blaðið - 09.08.2005, Side 20

blaðið - 09.08.2005, Side 20
20 I NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaóió Einn i brauði, takk! ísbúðir eru í blóma á sumrin, sérstak- lega þegar veðrið er gott. Þá er sígilt að fara með fjölskyldunni, makan- um, vinunum eða bara með sjálfum sér og frá sér góðan ís. Með árunum hefur ísmenningin blómstrað hér á landi og núna er ekki hægt að fara og fá sér ís án þess að að lenda í tölu- verðri klemmu með það hvernig is skal kaupa - í brauði, í dollu, bragða- ref, mjólkurhristing, ísrétt, með bragði, með dýfu, heitri eða kaldri sósu, með sælgæti og svona mætti lengi telja. Það er samt alltaf klassískt að fá sér bara einn í brauði. Einfalt og gott, engar málalengingar. Blaðið fór á stúfana í þessum hafsjó ísbúða sem er að finna á höfuðborgarsvæðinu og athugaði hvað ís í brauði kostar. Verð- ið reyndist mismunandi en tekið skal fram að ísarnir eru ólíkir og þetta er aðeins viðmiðunarverð án tillitis til stærðar hjá hverri ísbúð fyrir sig, gæða eða gerðar. (sbúðin Brynja á Akureyri - frægasta ísbúð norðan heiða. ísbúðin ís-inn ísbúð ísbúðin fsbúðin ísbúðin Álfheimum Smáralind Vesturbæjar Hjarðarhaga Stikkfrí Firði Lítill ís 150 190 130 120 200 150 Miðlungs 210 Ekkiíboði 200 160 230 Ekkiíboði Stórís 275 240 250 200 300 210 Lítillm/ dýfu 180 220 160 160 230 170 Grundvallarréttindi neytenda Öll erum við neytendur og á hverjum einasta degi stundum við einhverja neyslu. Þá er mikilvægt að við, sem ney tendur, vitum hver okkar réttur er. Neytandi hefur átta grundvallarrétt- indi þegar hann kaupir vöru og þjón- ustu. Hér er farið yfir þessi réttindi og tíundað hvað felst í hverju og einu. Rétturtilöryggis Felur í sér að vernda neytendur fyrir vörum eða þjónustu sem ekki er örugg. Framleiðendur hafa skyldum að gegna hvað varðar merkingar og skylda er að setja varúðarmerki á allar vörur eigi það við. Hættulegar vörur hafa verið bannaðar sé talið að þær stofni öryggi neytendaíhættu. Rétturtil upplýsinga Allar nauðsynlegar upplýsingar verða að vera aðgengilegar fyrir neytendur. Tryggja skal að neytendur geti borið saman ólík vörumerki með tilliti til þyngdar vörunnar svo dæmi sé tekið. Tryggja skal að öll símtöl séu örugg, að ekki sé hægt að nota símtöl gegn neyt- anda á einn eða annan hátt. Rétturtilaðvelja Neytandi skal hafaþann rétt að velja sér aðeins þær vörur sem hann þarf á að halda. Tryggja skal frjálsa samkeppni bæði varðandi sölu og framleiðslu vöru. Banna skal alla þá sölu sem ekki býður upp á skilarétt laupandans. Réttur til að hlustað sé á sjónarmið neytenda Neytendur eiga að geta tekið þátt í allri þeirri þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu sem hefur áhrif á þá. Tryggja skal að veikari neytendahóp- ar geti tryggt réttindi sín með því að veita þeim aðgang að lögfræðilegri og fjárhagslegri aðstoð. Rétturtil kvartana Hraðvirk og aðgengileg þjónusta skal vera til staðar fyrir neytendur hafi þeir yfir einhverju er varðar vör- ur eða þjónustu að kvarta. Tryggja skal að neytendur fái bætur ef þeir verða fyrir slysi vegna hættu eigin- leika vöru eða þjónustu. Vernda skal neytendur frá hótunum eða öðru sambærilegu leiti þeir réttar síns. Réttur til neytendafræðslu Neytendur eiga rétt á því að þeir geti fengið upplýsingar á aðgengileg- an hátt á skrifuðu máli. Neytendur verða að vera upplýstir um þeirra rétt og hvernig þeir geta náð hon- um fram. Neytendur verða einnig að vera meðvitaðir um skyldur sín- ar sem neytendur og tryggja skal grundvallar neytendafræðslu í skól- um. Réttur til viðunandi umhverfis Hver og einn hefur rétt á vernd gegn mengun. Nota skal því hluti og efni sem eru umhverfisvæn og krefjast þess að efni sem hættuleg eru um- hverfinu séu sérstaklega merkt með fullnægjandi merkingum og leið- beiningum um örugga notkun. Réttur tii að fá nauð- þurftum fullnægt Felur í sér vernd fyrir neytendur gegn siðlausum og ólöglegum að- gerðum, sérstaklega þegar um heilsu- farsmál er að ræða, matvæli, hús- næði, vatn, orku, fjárhagsmálefni og sparnað. Tryggja að allir neytendur hafi aðgang að hlutum sem varða brýnustu nauðsynjar þeirra. Heimildir og nánari upplýsingar: Vefur neytendasamtakanna, www. ns.is eru ódýrastir? Samanburður averði 95 oktana b, bensíns .s: Bensín hækkar enn og aftur - aldrei verið dýrara Mesta hækkun í langan tíma var í síðustu viku þegar eldsneyti hækk- aði að meðaltali um 2 krónur og 50 aura. Eldsneytisverð hefur þvi náð sögulegu hámarki þó að teknar séu með verðhækkanir á meðan á Persa- flóastríðinu stóð og i olíukreppunni. Orkan er ódýrust þar sem líter- inn kostar 110,1 krónu. Olís, Esso og Skeljungur eru með mismunandi verð eftir stöðvum en líterinn er dýrastur þar á nokkrum afgreiðslu- stöðvum á 111,6 krónur.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.