu vel mátt taka Guðmund á Möðruvöllum til fyrirmyndar. — Þcir hafa fengið margar Þveræings aðvaranir. En þt ir Lófðu ekki höfðingsiund ,Guð- mundar, létu hrokanu blinda sig og neituðu með öilu að hlýða á rödd hins „sjáandi bróður". Guðmundur hélt höfðtngs- skap sínum til dauðadags. og fékk slíkt eftiuuæli, að öidum síðar þótti það virðingarauki fyrir livern mann, sem hafði eitthvað af blóði hans í æðum sínum. En hver verður dóir.ui sög- unnar um blindingjana, scrn nú lokuðu bæði augurn og eyri.m fyrir öllutn aðyöru.u". og hundsuðu þjóð sína og meinuðu henni að ráða sjálf svörum í máli, sem fyrir hana getur ver- ið líf cða dauði eftir því, sem til tekst. Iiöfðingsskapnum hafa þeir glatað, þeir munu verða bæði aumkaðir og fyrirlitnir, og þó svo kunni til að takast, að þeir haldi mannaforráðum enn um skeið, þú verður það ekki vcgna þess, að þeim sé treyst, því að þeim verður aldrei trúað framar. ÍJangið í Hjóðvarnarfélagið MælifevarH— inn Framh. af 4. síðu. alþýðan í landinu ævinlega vera á verði og skoða slíkt þunga pólitíska sök og velja athæfinu hin verstu heiti. í hópi alþýð- unnar í slíkum átökum standa að sjálfsögðu þeir menntamenn, sem ennþá eru ekki gjörspillt- ir af . viðskiptum sjúks stjórn- mála- og viðskiptalífs, og geta með engu móti hugsað sér að selja sæmd og heiður fyrir ver- aldleg verðmæti — vilja jafn- vel heldur, ef því er að- skipta, fara einhvers á mis. Væri ekki ráðlegt, þegar vér kjósum næst, að leggja þennan mælikvarða á hvern frambjóð- anda: Hvernig er honum (eða henni )treystandi til að vernda sjálfstæði landsins og tilveru vora sem sérstakrar þjóðar, þegar leitað er á af öðrum ? Er frambjóðandinn líklegur til að sjá við því þótt ekki sé reynt að seilast nema í gegnum þrönga smugu? Smugur geta stundum víkkað þegar straum- urinn er hafinn í gegnum þær, hugsum oss t. d. flóðgarð eða fyrirhleðslu, sem er að bila. Fyrst kemur lítil smuga eða smáskarð, sem aðeins seitlar of- urlítið í gegnum. Skömmu síðar brýzt vatnsflóðið fram með ó- stöðvandi þunga. Vei þeim, sem veitti fyrsta lekanum, hafi það verið af manna völdum. 1 dagblöðum vorum hefur undanfarið oft verið talað um steinrunna menn, sem enn hefðu ekki áttað sig á því, að vér vær- um komin inn í hringiðu heims- viðburðanna og yrðum að hverfa frá úreltri einangrunar- stefnu. En hvílíkir steingjörv- ingar eru ekki þeir menn, sem ennþá halda að sjálfstæðisbar- átta vor standi fyrst og fremst milli vor og Dana og hafa ekki cnnþá áttað sig á annarri sjálf- stæðisbaráttu en þeirri. Slíkir menn eru sennilega orðnir tals- vert kalkaðir á „viðkvæmum stöðum“ og mundi henta bezt að hypja sig út úr örustu hring- iðu heimsviðburðanna. Kona í Hafnarfirði Mér til fróðleiks og uppbygg- ingar tók ég mig til fyrir nokkrum dögum og klippti úr 3 dagblöðum, Morgunblaðinu, Alþýðublaðinu og Vísi, allt það, er birt var þar um flugvalla- samning Bandaríkjanna næsta hálfan mánuð áður en hann var samþykktur á Alþingi. Eg Clokkaði greinarnar og las þær vandlega. Eg vildi ráða lands- mönnum, bæði þeim sem styðja málstað framangreinds sátt- mála, og þeim sem þar stóðu í gegn, að gera slíkt hið sama. Þætti mér ekki ólíklegt, að stærð blaðabunkans og hinn aumlausi áróður í þessum mál- Llutningi öllum ,ásamt auð- njúku dekri og lofi á Bandarílc- in, veki menn til liugsunar um )að sem hefur gerst undanfar- in ár og er að gerast nú með þjóð vorri, og þá fyrst og fremst til umhugsunar um or- sakir þess, hvemig á því getur staðið, að meira en helmingur þeirra manna, sem þjóðin kaus til þess að gæta réttar hins unga lýðveldis, skuli þora að hefja göngu sína með því að veita erlendu ríki landsréttindi. Að til skuli vera menn, sem láta sér þetta lynda og leggja undir sig heil flokksblöð til stuðnings málstað þessum og berjast fyrir honum, eins og til mikils sé að vinna. Mér virð- ist orsökin vera augljós: her- námið og „verndin“ hefur orð- ið þjóðinni ofurefli og hluti hennar er þegar tekinn að sljóvgast fyrir einhliða áróðri flokksblaðanna, þar sem allt er skráð með einum lit og mis- hermi fæst ekki leiðrétt. Skal ég hér færa nokkrar sönnur á mál mitt. Fyrir nokkrum dögum hringdi ég til Valtýs Stefánssonar rit- stjóra Morgunblaðsins og bað hann á kurteisan hátt að taka inn í blað sitt íeiðréttingu á villandi frásögn blaðsins um framkomu Kristínar Thorodd- sen, forstöðukonu Landsspítal- ans daginn sem verkfall Al- þýðusambands íslands var boð- að í tilefni af flugvallarsamn- ingnum. Ritstjórinn brást reið- ur við, valdi mér miður kur- teisleg orð og hringdi síðan af í eyra mér. — Mér kom þettá á óvart, því ég vissi ekki, að ég hefði gert neitt á hluta þessa manns, þótt ég telji samninginn við Bandaríkin óhappaverk, enda hefur mér ávalt verið sýnd vinsemd frá Morgunblaðs-1 ins hálfu áður, og hef ég und- antekningarlaust fengið birt það í blaðinu, sem ég hefi ósk- að eftir. Nú býst ég ekki við að eiga upp á háborðið í þeim sal- arkynnum, og verður að hafa það. Annað dæmi: Árið 1940 rit- aoi reykvískur kaupmaður grein í enskt blað og lét þá slcoðun sína í ljós, að Islandi myndi henta að tengjast Eng- landi nánari böndum. Sölubúð hans var grýtt hvað eftir ann- að og mannorð hans beið mik- inn hnekki. — En árið 1946 flutti íslenzkur alþingismaður opinberan fyrirlestur og hvatti til þess, að Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku yrði veitt öll um- ráð yfir þýðingarmiklum lands- svæðum undir herstöðvar í skiptum fyrir fjárhagsleg fríð- indi. Honum var klappað lof í lófa og síðan var hann kosinn á þing. — Þessi dæmi og f jölmörg önn- ur sýna það, hve stuttan tíma það tekur að sljóvga siðgæðis- kröfur þjóðarinnar. Þau sýna oss, að nú verðum vér öll að standa á verðí. Samningurinn er gerður og um þau óheillaverk tjáir ekki að fárast. En allir Is- lendingar verða að sameinast sem einn maður, og sýna hverri þcirri ríkisstjórn, sem situr hin komandi 6VÍ> ár, að öll þjóðin lítur eftir því með henni, að samningurinn sé haldinn í hví- vetna og síðan gera þá afdrátt- arlausu kröfu, að hann verði ekki endurnýjaður. Þá eru ýms mál í sambandi við hið óeinkennisbúna banda- ríska fluglið, sem hér á að dvelja næstu ár, sem eru þess verð, að tekin séu til athugun- ar og vii ég varpa nokkrum spurningum fram til þingmanna þeirra, sem stóðu að samþykkt samningsins, og vænti þess, að fá skýlaust svar í stuðnings- blöðum þeirra. 1. Hvaða ákvarðanir hafa verið teknar um amerísku út- varpsstöðina við Keflavíkur- flugvöllinn? Verður sú áróð- ursstöð látin starfa hér áfram í 6V2 ár og mennta landslýð.með spillandi. tónlist og öðrum á- þekkum dagskrárliðum ? Verð- ur tyllt svo undir 600 erlenda menn, að þeim leyfist að hafa sína eigin útvarpsstöð í land- inu? Iivergi stendur um það í samningnum. 2. Verður búið svo um hnút- ana af hálfu íslenzkra stjórn- arvalda, að bannaður verði flutningur kornungra stúlkna til hins ameríska fluglios? Vit- að er, að fram að þessu hafa slíkir flutningar farið fram óá- talið af því opinbera, til amer- íska herliðsins í Keflavík. 3. Verður gert nokkuð til þess, af hálfu hins opinbera, að stuðla að því, að íslenzka þjóð- in og þá eklci sízt æskulýðurinn, fái kost á að sjá, að minnsta kosti jöfnum höndum, kvik- myndir frá öðrum löndum en Bandaríkjunum ? Eins og nú standa sakir, sjást varla aðrar myndir en ámerískar í kvik- myndahúsunum hér; og eru þær flestar að sögn úr hófi lélegar og til þess eins, að brengla dóm- greind íslenzkrar æsku á rétt- um og sönnum vciCmælum lífs- ins. Almenningur á rétt á að fá svör við framangreindum spurningum og ótal fleiri við- fangsefni verðum við að fást við áður en lýkur, en þau mál- efni, sem hér um getur, hafa öll undangengin ár verið tekin þeim vettling'atökum, að eins- dæmi mun vera, að slíkt and- varaleysi hafi ríkt, þar sem fjölmennur her hefur dvalið. Hér stoðar ekki að svæfa fólk með nýjum áróðri, með erlend- um blaðaummælum þess efnis, að islenzka þjóðin beri litlar menjar „herverndarinnar“. Sá áróður getur verið markviss eins og hinn íslenzki. Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona

x

Þjóðvörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.