blaðið - 09.08.2005, Page 26

blaðið - 09.08.2005, Page 26
26 I BÖRW OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaöiö Helmingur unglinga veit hvað geðheilsa er umræða skilar árangri Um 52% unglinga vita hvað geð- heilsa er samanborið við 22% árið 2001. Að sama skapi telur 15% ung- linga að ekki sé hægt að tala um geð- heilsu hjá frísku fólki en um 85% telur svo vera. Þetta kemur fram í nýrri könnun Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Lýðheilsustöð á þekkingu nem- enda í Vinnuskóla Reykjavíkur á geðheilbrigði. Könnunin var lögð fyrir 79 unglinga í Reykjavík í júlf- mánuði. Geðrækt hefur verið með fræðslu fyrir nemendur Vinnuskóla Reykja- víkur um geðheilsu og sjálfsmynd undanfarin sumur og jafnframt kannað viðhorf unglinganna til þess- ara mála. Töluverð breyting hefur orðið á hugmyndum unglinga um geðheilsu frá árinu 2001 til ársins í ár og nú vita mun fleiri unglingar hvað geð- heilsa er. „Við lögðum fyrir spurn- ingalista 2001 og vorum að skoða viðhorf unglinga til geðheilsu. Við spurningunni hvað geðheilsa væri þá var algengasta svarið að það væri geðveiki eða eitthvað tengt veikind- Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefna- stjóri hjá Lýðheilsustöð um og það voru um 40% unglinga sem tengdu geðheilsu við geðveiki árið 2001. Það var því sérstaklega mikilvægt að útskýra nákvæmlega hvað geðheilsa er. Því ef við segjum þeim að það sé mikilvægt að rækta geðheilsuna og þau líta á það sem eitthvað tengt veikindum þá er það mjög misvísandi. Við sem höfum verið með þessa fræðslu höfum ver- ið að finna fyrir því að hugmyndir þeirra eru að breytast og núna þegar við spyrjum eru þau farin að tengja geðheilsu við eitthvað hlutlaust", seg- ir Dóra Guðrún. Ekki einhver skrýtinn einstaklingur Samkvæmt Dóru er hér að þakka mikill umræðu um geðheilsu. „Geð- rækt, Geðhjálp, Hugarafl, Rauði krossinn og fleiri hafa unnið að því að opna umræðuna um geðheilsu í þjóðfélaginu. Með hjálp fjölmiðla, fólks sem er áberandi í þjóðfélag- inu og fólks sem hefur að glíma við geðheilsuvandamál hefur umræðan um geðheilsu komist upp á yfirborð- ið. Umræðan er greinilega að skila árangri og við erum að mæla það í þessari könnun. Unglingarnir eru að gera sér betur grein fyrir því hvað það er sem valdi geðheilsuvandamál- um. Þetta er ekki bara einhver skrýt- inn einstaklingur með geðheilsu- vandamál heldur getur þetta komið fyrir hvern sem er. Auk þess gera unglingarnir sér grein fyrir því að streita og umhverfi getur ýtt undir að við fáum geðheilsuvandamál." Um 15% telja frískt fólk ekki hafa geðheilsu Úrtakið í ár var úr sama hluta Reykjavíkur og árið 2001 og segir Dóra að það hafi verið þýðingarmik- ið. „En við fáum samt þennan mun að það eru um 52% núna sem gerir sér grein fyrir því hvað geðheilsa er. Það er því mikill meirihluti og lang- algengasta svarið er að geðheilsa sé andleg heilsa eða líðan. Geðheilsa er einn þáttur af heilsu okkar og ef hún er ekki í lagi þá er heilsan okkar ekki í lagi. Það voru um 85% ungling- anna sem sögðu að það væri hægt að tala um geðheilsu hjá frísku fólk. En það er samt líka sláandi að 15% segja bara nei. Við erum því á réttri leið en við erum ekki komin í höfn.“ Strákar eiga erfiðara með að tala um líðan sína I könnuninni mátti sjá mikinn kynja- mun og til dæmis finnst strákunum óþægilegra að tala um andlega líðan og eru frekar á því að þeir sem eiga við geðheilsuvandamál að stríða séu ofbeldisfyllri en aðrir og vilja síður búa í næsta húsi við einhvern með slíkan vanda en stelpurnar. „Það er sláandi hve kynjamunurinn er mikill og það virðist alltaf vera sem strákar eigi erfiðara með að tala um líðan sína en stelpur. Það kom fram í könnununum bæði ár- ið 2001 og 2005. Þetta má líka sjá á fullorðnum. Konur tala meira um hvernig þeim líður og leysa frekar úr vandamálum sínum á meðan karl- menn virðast eiga erfiðara með það. Þunglyndi er algengara hjá konum en körlum en hins vegar eru fleiri karlmenn alkahólistar og það er skilgreint sem geðheilsuvandamál. Er þá kannski mismunandi hvernig þeir vinna úr vanlíðan sinni? Getur verið að konurnar segi frá sinni van- líðan og greinist þá með þunglyndi en karlmennirnir segi síður frá en drekki sig frá vanlíðaninni? Þetta eru bara vangaveltur sem við þurf- um að skoða.“ Fjórðungur íslendinga glíma við geðheilsuvandamál Um 25% íslendinga glíma við geð- heilsuvandamál einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar unglingarnir voru spurðir taldi mikill meirihluti þeirra að 15% íslendinga eða færri glími við geðheilsuvandamál. Um þær niðurstöður segir Dóra Guðrún: „Þegar við berum saman niðurstöð- urnar frá 2001 við 2005 sjáum við að það miðar í rétta átt í hverri einustu spurningu. Við spurðum einnig ung- lingana hvert þau leita sér aðstoðar ef þeim líður illa, ef þau gera það á annað borð. Það voru langflestir sem sögðust mundu leita til fjöl- skyldu eða vina núna en árið 2001 sögðust þau leita mest til fjölskyldu. Við álítum sem svo að þau séu orðin opnari að tala um liðan sín á milli. Okkur fannst jákvætt að sjá að þau væru að tala meira sín á milli.“ svanhvit@vbl.is Foreldrar þurfa að sýna börnum sínum virðingu Baðsæti fyrir börn geta verið hættuleg Þrátt fyrir að virðing hafi alltaf ver- ið mikilvæg þá hefur vægi hennar aukist enn meira í nútímasamfélagi enda er það fjölmennt, alþjóðlegt og margbreytilegt. Besta leiðin til að börnin læri virðingu er að hinir fullorðnu sýni þeim virðingu en því miður er því oft ábótavant. Virð- ing er ekki einungis nauðsynleg í samskiptum heldur er sjálfsvirðing gríðarlega mikilvæg líka. I raun má segja að sjálfsvirðing sé nauðsynleg til að börn komist áfram í lífinu og líði vel með sjálfan sig og sitt líf. Leyfið börnunum að finna ást I nútímasamfélagi er auðvelt að verða vitni að óvirðingu í garð ann- arra og það er því ennþá mikilvæg- ara að kenna börnum virðingu. Með því að fylgjast með foreldrum sín- um og öðrum fullorðnum læra börn hve mikilvæg virðing er og hvernig skal nota hana. Það eitt hvernig fjöl- skyldumeðlimir ávarpa hvorn ann- an á heimilinu getur haft griðarleg áhrif. Hægt er að kenna börnunum virð- ingu með því að koma fram við þau eins og þau séu mikilvægustu ver- urnar í heiminum. Sýna skal börn- unum skilyrðislausa ást og hlusta á þau með allri athygli. Leyfið börnun- um að finna ást í gegnum faðmlög, orð og hrós. Ýta skal undir og vekja athygli á jákvæðri og virðingarfullri hegðun. Foreldrar og aðrir fullorðn- ir eru fyrirmyndir og þurfa því að vera góðar fyrirmyndir. Foreldrar þurfa að við- urkenna eigin galla Foreldrar freistast oft til að benda börnum á mistök þeirra svo þau bæti sig en þetta getur haft öfug áhrif. Þegar börnum finnst sem þau séu dæmd og þeim er hafnað þá finna þau ekki fyrir löngun til að bæta sig. Þegar börn eru gagnrýnd í stað þess að þeim sé kennt að bæta sig þá eru meiri líkur á að þau læri að dæma sjálfan sig og aðra. Börn læra að virða þá sem sýna þeim virðingu. Besti árangurinn við upp- eldi fæst ef foreldri elur barnið upp með ást en setur líka niður reglur á ákveðinn umhyggjusaman hátt. Þótt börn þurfi á ögun að halda þá þarf að fylgja ást, stuðningur og við- kvæmni ef ætlunin er að ýta undir jákvæða hegðun. Til að kenna virð- ingu þurfa foreldrar að viðurkenna sina eigin galla. Þeir þurfa að biðja barnið afsökunar ef þeir hafa verið ósanngjarnir og það þarf að biðja barnið um fyrirgefningu ef barnið er sært. Með því skilur barnið hvað felst í virðingu og getur þar með virt sjálft sig og aðra. ■ Baðsæti er búnaður sem er ætlaður til að létta foreldrum böðun lítilla barna og eru þau flest fest með sog- koppum við baðið. Búnaðurinn er útbúinn fyrir börn sem náð hafa 6 mánaða aldri og hægt er að nota hann í flestum tilfellum til 12-16 mánaða aldurs. Baðsæti eru ekki ör- yggisbúnaður Búnaður sem settur er í sölu þarf að uppfylla ákveðnar kröfur sem byggj- ast á lögum og reglugerðum. Sumar barnavörur á markaði uppfylla einn- ig ítarlega staðla. Fyrir leikmann get- ur verið erfitt að átta sig á því hvað býr að baki viðurkenndum merking- um. Það sem er mikilvægast fyrir for- eldra að átta sig á er að þó að varan standist allar kröfur getur hún samt verið hættuleg í notkun. Mesta hætt- an við baðsætin er ofurtrú foreldra á búnaðinn að hann sé alveg öruggur og að ekkert geti komið fyrir barnið í honum. Því miður eru sogkopparn- ir sem halda sætinu ekki traustari en svo að við hreyfingu barnsins í vatninu geta þeir auðveldlega losnað. Fyrir nokkrum árum var gerð rann- sókn í Finnlandi og í ljós kom að öll baðsætin sem prófuð voru losnuðu frá baðkarinu á innan við mínútu. Sápa getur líka minnkað viðnám en oft myndast sápulag í baðkarið og innan í sogkoppana. Þetta gerir það að verkum að festingarnar virka illa. Alvarleg slys í baðsætum. I nágrannalöndunum hafa nokk- ur börn drukknað í baðsætum og því miður munaði litlu hér á landi fyrir skömmu þegar kornabarn var næstum drukknað. Mikilvægt er að skilja barn aldrei eftir eitt, ekki eitt augnablik, í baðsæti. Smábarn sem hvolfist ofan í vatn missir áttir og veit ekki hvernig það á að bregðast rétt við. Baðsætið virkar líka sem fjötrar þannig að barnið er fast í því og á því erfitt með að halda sér upp úr vatninu. Drukknanir af þessu tagi gerast hljóðlega og fljótt þannig að foreldrar fá enga viðvörun. Látið aldrei eldra systkini bera ábyrgð á litlu barni í baði, alvarleg slys hafa orðið við slíkar aðstæður. Munið að barn undir 12 ára aldri sem virð- ist vera mjög skynsamt hefur ekki þroska eða getu til að forðast eigin slys, hvað þá heldur að gæta yngri barna. Herdís L. Storgaard herdis@lydheilsustod. is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.