blaðið - 07.06.2005, Side 16
16 ferðaiög
þriðjudagur, 7. júní 2005 I blaði£
Parísardaman
Kristín Jónsdóttir býr í París og vinn-
ursemleiðsögumaður. Húnskipulegg-
ur ferðir fyrir íslendinga sem hafa
áhuga á að kynna sér borgina frá sjón-
arhorni innfæddra. Hún stýrir göngu-
ferðum á hveijum fóstudegi þar sem
fólki gefst færi á að kynna sér hina
stórbrotnu sögu Parísar á ferð sinni
um óhefðbundnar gönguleiðir. Krist-
ín skipuleggur einnig ferðir sem eru
klæðskerasniðnar að löngunum ferða-
mannsins. Allir geta leitað til henn-
ar með persónulegar óskir í huga og
haldið í draumaferðina sína um París
með beinni eða óbeinni leiðsögn Krist-
ínar, sem þekkir alla króka og kima
borgarinnar og getur hjálpað fólki
að átta sig á hinum gríðarlega fjölda
skemmtilegra staða.
Ást við fyrstu sýn
„,Ég kom hingað fyrst til að læra
frönsku eins og margir aðrir,“ segir
Kristín, sem flutti tvítug til Parísar
árið 1989, og vann sem au-pair. „Þá
var ég nýkomin með stúdentspróf
og varð ástfangin af Frakklandi við
fyrstu sýn og tilkynnti öllum að hér
ætlaði ég að deyja,“ segir hún og fliss-
ar glaðlega. „Það eru einhvern veginn
mín örlög að búa hér. Ég hef reynt að
flytja heim og kom m.a. heim fyrir
mömmu og pabba en það gekk ekki
upp því París togaði ávallt í mig.“
Kristín gekk snemma á tíunda ára-
tugnum í franskan einkaskóla þar
sem hún lærði kvikmyndagerð. „Ég
var þarna á röngum tíma. Skólinn
var ekki kominn með neinar stafræn-
ar græjur þannig að við vorum að
klippa myndimar með skærum og
líma þær saman með límbandi. Við
vorum því svolítið á eftir tækninni
strax í upphafi en engu að síður var
þetta skemmtileg reynsla,“ segir hún
og segist spaugilega ekki hafa búið
yfir nægilega
sterkum og
brennandi
áhuga á kvik-
myndagerð til
að halda áfram
á þeirri braut.
París er
sívinsæ!
meðal
islendinga.
Margir
þeirra eru
að upp-
götva París
sem mann-
væna borg
Ranghug-
myndir um
París
„Áriðl999varð
ég að finna
mér ástæðu
fyrir því að búa
hérna áfram.
Ég hringdi í
Terranova,
sem voru þá
með ódýrar
flugferðir til
Parísar. Þá voru þeir einmitt nýbyrj-
aðir að huga að því að finna sér leið-
sögumann í París. Þetta hittist því
mjög vel á og við unnum saman ferðir
í fjögur ár, frá 1999-2003. Ferðirnar
voru vinsælar þrátt fyrir að hóparnir
hafi stundum ekki verið stærri en fjór-
ar manneskjur.
París er sívinsæl meðal íslendinga.
Margir þeirra eru að uppgötva París
sem mannvæna borg, sem er á skjön
við þá staðalímynd sem margir hafa
um borgina. Það hafa alltaf verið
mjög miklir fordómar gagnvart París;
að Frakkar tali ekki ensku og að borg-
in sé skítug. Þetta er allt saman bull
og vitleysa. Borgin er með hreinni
borgum sem ég þekki í Evrópu - vel
þrifin og ryksuguð á hveijum degi.
Að sjálfsögðu tala líka flestir ensku
hérna. Enskan hefur alltaf verið svo-
lítið viðkvæmt mál í augum Frakka
og því þarf maður bara að fara var-
lega að þeim. Þegar þeir átta sig á að
við erum ekki Bretar þá tala þeir al-
veg við okkur,“ bætir hún við og skell-
ir upp úr.
Gönguferðir Kristínar eru persónu-
legar og fjölbreyttar. Hún segir frá
bygginga- og skipulagssögu borgar-
innar, konungasögum, sögufrægum
íslendingum sem hafa búið í París
og kynnir fólk fyrir Parísarborg nú-
tímans. Vilji menn t.d. kynna sér Le
Marais (Mýrina) er ekki um annað
að ræða en að mæta kl. 15 á fóstudög-
um á Bastillu-torgið við tröppurnar á
nýja óperuhúsinu sem trónir þar yfú
Þá er gengið yfir í elsta og best vart
veitta hverfi Parísar, Mýrina, þa
sem úir og grúir af smáhöllum frá 1'
öld, lágreistum húsum og þröngui
götum. Þar bíður Kristín á hverjui
fóstudegi og tekur á móti fólki. Þeii
sem vilja kynna sér nánar starfsen
Kristínar, eða láta sérsníða fyrir si
ferð, er bent á heimasíðu hennai
www.parisardaman.com
Leikhúsin í London
sem þau skilja
textann eða ekki.
Les Miserables
er þyngri
söngleikur,
gerður eftir
magnaðri sögu
Victor Hugo,
hádramatískur,
og áhrifamikill.
Og ekkert lát
virðist ætla að
verða á aðsókn
að Woman in
White, söngleik
eftir sögu
Wilkie Collins,
en tónlistin er
eftir Andrew
Lloyd Webber og
gagnrýnendur
eru sammála
um að hann sé
þar í góðu formi.
Heimsborgin London hlýtur að
vera sérstakt eftirlæti leikhúsfikla.
Leikhúslíf stendur með miklum
blóma í stórborginni og allir ættu
að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort
sem menn sækja í söngleiki eða
Shakespeare. Nokkrar sýningar hafa
verið á fjölunum árum saman. Þar má
nefna söngleikinn The Lion King með
tónlist eftir Elton John. Umgjörð og
búningar eru með miklum glæsibrag
öll börn hljóta að heillast, hvort
Laura Michelle Kelly hefur slegið í gegn
sem Mary Poppins.
Svo er líka
hægt að
standa í
biðröð og
vonast
til að ná
í miða á
einn nýjas-1
ta smellinn
í London,
Mary Pop-
pins
I
Sviðsetning þess söngleiks
er beinlínis glæsileg og
videomyndir eru notaðar á
sérlega snjallan hátt.
Þeir sem vilja meira
léttmeti geta farið á Abba
söngleikinn Mamma Mia
eða séð The Producers
sem hlaut Laurence
Olivier verðlaunin sem
besti söngleikur síðasta
árs en leikarinn Nathan
Lane fékk sömu verðlaun
fyrir leik sinn. Svo er líka
hægt að standa í biðröð
og vonast til að ná í miða
á einn nýjasta smellinn í
London, Mary Poppins,
verðlaunasöngleik sem
hlotið hefur gífurlega aðsókn.
Það er Laura Michelle Kelly sem
leikur barnfóstrunar ráðagóðu
og hlaut Olivier verðlaunin fyrir
frammistöðu sína.
Og að lokum er vert að benda á
Músagildru Agöthu Christie, en
ekkert leikrit mun hafa gengið jafn
lengi á fjölunum eða í hálfa öld.
Ferðast innanlands
í sumar!
Blaðið mun í sumar birta ferðaum-
flöllun á fimmtudögum, þar sem
farið verður yfir fjöldamarga staði á
landinu í samvinnu við www.nat.is.
í hverri viku verður gefin vísbending
um hvaða stað við skoðum í vikunni
þar á eftir og gefst lesendum kostur á
að senda inn svör við gátunni. Vegleg
verðlaun verða í boði en í hverri viku
verður einn heppinn vinningshafi
dreginn úr réttum innsendum svör-
um. Sendið svörin á: Blaðið, Bæjar-
lind 14-16, 201 Kópavogur, og merkið
Ferðagetraun.
Fyrsta vísbending
„Njálssaga er líklega víðlesnust
Islendingasagna. Hún segir m.a.
frá Njáli Þorgeirssyni, konu hans
Bergþóru, börnum þeirra, vinum
og tengdafólki. Synirnir voru þrír -
Grímur, Helgi og Skarphéðinn - allir
miklir vígamenn, en Skarphéðinn þó
mestur. Líklega er nafn kaupstaðar-
ins, sem spurt er um, dregið af bæjar-
nafni fjölskyldunnar.
Vikulega í sumar
Hverri ferðaumfjöllun fylgja sam-
bærilegar upplýsingar sem benda les-
endum á ákveðið landsvæði eða stað
á landinu, sem tekinn verður fyrir
næsta fimmtudag á eftir. Fylgist með
þessum umfjöllunum því þeim fylgja
einnig sértilboð margra ferðaþjón-
ustuaðila á hveijum stað. Frekari
upplýsingar og vísbendingar við gát-
unni má finna á vefnum www.nat.is.
Glæsileg verðlaun!
í vikunni verður glæsilegur Sony
Ericsson sími, T630i, í verðlaun í boði
Ferða-
ráðlegging
Á meðan ferðalög eru hin ágæt-
asta skemmtun er fáum sem
finnst gaman að pakka. Það er
þekkt vandamál að það kemst
iðulega mun meira fyrir í tösk-
unni á leiðinni út en á leiðinni
heim aftur. Einnig getur eflaust
hver sá sem hefur eytt óratíma í
að brjóta saman fót, raða þeim,
taka upp úr tösku, bijóta aftur
saman, raða þeim aftur í tösk-
una og fara út (að því er virðist
til þess eins að gera þetta allt aft-
ur) metið næsta húsráð að verð-
leikum - rúllið fótunum upp.
Þetta er fljótleg og handhæg leið
til þess að ganga frá alls kyns
fótum - allt frá sokkum, nær-
buxum og bolum, að skyrtum,
kjólum ogjafnvel jakkafótum, ef
svo ber undir. Fötin koma síðan
alls ókrumpuð upp úr töskunni
og tími vinnst til þess að skoða
framandi lönd - í stað þess að
brjóta saman föt endalaust.
Einnig er ágætt að hafa í huga
að skítugum nærfötum og sokk-
um má stinga inn í aukaskópör
og spara þannig pláss.
umboðsaðila Sony Ericsson á íslanc
Síminn er einfaldur og þægilegur i
auðveldar notandanum að vera í sar
bandi við fjölskyldu og vini - líka þe
ar land er lagt undir fót. Sony Eric
son T630i er ný og endurbætt útgá
af T610, sem var valinn besti farsír
í heimi á GSM-ráðstefnunni í Cann
2004. Síminn er með myndavél i
hægt er að tengja ljósmynd og hring
tón við símanúmer í símaskrán
og þegar viðkomandi hringir birti
myndin og viðeigandi hringitór
hejrist. Einnig er hægt að senda i
taka við myndskilaboðum, smas:
og eiga við tölvupóstinn. T630i ge
ur tengst öllum blátannar-búnaði i
einnig tölvu með kapli. Svo sanna
lega glæsilegur sími.