blaðið - 09.08.2005, Page 24

blaðið - 09.08.2005, Page 24
24 I MATUR ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaðið Kjúklingur grillaður á dós Kjúklingur hefur notið aukinna vinsælda á íslandi á síðustu ár- um og er hann nú matreiddur á fjölda heimila með ýmsum til- brigðum. Á heimili í Breiðholt- inu er kjúklingur eldaður með all sérkennilegum hætti undir heitinu, pilsnerkjúklingur. Guðrún Helga Jónsdóttir, söngkona, er mikil áhugamann- eskja um mat enda hefur hún lengi unnið við matreiðslu og framreiðslu. í dag starfar hún einnig við matvörur eða í ná- grenni við þær í starfsmanna- haldi ío-ix verlsananna. Allir hrifnir ,Ég frétti af þessari uppskrift frá frænku minni einni frá Akureyri en hún hafði séð þetta í sjónvarpinu. Mér fannst þetta svo bráðsniðugt að ég ákvað að prófa þetta og árangur- inn lét ekki á sér standa. Kjúklingur- inn er dásamlega meyr eftir svona matreiðslu svo ég hef gert þetta aft- ur og aftur“, segir Guðrún Helga. Hún segir að flestum finnist þetta sniðugt þó kjúklingurinn sé kjána- legur að sjá á grillinu. „Undantekn- ingalaust eru þó allir hrifnir þegar þeir hafa smakkað." Pilsnerkjúklingur matreiddur ,Best er að nota heilan kjúkling sem hefur verið kryddaður svona um klukkustund áður en hann er settur á grillið. Ég nota salt og pipar og Sea- son All kryddblöndu en fólk getur kryddað kjuklinginn eftir smekk“, segir Guðrún Helga. Reynslan hef- ur kennt henni að betra er að nota minni pilsnerdósir því þá er kjúk- lingurinn ekki eins valtur á grillinu en það þarf að hella aðeins af þeim áður en kjúklingnum er komið fyrir ofan á dósinni. Verði stærri pilsner- dósir fyrir valinu má ekki vera meiri vökvi í þeim en rúmlega hálf dós eða um tveir þriðju hlutar. „Þegar kjúklingurinn er kominn vel upp á dósinni og situr vel á henni er settur álpappír ofan á grillið og brett upp á kantana svo vökvinn leki ekki ofan í grillið því þá kveiknar í. Svo setur maður dósina með kjúklingnum á álpappírinn.Grillinn eru misjöfn en það er allt í lagi að hafa þetta á mikl- um hita, næstum á fullum hita allan tímann en þá er líka mikilvægt er að fylgjast með kjúklingnum." Svo er bara að loka grillinu og Guðrún Helga mælir með um klukkustund- ar suðu en hún segir að kjúklingur- inn fái dásamlega gullna húð við þessa aðferð. „Vökvinn fer að mestu úr dósinni og upp í kjúklinginn sem verður ákaflega meyr og góður. í raun kemur lítið pilsnerbragð af hon- um, það kemur bara skrýtin lykt en mikið kjúklingabragð." Kartöflubátar Guðrún Helga mælir með því að bera fram heimatilbúna kartöflu- báta með pilsnerkjúklingnum sem hún segir afar einfalt að útbúa. „Maður sker bara kartöflur í báta með hýði og öllu, veltir upp úr oliu, til dæmis hvítlauksolíu. Það er líka gott að setja svolítið balsamikedik út í olíuna. Svo eru þær kryddaðar eftir smekk og bakaðar í ofni við 200° C hita í 20 mínútur. Svo er bara að skera niður ferskt salat og mér finnst best að hafa kalda sósu með, til að mynda hvítlaukssósu." ■ ernak@vbl.is Órigan Origanum vulgare - Oregano Á léttari nótum Spínatsalat með parmesanosti Haltu þér i burtu frá mér, svín, enda lykt mín þér ekki að skapi." Eitt- hvað á þessa leið segir meir- anjurtin í ljóð- inu The loves OF THE PLANTS, eftir Erasmus Darwin og eiga þ e s s - ar ljóðlínur að vitna um lyktina af meirani og svín virðast forðast. Þarna á höfundurinn ef- laust ekki við meiran heldur vafalít- ið náskylda jurt, villt meiran sem er mun lyktarmeiri og þekkt fyrir að fæla frá sér svín, kýr og hesta. Villt meiran er reyndar betur þekkt undir nafninu órigan en oft virðist lítill sem enginn greinar- munur vera gerður á milli þessara tegunda og margar tegundir ætt- kvíslarinnar eru eða hafa verið nýtt- ar ýmist undir nafninu meiran eða órigan. Meiran og órigan tilheyra ættkvíslinni Origanum en hvaða jurt það var nákvæmlega sem Grikk- ir gáfu þetta tilkomumikla nafn, þar sem oros stendur fyrir fjall og gan- os fyrir gleði, er ómögulegt að segja til um. Origanum vulgare erþað semvið köllum „venjulegt“ órigan eða „villt meiran.“ Þetta er fjölær jurt af vara- blómaætt. Stönglarnir eru uppréttir og gjarnan purpuralitaðir. Blöðin eru sporbaugótt og græn að ofan, en lítið eitt purpurarauð að neðan. Blómin eru lítil, purpurarauð, bleik eða hvít og dekkri ef þau eru óút- sprungin. Órigan vex villt víða í Evrópu en þó ekki það norðanlega að það vaxi hér á landi. Hinsvegar er tiltölulega auðvelt að rækta órigan hér, einkum ef menn geta orðið sér út um forræktaðar plöntur og sett þær niður í byrjun júní. Við bestu að- stæður getur órigan orðið fjölær hér á landi. Plantan er nokkuð harðgerð og þrífst ágætlega í næringarlitlum jarðvegi en hún þarf töluverða birtu. Einnig er hægt að rækta órigan í blómapotti innandyra með góðum árangri. Órigan hefur hingað til eingöngu verið fáanlegt þurrkað hér á landi. Nú hefur orðið breyting þar á og hafa garðyrkjubændur hafið ræktun á því hér. Þetta er mjög kærkomin tilbreyting enda er þurrkað órigan töluvert frábrugðið fersku í bragði og gæðum. Því ættu menn að nota ferskt órigan sé þess nokkur kostur enda fæst það orðið í flestum stærri matvöruverslunum hér á landi. Uppruni: 1 löndunum við austan- vert Miðjarðarhaf. Notkun: Órigan fer vel með mozz- ARELLA-osti og tómat enda eflaust þekktast fyrir að vera mikið notað í ítalska matargerð til dæmis á pizzur, í pasta og ýmsa tómatrétti. Engu að síður eru notkunarmöguleikar órig- ans í matargerð óþrjótandi og það kemur fyrir í matargerð um nánast alla Evrópu. Órigan hefur verið not- að í pylsugerð í Þýskalandi, í bökur á Englandi, í pælu á Spáni, í pate í Frakklandi og svo mætti lengi telja. Grísk og tyrknesk matargerð kallar að sjálfsögðu líka á þessa ilmríku jurt. Órigan hefur lítið lækninga- gildi en hefur verið notað í ýmsa ilm- efnagerð, til dæmis í sápur, ilmvötn og smyrsl. ■ Þráinn Lárusson Þótt það sé auðvelt að grípa til sætinda til að fullnægja hungri þá vitum við öll að epli eða jarðarber eru miklu hollari. Sífelld loforð morgundagsins um breyttar matar- venjur standast sjaldan en nú þeg- ar sumrinu er að ljúka er tilvalið að gæða sér á ferskum ávöxtum og grænmeti. Hér eru nokkur ráð auk uppskriftar að gómsætu salati þann- ig að það er ekki seinna vænna en að byrja nýtt líf. • Veljið dökkgrænt salat eins og spínat. Þau eru full af andoxunar- efnum. • Bætið baunum við salat og súp- ur. Bragið eykst auk þess sem það er prótein í baunum. Rauðar baunir, svartar baunir og nýrnabaunir eru hollur og næringarríkur valmögu- leiki. • Ekki festast í því sama, veldu mis- munandi grænmeti. Veldu sterklit- uð grænmeti eins og paprikur, tóm- ata, spínat, gulrætur og eggaldin. • Hafðu fjölbreytni í litavali og veldu ávexti sem eru mismunandi á litinn. Eins og til dæmis kiwi, mis- munandi ber, melónur og mandarín- ur. Því fleiri litir því fleiri næringar- efni. • Með því að bæta hrisgrjónum við súpur og salöt þá verður máltíð- in saðsamari auk þess sem þau eru full af kolvetnum. Breyttu til og not- aðu alls kyns hrísgrjón í stað þess að einblína alltaf á hvít hrísgrjón. • Til að gera máltíðina enn girni- legri þá má bæta við kjúklingabit- um eða grilluðum fiski í salatið. Þá bætirðu við próteini, vítamínum, steinefnum og omega 3 sýrum. 200 grömm ferskt spínat 3 sneiðar af beikoni 1 steikt egg 60 grömm rifinn parmesanostur 2 litlir tómatar 3 graslaukar eða 1 vorlaukur 1 matskeið ólífuolía 30 ml rauðvínsedik Aðferð: Steikið beikonið og sker- ið það í bita, og steikið eggið svo í kjölfarið Skerið spínatið, tómatana og laukinn. Setjið ólífuolíu í eldfast mót og setið inn í ofn til að hita að- eins. Setjið spínat, beikon, egg, gras- lauk og tómata í skál. Takið olíuna út úr ofninum og dreifið yfir salatið. Setjið edikið yfir salatið. Að lokum skal dreifa parmesanosti yfir. ■ svanhvit@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.