blaðið - 09.08.2005, Page 2

blaðið - 09.08.2005, Page 2
2 I IWNLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaAÍÖ íslenskirfjárfestar í útrás til Spánar Byggja fyrir tæpa tíu milljarða mun lækka Hópur íslenskra fjárfesta, með þá Björgólf Thor Björgólfsson og Ró- bert Wessmann í fararbroddi, hafa tekið stefnuna á Spán þar sem þeir hyggjast byggja upp íbúðahverfi fyr- ir vel stæða Evrópubúa. Samkvæmt tilkynningu frá hópnum í gær er um að ræða uppbyggingu á um tveimur milljónum fermetra lands, þar sem stefnt er að því að reisa hágæðahót- el auk 2.500 íbúða og íbúðahúsa. Uppbyggingin fer fram á Murcia svæðinu á suð-austur Spáni. Auk áðurnefndra aðila kom Burðarás með hlutafé í félagið en fslands- banki, Straumur Fjárfestingabanki og Landsbankinn lána fé til verkefn- isins. Ætlunin er að byggja hverfi fyrir vel stæða Evrópubúa sem vilja eiga annað heimili á veðursælum stað. Auk hótela og íbúðahúsnæðis er stefnt á að byggja upp golfvelli, úti- vistarsvæði sem og aðra íþrótta- og afþreyingaaðstöðu. Tvö ár tekur að hanna og teikna mannvirki Samkvæmt tilkynningu frá hópn- um segir að Murcia þyki einstaklega fallegur staður sem sameinar grón- ar fjallshlíðar og fallegar strendur en þar í nágrenni er hinn vinsæli ferðamannastaður La Manga. Þar segir ennfremur að verkefnið sé eitt hið metnaðarfyllsta sem ráðist hef- ur verið í á Spáni fram að þessu og er áætlað að uppbyggingin muni kosta 9,5 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að um tvö ár taki að hanna og teikna mannvirki staðarins en óljóst er hversu hratt hægt verður að byggja á svæðinu. ■ fslendingar ætla nú að að byggja um 2.500 íbúðir og fbúðarhús á Spáni. Ný rannsókn: Handfrjáls búnaður engin slysavörn Niðurstöður nýrrar ástralskrar könn- unar gefa til kynna að ökumenn sem tala í farsíma meðan þeir aka bíl eru fjórfalt líklegri til að lenda í um- ferðarslysum en þeir sem ekki tala í símann á ferð. Slíkt kemur varla á óvart því lengi hefur verið brýnt fyr- ir ökumönnum að láta símana vera meðan þeir eru á ferð. Það sem kem- ur hinsvegar á óvart í niðurstöðu könnunarinnar er að engu máli virðist skipta hvort talað er í símann á „hefðbundinn" hátt eða hvort hand- frjáls búnaður er notaður. Ný áströlsk rannsókn bendir til að handfrjáls búnaður auki ekki öryggi í umferðinni. urskoða lögin. Samtalið dreifir athygli ökumanns Rannsóknin sem um ræðir var gerð af fræðimönnum við Háskóla Vest- ur-Astralíu og rannsökuðu þeir far- símareikninga um 500 ökumanna sem lentu í umferðarslysum til að kanna hvort þeir hefðu verið að tala í síma þegar slysið átti sér stað. Nið- urstöður sambærilegra rannsókna annars staðar í heiminum, meðal annars í Svíþjóð, benda í sömu átt, þ.e. að það sé sjálft samtalið sem veldur því að ökumaður er ekki með hugann við akstur og að handfrjáls búnaður hafi því lítið að segja. Hér á landi er óheimilt að tala í síma við akstur nema slíkur búnaður sé not- aður og í framhaldi af áðurnefndum niðurstöðum hljóta spurningar að vakna um hvort ástæða sé til að end- Niðurstöður sem koma á óvart Einar Magnús Magnússon, upplýs- ingafulltrúi Umferðarstofu, segir að svo sé ekki enda hljóti það til dæm- is að hafa einhver áhrif á getu öku- manna hvort þeir noti eina eða tvær hendur við aksturinn. Hann bendir á að sama eigi við ef menn eru til að mynda að borða rækjusamloku með- an þeir keyra. Málið er hinsvegar flóknara og snýr að því að athygli ökumanna sé dreift. „Það að menn eru að tala í síma hefur áhrif til verri vegar á einbeit- ingu ökumanns og því leggjum við áherslu á að fólk tali ekki í síma meðan ekið er, hvort sem notaður er handfrjáls búnaður eða ekki“, segir Einar. ■ Hagnaður Ogfjarskipta 321 milljón áfyrri helmingi árs. Umfram áætlanir Framtíð Reykjavíkurlista: Ofmælt að hún ráðist í dag I gær hittust fulltrúar Samfylkingar okkar hön!rl í borgarstjórn, stjórn fulltrúaráðs flokksins og fulltrúar í viðræðu- nefnd um Reykjavíkurlista. „Við fórum bara yfir stöðuna eins og hún er“, segir Stefán Jón Hafstein borg- arfulltrúi. Stefán Jón vildi þó ekki segja hver staðan væri. „Það var sam- þykkt að mál okkar haldast hjá við- ræðunefndinni. Ég ætla að virða það að hún hafi farið með þessi mál fyrir raun var þetta yfirferð- arfundur þar sem við vorum að fara yfir stöðuna okkar á milli, taka sam- an það sem gerst hefur meðan fólk var í sumarfríum." I kvöldfréttum útvarps í gær var því haldið fram að flest bendi til þess að framtíð R-list- ans ráðist á fundi viðræðunefnda R- listaflokkanna þriggja sem haldinn verður í dag. Stefán Jón þvertekur fyrir það og segir það ofmælt. ■ Þekkt hótel selt Nýir eigendur að Óðinsvéum Bjarni Arnason og Þóra Bjarnadóttir hafa selt fjögurra stjörnu hótelið Óð- insvé og rekstur þess til einkahluta- félagsins Þórstorgs ehf. sem rekur íbúðahótelið Lúna við Spítalastig. Þórstorg er i eigu hjónanna Lindu Jó- hannsdóttur og Ellerts Finnbogason- ar, félags í eigu Birgis Sigfússonar, Jóhanns Gunnarssonar og fjárfest- ingafélagsins Gamma ehf.. I kjölfar kaupanna mun Ellert taka við starfi hótelstjóra. Bjarni Árnason mun verða nýju eigendum innan handar næstu mánuði en Þórstorg hefur þeg- ar tekið við rekstrinum. Ekki fékkst gefið upp hvert kaupverðið var. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á þessu 43 herbergja hóteli við Óðinstorg undanfarin misseri en auk þess að vera hótel er þar einnig smurbrauðsstofa rekin sem og veitingahús Sigga Hall. Veitinga- húsið mun verða starfrækt áfram í óbreyttri mynd. H Greiningardeild Islandsbanka býst við því að gengi krónunnar muni gefa eftir á næstu dögum og vikum. Ástæður þessa eru að gengið hefur hækkað mikið síðustu mánuði en að gengis- hækkun síðustu vikna megi að stórum hluta rekja til væntinga fjárfesta um innflæði gjaldeyr- is í tengslum við sölu Símans. Fréttir þess efnis að ríkið hyggist nýta þann hluta greiðsl- unnar sem innt er af hendi í erlendu fé til að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs gera það að verkum að gengi krónunnar muni lækka nokkuð. Búið að veiða 93 hreindýr Flestir hreindýraveiðimenn höfðu ekki erindi sem erfiði síðastliðinn sunnudag en þá veiddist aðeins ein kú á öllum veiðisvæðum. Veður var mjög leiðinlegt þennan dag og héldu margir veiðimenn sig heima af þeim ástæðum. I gær var búið að veiða sam- tals 93 hreindýr, 74 tarfa og 19 kýr. Eins og kunnugt er voru veiðar á hreindýrum leyfðar nokkru fyrr í ár en fyrri ár, eða 15. júlí. Veiðar fyrstu 15 dagana var með þeim takmörkunum að einungis mátti veiða tarfa en veiðar á kúm hófust ekki fyrr en um mánaðarmótin júlí/ ágúst, eða fyrir átta dögum. Haga ferðum eftir veðri Á heimasíðu hreindýraráðs um hádegi í gær sagði um útlit dagsins. „Vonandi verður þetta betra í dag og dýrin hljóta að fara að sýna sig meira á Fljótsdalsheið- inni. Hreindýrin eru jú skepnur sem haga ferðum sínum mikið eftir veðrinu og telja menn að í dag séu þau á leið inn heiðina í sunnanáttinni. Leiðsögumenn og veiðimenn eru lagðir af stað á svæði 2 og svæði 3 þegar þetta er ritað". -segir forstjóri Og fjarskipti hf., sem er móðurfé- lag Óg Vodafone og 365 prent- og ljósvakamiðla, skilaði 321 milljón króna hagnaði á fyrstu sex mánuð- um ársins en uppgjör félagsins var birt í gær. Þetta er töluvert hærra en í fyrra þegar hagnaður var 222 millj- ónir króna. Sala félagsins jókst gríð- arlega á milli ára - eða um rúma 3,2 milljarða króna - og munar þá helst því að 365 miðlarnir eru teknir með í reikninginn en slíkt var ekki gert í fyrra. Að auki jókst seld þjónusta farsíma um tæp 30% sem skiluðu rúmum 100 milljónum til félagsins. Hagnaðurinn er þó nokkuð lægri en greiningardeild KB banka gerði ráð fyrir en spá bankans var upp á rúmar 500 milljónir. Þó námu heildartekjur félagsins rétt rúmum 7 milljörðum króna á tímabilinu og er það um 200 milljónum betra en greiningardeildin hafði gert ráð fyrir í afkomuspá sinni. Stokkað var upp í skuldum Og fjarskipta á milli ára og eru langtímaskuldir þess nú rúmir 9 milljarðar króna. I tilkynningu frá félaginu er m.a. haft eftir Eiríki S. Jóhannessyni, for- stjóra Og fjarskipta, að mikill hraði og þróun hafi einkennt rekstur fé- lagsins fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tíma hafi samstæðan staðist áætlanir og vel það. Sérlega ánægju- legt sé að um 49% tekjuaukning hafi orðið hjá prentmiðlunum. Fjárfestingar fyrir hálfan milljarð Félagið hefur lýst því yfir að markmið þess séu að hasla sér völl í fjárfestingum á sviði fjölmiðlunar, afþreyingar og fjarskipta. Ennfrem- ur sé stefnt að því að leiða útrás ís- lenskra fjarskipta- og fjölmiðlafyr- irtækja á erlendum vettvangi. Til þess að marka sviðið var í byrjun júlí gengið frá kaupum á 68% hlut í fjarskiptafélaginu P/f Kall í Færeyj- um fyrir um 440 milljónir króna. Þá tóku 365 Ijósvakamiðlar yfir Saga Film fyrir um 125 milljónir króna í lokjúlí. ■ 0Hel»sklrt 0 Léttskýjað ^ Skýjað 0 Alskýjað // Rlgning, litllsháttar í'//, Rignlng Súld Snjúkoma ýj siydda ^ Snjóél ^-7 Skúr Amsterdam 17 Barcelona 29 Berlín 13 Chicago 22 Frankfurt 18 Hamborg 16 Helsinki 24 Kaupmannahöfn 19 London 21 Madríd 32 Mallorka 30 Montreal 23 New York 25 Orlando 25 Osló 15 París 21 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 13 Vín 21 Algarve 24 Dublin 17 Glasgow 19 13°/// 40 ■iA o Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 9020600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu ísfands '// 11° A morgun // / \Y'//

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.