blaðið - 09.08.2005, Side 14

blaðið - 09.08.2005, Side 14
blaði Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. ENGUM TIL FRAMDRATTAR æðingaorlofslögin frá árinu 2000 voru mikil bót í málefnum fjölskyldunnar. Þau tryggja börnum aukna umgengi við foreldra sína fyrstu mánuði lífs síns, mánuði sem skipta öllu máli fyrir tengslamyndun ungbarna. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að sú tengslamyndun markar framtíðarheill einstaklingsins og skiptir því gríðarmiklu fyrir bæði hann og samfélagið. Það er börnum ákaflega mikilvægt að vera í samvistum við foreldra sína, þá sem mesta umhyggju hafa að bera. Það er ekki einungis barninu, einstaklingnum mikilvægt heldur einnig samfélaginu öllu. Þau börn sem njóta umhyggu og leiðsagnar foreldra sinna, njóta góðra uppeldisskilyrða, munu að sjálfsögðu eiga aukin og betri tækifæri til að lifa góðu lífi og leggja til síns samfélags. Lögin voru því mikið framfaraskref sem mikilvægt var að taka ekki síst vegna aukins hraða í markaðsvæddu samfélagi. Reyndin hefur einnig sýnt að vinnuvika íslendinga hefur á undanförnum árum verið að aukast á sama tíma og dagvistun íslenskra barna eykst hröðum skrefum. Margir hafa skoðað Iögin sem réttarbót í málefnum feðra en í reynd snýr réttarbótin að börnum. Með fæðingaorlofslögunum stóðu einnig vonir til þess að jafna mætti launamun kynjanna enda mátti ætla að lögin jöfnuðu ábyrgð kynjanna á uppeldi barna sinna og þar með myndu þau jafna aðgengi kynjanna að vinnumarkaði. Það hefur þó ekki gengið eftir og hafa ýmsir bent á að slíkur jöfnuður muni ekki nást á meðan viðhorf atvinnurekenda breytast ekki í takt við aðra þróun í samfélaginu. Þar er ekki við ríkisvaldið að sakast því hað hefur gengið á undan með góðu fordæmi. Málefni framkvæmdastjóra KEA og samskipta hans við stjórn fyrirtækisins vegna ætlunar um töku fæðingaorlofs eru skýrt og klárt dæmi um slíka hugsun. Hugsun sem á með engum hætti við í fyrirtækjarekstri i nútímanum. Þau viðhorf sem stjórnarformaður fyrirtækisins hefur viðrað í fjölmiðlum undanfarna daga eru líkt og tal fortíðardrauga sem ekki fylgja breyttum tíðaranda og hljóta því að daga uppi. Slík viðhorf geta ekki verið nokkru fyrirtæki til framdráttar. Ábyrgð atvinnurekenda er mikil í þessum efnum. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Drelfing: Islandspóstur. FRJ/ ÍLST hla< Mft— 14 I ÁLZT ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaöiö Hvalveiðunum kennt um að ósekju í frétt á vef Ríkisút- varpsins í síðustu viku var haft eftir Ásbirni Björgvins- syni, formanni ferðasamtaka á Norðurlandi eystra og formanni Hvala- Hjörtur J.Guð- mundsson P » . , sagnfræðinemi skoðunarsamtaka ............... íslands, að hval- veiðar Islendinga hefðu skaðað ferða- þjónustuna á Norðurlandi í sumar og að ferðamönnum í hvalaskoðun hefði fækkað á milli ára. Athyglis- vert var að þessu fylgdi alls enginn rökstuðningur. Ennfremur sagði Ásbjörn i fréttinni að flest ferðaþjón- ustufyrirtæki á Norðurlandi hafi fundið fyrir einhverjum samdrætti á þessu sumri, sérstaklega í „lausa- traffík“ sem um megi kenna rysj- óttri tíð fyrri hluta sumars. Nú? Var ekki samdrátturinn hvalveiðunum að kenna rétt áðan? Ásbjörn sagði síðan að nú væri hins vegar farið að rætast úr veðri og reynslan væri sú að seinni hluti sumars og haust væri góður tími fyr- ir ferðaþjónustuna og að fólk innan hennar væri bjartsýnt og sæi ýmis sóknarfæri. Nú er það auðvitað af- skaplega gott að það ríki bjartsýni í ferðaþjónustunni og þó það hafi orð- ið einhver samdráttur á þessu ári er alveg út í hött að kenna hvalveiðun- um um það, sérstaklega þegar því fylgir ekki einu sinni tilraun til rök- stuðnings. Ferðamannastraumur- inn til Islands hefur aukist stórlega á undanförnum árum og þá ekki síst eftir að við hófum hvalveiðar í ágúst 2003. Ekkert bendir til þess að veiðarnar hafi haft þar neikvæð áhrif á. Og fyrst þær hafa ekki skað- að ferðaþjónustuna til þessa, og þar með talin hvalaskoðunarfyrirtækin, hvers vegna í ósköpunum ætti slíkt þá að gerast fyrst núna? I Fréttablaðinu 10. júlí á síðasta ári viðurkenndi Guðmundur Gestsson, varaformaður Hvalaskoðunarsam- takanna, einmitt að hvalveiðarnar hefðu ekki skaðað hvalaskoðunar- iðnaðinn hér á landi þvert á fyrri hrakspár hans og fleiri. Og hvað hefur breyst síðan? Jú, íslenska krón- an hefur styrkst mjög mikið og því væri nær að leita skýringa í þeirri þróun ef samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustunni hér á landi (eitt- hvað sem Samtök ferðaþjónustunn- ar kvörtuðu einmitt undan fyrr á þessu ári) í stað þess að hengja bak- ara fyrir smið og kenna hvalveiðun- um um. www.sus.is Búið að slátra bestu mjólkurkúnni Það hafa aldrei þótt búhyggindi að slátra bestu mjólkurkúnni. En nú hefur ríkið gert það. Ríkið hefur losað sig við besta ríkisfyrirtækið, Sí- mann. Þetta fyrir- tæki hefur skilað 2- 3 milljörðum í hreinan hagnað á ári mörg undanfarin ár. Það má segja, að þetta vel rekna ríkisfyrirtæki hafi malað gull fyrir ríkið. Fyrir 4 árum átti að selja fyrirtækið einkaaðilum. En þá klúðraðist salan og hætt var við hana í það skiptið.Síðan hefur fyrirtækið hækkað um 27 milljarða að verðmæti til. Það seldist nú á 67 milljarða króna. Ríkið hefur því stór- grætt á því að hætt skyldi við söluna fyrir 4 árum.Ríkið hefur bæði fengið árlegan hagnað fyrirtækisins sl. 4 ár og verðmætisauka fyrirtækisins. Á þessu ári hefur ríkið fengið greidda 6-7 milljarða í arð af Símanum. Ríkið hefur grætt í kring- um 40 milljarða Ríkið hefur grætt í kringum 40 milljarða á Símanum sl. 4 ár ef verð- mætisauki fyrirtækisins er talinn með. Óskiljanlegt er hvers vegna ríkinu var svona mikið í mun að losa sig við þessa gullkvörn. Einka- aðilarnir sem fengu Símann verða ekki lengi að græða fyrir kaupverð- inu sem þeir greiða fyrir fyrirtækið. I því efni munu þeir einskis svífast. Þeir munu hækka símgjöldin ef þeir telja það nauðsynlegt til þess að auka gróðann og fá næga peninga fyrir kaupverðinu á skömmum tíma. Sím- inn er svo mikið öflugra fyrirtæki en Og Vodafone að það síðarnefnda mun ekki stöðva hækkanir þó sam- keppni sé nokkur. Bakkavararbræður keyptu Fjárfestingarfélagið Exista ásamt KB banka og nokkrum lífeyrissjóð- um keypti Símann.Félag þessara að- ila heitir Skipti. Það er sá aðili sem bauð í Símann og hefur nú eignast hann. Exista á 45% en KB banki 30%. Hlutur KB banka verður seldur al- menningi síðar. Exista er að mestu í eigu Bakkavararbræðra. Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, var til skamms tíma í stjórn Bakkavarar en Grandi lagði fé í Bakkavör á með- an Brynjólfur var forstjóri Granda. Það voru því náin tengsl á milli þeirra aðila sem fengu Símann og núverandi forstjóra fyrirtækisins. Gagnrýni á einkavæðingarferlið Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt ýmislegt i sambandi viðeinkavæðinguSímans.Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur látið það koma skýrt fram að hann er andvígur sölunni en einnig hefur hann gagnrýnt fram- kvæmd hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, hefur gagnrýnt framkvæmd sölu Símans á mjög málefnalegan hátt. Hún hefur m.a. sagt að vera Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Sím- ans, í stjórn Bakkavarar veki upp spurningar um það hvort þarna hafi verið um óeðlileg tengsl að ræða. For- stjóri Símans sagði sig úr stjórninni snemma á þessu ári vegna gagnrýni er kom fram á stjórnarsetu hans í Bakkavör. Spurningar formanns Samfylkingarinnar eru mjög eðlileg- ar.Ljóst er að forstjóri Símans hefur haft möguleika á því að láta eigend- ur Bakkavarar fá meiri upplýsingar en aðra um Símann og meiri upplýs- ingar en aðrir áttu kost á að fá.Slík- ar upplýsingar hafa getað hjálpað Bakkavör að meta raunverulegt verð Símans og hafa getað gert eig- endum Bakkavarar kleift að bjóða hærra verð en aðrir.Hér skal þó ekki fullyrt að forstjóri Símans hafi nýtt sér möguleika sína í þessu efni. Engin erlend tilboð Þá hefur Ingibjörg Sólrún einnig vakið athygli á því að engin erlend tilboð bárust í Símann enda þótt er- lendir aðilar létu um tíma mikinn áhuga í Ijós á Símanum. Sú spurning hlýtur að vakna hvort erlendir fjár- festar og erlend simafyrirtæki hafi ekki treyst íslenskum stjórnvöldum. Hentistefna ríkisstjórnarinnar við einkavæðingu bankanna og Símans hefur spurst til útlanda. Reglur um einkavæðingu hafa verið hnoðað- ar til að vild af stjórnvöldum. Þær hafa stöðugt breyst og verið lagaðar að þörfum einkavina stjórnarflokk- anna. Erlendir fjárfestar geta ekki fjárfest hér í stórfyrirtækjum á með- an ástandið er þannig. Björgvin Guðmundsson Björgvin Guömundsson Tenerife Loksins fyrir Islendinga 7 www.sumarferdir.is 575 1515R-BÓKAÐU ALLAN SÓLARHRINGINN n' UrHAR alltaf A RÉTTU VERÐI

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.