blaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 16
16 I VEIÐI ÞEIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaöið Veiðitoppurinn: Eystri Rangá á bullandi á skriði Veiðin gengur ágætlega þessa dagana, vatnið hefur aukist í laxveiðiánum og laxinn er farinn að taka agnið betur hjá veiði- mönnum. En fiskurinn hefur tekið mjög tæpt og einn veiðimaður sem var í laxveiðiá fyrir vestan setti í sjö laxa og missti sex þeirra. Staðan á veiðitoppnum núna er sú að Þverá í Borgarfirði heldur ennþá toppsætinu með 2750 laxa en síðan kemur Norðurá í Borgarfirði með 2450 laxa. Eystri-Rangá sækir þó hart á þær báðar því fyrir tveimur dögum veiddust yfir 100 laxar á einum degi í henni. 2350 laxar hafa veiðst í Eystri-Rangá, síðan kemur Blanda með 1250 laxa. „Ég var með erlenda veiðimenn þarna fyrir nokkrum dögum og við veiddum vel af laxi sagði Vignir Björnsson á Blönduósi sem var við veiðar í Blöndu. Næst kemur síðan Ytri-Rangá með 1050 laxa og síðan koma, Langá á Mýrum, Selá, Haffjarðará og Grímsá. „Við vorum að koma úr Fáskrúð í Dölum og fengum 5 laxa, það var ekki mikið af fiski í henni, ekkert af nýjum laxi“, sagði Rögnvaldur Guð- mundsson sem var á veiðislóðum í Dölnum. Fyrstu laxarnir eru komnir á land i Þórisstaðavatni i Svínadal en veiði- maður sem var þar fyrir skömmu veiddi tvo laxa. Eitthvað meira hef- urséstþaraflaxistökkva. ■ OPIÐ i SUMAR: laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19 Neyðarsimi allan sólarhringinn 844 7000 Síðumúla 11 • 108 Reykjavík www.utivistogveidi.is Stöngin á 3000 i Gufuá Torben Hallengen með fallegan lax úr Norðurá í Borgarfirði. Gufuá í Borgarfirði er ekki stærsta laxveiðiá landsins en veiðmenn hafa lent í góðri veiði neðarlega í henni í gegnum árin. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hef- ur tekið ána á leigu og rennur blint í hana með veiðina á svæðinu. Fyrir nokkrum dögum veiddu veiðimenn nokkra laxa neðarlega í henni eftir að rigna tók en þessa dag- ana er að rigna meira en vanalega. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er að bjóða stöngina á 3000 krónur fyrir daginn í Gufuá og vill að veiði- menn renni þar fyrir fiska, allavega reyni það. Síðustu helgi reyndu veiðimenn fyrir sér i ánni og héldu á brott með þrjá laxa eftir að vatn tók að vaxa á svæðinu. Fengust laxarnir langt fyr- ir ofan þjóðveg. Vatnasvæði Lýsu hefur gefið fína veiði síðustu daga og að sögn veiði- varðar er bleikjan stærri á svæðinu en oft áður. Um 80 laxar hafa veiðst og veiðimaður sem var þarna fyrir skömmu veiddi 4 laxa og töluvert af silungi. Staðará á Snæfellsnesi hefur verið að gefa helling af sjóbirtingi neðar- lega í ánni. ■ Eitt kort 20 vatnasvæði Vi0 reykjum fiskinn fyrir big ;,. •, <£ _ ir.- 110 - REYKOFNINN HF. Skemmuvegur 14 • 200 Kópavogur Fax 587 2134 • Sími 557 2122

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.