blaðið - 07.06.2005, Side 24

blaðið - 07.06.2005, Side 24
 þriðjudagur, 7. júní 2005 i blaðið jkjj/ar -’;4K ^ÉfT' £1 ■ kolbrun@vbl.is wauare tckk alþjóðlega Bookerinn Albanski rithöfundurinn, Ismail Kad- are, hlaut fyrstu alþjóðlegu Booker- verðlaunin. Verðlaunin, 60.000 pund, verða afhent við athöfn í Edinborg í lok mánaðarins. Verðlaunin eru veitt núlifandi rithöf- undi fyrir framlag hans til heimsbókmenntanna. Þau eru veitt annað hvert ár og skilyrðin eru að verk höfundarins hafi komið út á ensku. Meðal annarra höfunda sem til- nefndir voru til verðlaun- anna eru stærstu núhf- andi bókmenntastjömur heims: John Updike, Doris Lessing, Margaret Atwood, Ian McEwan, Muriel Spark, Gunther Grass, Philip Roth og Ga- briel Garcia Marquez. Ekki pólitískur rithöf- undur Kadare hefur verið áber- andi í menningarlífi Al- baníu í rúma fjóra óratugi og verk hans hafa komið út í rúmlega 40 löndum. Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1963. Kadare er pólitískur út- lagi og hefur búið í Frakklandi frá árinu 1990. Þótt hann hafi verið afar gagnrýninn á stjómvöld í heimalandi sínu segist hann ekki vera pólitískur rithöfundur. „Rithöfundum er eðlis- lægt að vera gagnrýnir á stjómvöld,“ Þegar mað- ur byrjar að lesa bókmenntir svo ungur þá skilur maður lítið í pólitík. Ég held að það hafi bjargað mér segir hann. Jíina mögulega andstað- an, þar sem stalínskar ríkisstjómir vom við völd, fólst í því að skrifa. Maður gat líka far- ið á fund, verið hugrakkur, sagt eitthvað sem skipti máli og verið skotinn fyrir vikið.“ A bannlista Fjöldi verka Kadares lenti á bannlista í Albaníu en ekki öll: „Mér finnst ég hafa verið heppinn því öðm hveiju fékk ég að gefa út bækur mínar. Margir höfundar vora einfaldlega eyðilagðir." Hann segir að það hafi vakið aukinn áhuga á bókum sínum að þær lentu ó bannlista stjómvalda: „Þeir sem höfðu þegar lesið bækum- ar fóra að rýna í þær á ný til að átta sig á því af hverju þetta áttu að vera niðurrifsbækur." Kadare segir að góðar bókmenntir hafi haft mikil áhrif á hann. Hann las Macbeth 11 ára að aldri. „Þegar maður byrjar að lesa bókmenntir svo ungur þá skilur mað- ur lítið í pólitík. Ég held að það hafi bjargað mér,“ segir hann. ■ Ismail Kadare. Fyrstur rithöfunda til aö hljóta ný verðlaun,alþjóðlegu Book- er-verðlaunin. Karlar lesa eftir karla Ný bresk rannsókn sem gerð var meðal hundrað háskólamanna, gagnrýnenda og rithöfunda leiddi í ljós að karlmenn lesa aðallega skáldsögur eftir aðra karlmenn meðan konur lesa skáldsögur eftir bæði kynin. Fjórir af hveijum fimm karlmönnum sögðu að síðasta skáldsaga sem þeir hefðu lesið væri eftir karlmann en konur vora allt eins líklegar til að hafa lesið bók eftir karlkynsrithöfund eins og bók eftir konu. Þegar karlmennirnir voru spurðir hvaða skáldverk eftir konu þeir hefðu síðast lesið átti meirihluti karlmannanna í erfiðleikum með að muna það eða gat ekki svarað. Konurnar nefndu hins vegar oft nokkra titla. Eric Idle, höfundur Spamalot, stillir sér upp fyrir framan Ijósmyndara eftir að söngleikurinn vann Tony verðlauninn. Spamalot fékk Tony verðlaunin 25 ár í Brúðubílnum Tony verðlaunin, bandarísku leiklistarverðlaunin, vom veitt síðastliðið sunnudagskvöld. Spamalot fékk þrenn Tony verðlaun, var valinn besti söngleikur ársins, leikstjórinn Mike Nichols hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn og aðalleikkonan Sara Ramirez var valinn besta leikkonan í söngleik. Söngleikurinn er byggður á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail. Leikritið Doubt, a Parable eftir John Patrick Shanley var valið besta leikritið en það fiallar um mál þar sem gmnur leikur á kynferðislegri misnotkun á bömum í rómversk kaþólskum skóla. Leikritið hlaut þrenn önnur verðlaun, fyrir leikstjóm Doug Hughes og frammistöðu aðalleikkonunnar Cherry Jones og aukaleikkonunnar Adriane Lenox. Eftir verðlaunaveitinguna sendi Lenox fjölskyldu sinni þessi skilaboð: “Ég er hætt að vaska upp.” Rómantísku söngleikurinn The Light in the Piazza fékk flest verðlaun á hátíðinni eða sex alls og meðal vinningshafa var aðalleikonan Victoria Clark. Bill Irwin fékk verðlaun fyrir besta karlleik sem prófessorinn í Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Helga Steffensen fagnar í ár 25 ára starfsafmæli sínu í Brúðubílnum. í tilefni þess verður afmælisveisla í brúðuleikhúsinu í allt sumar og sýnd verða leikrit sem hafa verið á dag- skrá leikhússins ffá fyrstu tíð, eins og Refurinn og ungarnir, Ljónið og músin og Tröllið undir brúnni. „Það var Jón E. Guðmundsson brúðuleikhúsmaður sem stoínaði brúðuleikhúsið og rak það í þijú ár en sagði þá við mig að ég skyldi taka við. Það gerði ég svo hressilega að ég er enn að,“ segir Helga. „Það er mjög ánægjulegt að vera í svona starfi, það er stórkostlegt að vinna með börnum. Þau eru heil- steypt, heiðarleg og skemmtileg," segir Helga. „Ef þeim þætti ekki gam- an þá myndu þau segja það og fara. Ég reyni að blása þeim í bijóst gleði, hamingju og kærleika." Sýningar hjá Brúðubílnum eru í júní og júlí og fyrsta sýning sumars- ins er í Árbæjarsafni miðvikudaginn 8. júní klukkan 14. Sýnt er á gæslu- völlum og útivistarsvæðum - tvær sýningar á dag hvemig sem viðrar. „í ágúst og september er svo venjan að fara út á land,“ segir Helga. „I fyrra fórum við um Austfirðina og Norður- landið en fyrstu leikhúsferðir bama úti á landi eru oft einmitt í Brúðubíl- inn.“ Kalaharí vélritunarskólinn Hjá Máli og menningu er komin út í kilju Kalaharí vélritunarskólinn fyrir karlmenn eftir Alexander McCall Smith í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. í þessari fjórðu bóku um Kvenspæjarastofu númer eitt í Botsvana í Afríku heldur hin ómótstæðilega Precious Ramotswe áfram að glíma við snúin mál í einkalífi og starfi. Ramotswe og Makutsi, aðstoðarkona hennar, bregður við þegar ný spæjarastofa er stofnuð í þorpinu, af karlmanni, en eftir að hafa hitt hann fær Ramotswe ákveðnar efasemdir um að honum sé treystandi. Aðalmálið sem Ramotswe glímir við hér snýst um verkfræðing nokkurn. Samviskan hefur plagað hann til margra ára, vegna lygi, svika og þjófnaðar sem hann greip til sem ungur maður, til að hlífa eigin skinni. Nú vill hann fá hjálp Ramotswe við að finna það saklausa fólk sem varð fyrir barðinu á honum, svo hann geti bætt fyrir syndir sínar. Bækur Alexanders McCall Smith um Kvenspæjarastofu númer eitt hafa farið sigurfór um heiminn á undanförnum árum. Áður hafa komið út á íslensku í þessum flokki Kvenspæjarastofa númer eitt, Tár gíraffans og Siðprýði fallegra stúlkna. Afmælisveisla verður í brúðuleikhúsinu í allt sumar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.