blaðið - 09.08.2005, Side 12

blaðið - 09.08.2005, Side 12
12 I VIÐTAL ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 I blaðið Leitin að réttrí niðurstöðu ,Ég var byrjaður á bókinni áður en ég sá íram á að verða hæstaréttardómari. Eft- ir að ég tók við starfinu hafði ég svo betri möguleika en áður til að fjalla um ýmis- legt sem snertir starfsemi Hæstaréttar og það styrkir vonandi bókina”, segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- dómari sem hefur sent fiá sér bókina Um málskot í einkamálum. „Bókin er fyrir alla sem vilja kynna sér Hæstarétt og starfsemi hans en fyrst og fremst fyrir lögffæðinga, málflytjendur og laganema”, segir Jón Steinar. „I henni er farið yfir réttarfarsreglurnar um mál- skot og skoðaðir dómar þar sem leyst hefur verið úr áhtaefnum. Bókin þjónar ekki síst þeim tilgangi að vera leiðarvísir og hjálpartæki fyrir þá sem reka mál fyr- ir réttinum. Fyrir þá skiptir máh að nota tímann vel og gera hlutina rétt.” Hversugagnrýninn ertu íbókinni? ,Bókin fjallar um lagareglumar og beit- ingu þeirra. Ef ég td ósamræmi birtast í dómsúrlausnum á einhverju sviði eða að dómsúrlausn fái ekki staðist segi ég skoðunmína.“ Lagareglur á lífið sjálft Maður heyrir oft á venjulegufólki að það sé hissa á að lögfræðingar skuli ekki vera sammála í einstökum málum? „Ég hef stundum orðið var við sjónar- mið af þessu tagi, að fóUd finnist að það þurfi ekki að deUa um niðurstöður þvi þær Jiljóti að fdast í lagatextum. Þetta er ekki svona einfalt. Lagareglur em almennar reglur sem eiga að gilda um þau tilvik sem upp geta komið. Svo gerist eitthvað og þann atburð þarf að heimfæra undir lagareglu. AtvUdn geta verið með þeim hætti sem enginn hafði í huga þegar lagareglan var sett Þá geta off risið mjög erfið áhtamáL Það má segja að meginviðfangsefhi lögfræðinn- ar sé einmitt að leysa úr álitaefnum um það hvemig eigi að bdta lagareglunum á lífið sjálft. Þetta er ekld eins einfalt og fólkhddur. Það má einnig vdta fyrir sér mismun- andi skoðunum um JUutverk dómstól- anna. Ég er þeirrar skoðunar að hlutverk dómstólanna sé að dæma eftir settum lögum og öðrum lagareglum. Sumir lög- fræðingar eru ósammála mér um þetta og telja að dómstólum sé heimUt að setja nýjar reglur og jafnvel breyta þeim sem fyrir em. Það td ég ekki standast Við höfum lýðræðislega kjörið þjóðþing og hlutverk þess er að setja reglur. Sumir segja að það kunni að vera fleiri en ein rétt niðurstaða í tílteknu áhtamáh. Ég er ósammála því. Við hljótum alltaf að nálgast lögfræðUeg úrlausnarefni með því hugarfari að leita að hinni einu réttu niðurstöðu þótt okkur kunni að greina á um það hver hún er, jafhvel eftir að hafa þrautskoðað máhð.” Refsingar og samræmi Finnstþér ríkja ofmikil refsigleði íþjóð- félaginu? „Eg er eldd refsingaglaður maður en það er óhjálcvæmUegt að mönnum sé refsað fyrir brot á hegningariögum. Sam- ræmi þarf að vera í refsingum milh ein- stakra flokka af afbrotum. Þegar maður tekur við dómarastarfi má vera að hann hafi aðrar skoðanir á því hvemig eigi að ákvarða refcingar fyrir ákveðna brota- flokka en gert hefur verið. Það er hins vegar augljósum vandkvæðum bundið fyrir hann að taka að beita þessum skoð- unum vegna þess að það er þýðingarmik- ið að menn hljóti sambærilegar refeingar fyrir sambærUeg brot Það gengur ekki að einn fái vægari dóm en annar bara eft- ir því hvaða dómari það er sem dæmir f máh hans. Þama verður að ríkja sam- ræmi. Svo ég snúi talinu að lögunum eins og ég vU sjá þau, en ekki eins og þau eru, þá tel ég að stundum séu refeingar fyrir lík- amsmeiðingar og ofbddisbrot jafrivd of vægar meðan refeingar á öðrum sviðum, eins og í fíkniefhamáium, em of þungar. í ffknefnabrotum em menn að eiga við- skipti, þar sem sdjandinn sdur og kaup- andinn kaupir og báðir vUja eiga viðskipt- in. Þótt þetta sé gert refeivert í lögum sjá „Fólk á oft erfitt með aðgreina þær meginreglur laga sem við verðum að hafa í heiðri og tilfinningasemina sem brýst út hjá þvi f einstökum málum. Enginn lögfræðingur getur leyft sér að blanda þessu saman." allir að þessi brot em allt annars eðlis en þegar einn maður tekur sér vald yfir öðr- um manni, gengur f skrokk á honum og limlestir hann jafhvd. En meðan þjóð- fdagið hefur ákveðið að fikniefnabrot séu refeiverð þá ber að refea fýrir þau. I lögunum er hins vegar nauðsynlegt að gæta samræmis við refeingar í öðrum floklcum afbrota. Ef refeingar fýrir fikn- efhabrot em mjög þungar nálgast þær refeingar fyrir alvarieg ofbeldisbrot. Ef refeiramminn fyrir morð er sextán ár en tólf ár fýrir fíkniefhabrot þá gæti svo farið að menn sem horfast í augu við að talca út refeingu fyrir alvarieg fíknieftia- brot grípi tíl örþrifaráða til að sleppa því fjögur ár er kannski ekki svo mikU við- bót fyrir þá hvað refsingu varðar. Þegar menn setja lög verða þeir að hafa slík atriðiihuga.” Þegar þú varðst hæstaréttardómari var þér kippt út úr þjóðfélagsumræðunni og margir sakna þín því þú varst óhræddur oghafðirsjálfstæðarskoðanir.Saknarþú þess ekki að hafa ekki fullt málfrelsi leng- ur.efégmá orða það þannig? „Ég tók ákvörðun um að sækja um þetta embætti og vissi allan tímann að það myndi þýða að ég gæti ekki tjáð mig í sama madi og áður um þjóðfdagsmál. Ég er svo einfaldur maður að ég á auðvdt með að lifa með þessu. Þetta nýja starf hefur mikla kosti sem fdast í því að ég hef nú meira næði en áður til að fást við viðfangsefnin á sviðum lögfræðinnar. Það er meiri ró yfir þessu starfr og friður. Maður fer ofan í saumana á málunum og finnur mjög til ábyrgðarinnar sem því fyigir að skera úr um þýðingarmik- U málefhi fóllcs. Aldrei má slá slöku við. Það er ekkert mál svo ómericUegt að það krefjist ekki fullrar athygh. Ég finn til þessarar ábyrgðar og vU uppfyUa væntingar og standa mig f starfi. Þetta er gjöfult fyrir mig persónulega og ég fæ persónulega ekki minna út úr því að vinna þessi lögfræðistörf hddur en þau sem ég vann áður þar sem í minn hlut kom stundum að slást á opinberum vett- vangi um knýjandi álitaefni af vettvangi lögfræðinnar." Meginreglur og tilfinningasemi Það sem þú sagðir og skrifaðir vakti gríðarleg viðbrögð, stundum haturs- full. Var það ekkert erfitt? „Ég hef alltaf haft ákveðna tilhneig- ingu til að segja skoðun mína og færa rök fyrir henni. Viðbrögðin verða gjarnan sterkust þegar það sem sagt er skiptir máli. Það mál sem ég fjallaði um opinberlega og var hvað erfiðast var kynferðisbrota- mál þar sem ég hafði verið verjandi manns sem var sýknaður f Hæsta- rétti en á var ráðist á opinberum vettvangi, þrátt fyrir sýknudóminn. Ég gat ekki horft á það þegjandi og tók til varna. Kannski bara til varn- ar þeirri meginreglu að menn skuli teljast saklausir þar til sekt þeirra sannast. Þessar umræður kölluðu fram tilfinningaþrungin viðbrögð. Fólk á oft erfitt með að aðgreina þær meginreglur laga sem við verðum að hafa í heiðri og tilfinningasem- ina sem brýst út hjá því í einstökum málum. Enginn lögfræðingur getur leyft sér að blanda þessu saman. Ég benti á þetta og vissi að ég myndi kalla fram tilfinningaþrungin við- brögð. Sannarlega gekk það eftir. Það var ekkert auðvelt en nauðsyn- legt. I viðkvæmum málum þar sem sönnunarbyrði er erfið, eins og í kynferðisafbrotamálum, hafa jafn- vel komið fram kröfur um að dæma menn þrátt fyrir að sekt þeirra sé ekki sönnuð. Þetta megum við aldrei gera. Tilfinningar mega ekki verða til þess að menn hafni mikil- vægum mannréttindarreglum." Erþað þá eitt afgrundvallaratriðum í lög- fræði að hugsa ekki aftilfmningasemi? „Lögfræðingar tala um að þeir tileinki sér „juridiskan“ þankagang sem er há- tíðlegt orðalag á einhverju sem þeir tdja sér til tekna. Þá má spyrja hvaða þanka- gangur það sé? Ég vil meina að það sé að hugsa bara um eitt í einu. 1 þessu felst sá kjarni að láta ekki atriði, sem ekki skipta máh fyrir það afrnaricaða áhtaefni sem úr þarf að leysa, hafa áhrif á úríausnina. Ég skal taka dæmi um þetta. Hugsum okkur sakamál þar sem deilt er um hvort sannað sé að sakborningur hafi drýgt brotið. Dómaramir eru í vafa um sektina. Þá eigaþeir eftir meginreglunni að sýlcna manninn en þeir mega eklci sakfella og draga svo úr refsingunni af því þeir bafa vonda samvisku af því að hafa sakfellt. Ef dómari sakfellir mann verður hann að miða refsinguna við að maðurinn hafi ffamið brotið. Hann má ekki veita afelátt af henni vegna þess að hann tdur að glæpurinn hafi ekki verið fullsannaður. Stundum hdd ég að þetta hafi verið reyndin í íslenskum dómsmál- um. kolbrun@vbl.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.