blaðið

Ulloq

blaðið - 09.08.2005, Qupperneq 32

blaðið - 09.08.2005, Qupperneq 32
32 I MEWWIWG ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaðið Fuglar eru tiUiim ingaverur Guðmundur Páll Ólafsson hefur sent frá sér enn eitt stórvirkið. Hann er, eins og allir eiga að vita, höfundur bókanna Perlur í nátt- úru Islands, Ströndin í náttúru íslands og Hálendið í náttúru ís- lands. Nú kemur bókin Fuglar í náttúru Islands. Verkið skiptist í þrjá hluta. ,Fyrsti hlutinn heitir Um háa vega- leysu - maður vísar alltaf í Jónas þegar maður getur - og þar er fjallað um fortíð og þróun fugla, lífshætti þeirra, fæðuöflun, varp og útungun”, segir Guðmundur Páll. „Ég fjalla ítarlega um flug fugla og þá áttavita sem þeir nota. Fuglar eru með sólaráttavita, stjörnuáttavita og seguláttavita og síðan heyrn, sjón og lykt. Þeir eru svo margslungnir að það er magnaðra en nokkur reyfari. Annar hluti verksins heitir Með fjaðrabliki. Þar er fjallað um varp- fugla, farfugla og flækinga. Loka- kaflinn, Þröstur minn góður, fjall- ar um umhverfi, búsvæðavernd og framtíð fugla. Hvaða blikur eru á lofti og hvað við getum hvert og eitt gert til að vernda fugla. Þarna reyni ég að draga upp skýra heild- armynd af því hvernig þessum málum er háttað í veröldinni þar sem fuglalíf fer alls staðar dvín- andi. 20. öldin var öld upplýsinga og menntunar en maðurinn of- metnaðist í vél- og tæknivæðingu og fór illa með móður jörð og fugl- ana um leið.” Að hugsa eins og fugl Fjöldi mynda, korta og teikninga prýða bókina og Guðmundur Páll tók sjálfur rúmlega helming af öllum ljósmyndum i bókinni. „Það er þolinmæðisvinna að ljós- mynda fugla, eins konar fram- hald af veiðiskap", segir hann. „Maður þarf að vita nokkuð mikið um fugla, vita hvernig þeir haga sér og hvar megi nálgast þá. Síð- an verður maður að hugsa svolítið eins og fugl.“ Dílaskarfar Súla Hvernig fer maður að því? „Fuglar eru tilfinningaverur. Mað- urinn telur sig vera vitran og þyk- ist alltaf vera að hugsa. Þess vegna kemst hann svo oft að vitlausri niðurstöðu. Þegar skynjun fugla segir: „Hér er eitthvað á seyði, nú fer ég“, þá segir maðurinn: „Já, nú er eitthvað skrýtið á seyði, best að athuga það betur". Þess vegna er maðurinn sífellt að koma sér í vandræði. Honum væri kannski nær að hugsa eins og fugl.“ Fuglaskoðun sem þjóðaríþrótt Áttu þér eftirlœtisfugla? „Ég hef óskaplega gaman af mörg- um fuglum, kannski af því ég hef skoðað þá og fylgst mikið með þeim. Hrossagaukur og lundi þykja mér sérlega skemmtilegir fuglar, enda eru þeir spaugilegir í aðra röndina. Annars er öll fugla- flóran stórskemmtileg og það er hollt og gott fyrir sálina að fylgj- ast með fuglum. Einn tilgangur minn með bók- inni er að kenna fólki að þekkja hvern einasta varpfugl á Islandi. Það eiga allir að geta, börn jafnt sem fullorðnir. Fuglaskoðun fer vaxandi um allan heim, líka á íslandi. Það ættu að vera tjarnir við öll elliheimili og leikskóla í landinu því fuglar koma þangað sem tjarnir eru. Draumur minn er að fuglaskoðun verði að þjóðar- íþrótt.“ kolbrun@vbl.is Guðmundur Páll Ólafsson Draumur hans er að fugiaskoðun verði að þjóðaríþrótt." Tvífari Hemingways Bandarískur starfsmaður póstsins vann á dögunum árlega keppni í Flórída um það hver líktist mest rithöfundinum Ernest Hemingway. Bob Doughty bar sigurorð af 150 keppinautum, sem allir voru hvít- skeggjaðir. Doughty, sem er 61 árs, á lof skilið fyrir þrautseigju því hann hefur þrettán sinnum lotið í lægra haldi í keppninni sem þetta árið var haldin í tuttugasta og fimmta sinn. Yngsta barn Hemingways, Richard, mætti til að fylgjast með keppninni, en hann var meðal þátttakenda í fyrra en komst ekki í úrslit. B Ernest Hemingway. Margir vilja líkjast þessum karlmannlega rithöfundi. Áhrif Hringadróttinsmyndanna Þríleikur Peter Jacksons eftir Hringa- dróttinssögu Tolkiens hefur vakið aðdáun víða um heim og er talinn mikið kvikmyndaafrek. Nú hefur hópur manna við háskóla í Wales gert rannsókn á áhrifum mynd- anna á 25.000 áhorfendur í tuttugu löndum. Niðurstaðan er sú að aðdáend- urnir endurlesa þríleik Tolkiens og horfa hvað eftir annað á myndirnar en reyna um leið að sannfæra sig um að þeir séu að upplifa söguna í fyrsta sinn. Stór hópur lítur ekki á myndirnar eingöngu sem afþrey- ingu heldur sér þær sem lýsingu á andlegu ferðalagi og finna í þeim siðferðilegan boðskap. 1 ljós kom að konur voru hrifnar af myndunum til jafns við karla en stundum hefur því verið haldið fram að Hringadróttinssaga sé stráka- saga. Ungar stúlkur horfðu yfirleitt á myndirnar með bestu vinkonum sínum og hrifust af lýsingum á vin- áttu en margir karlmenn horfðu ein- ir á myndirnar. Einnig kom í ljós að óvenju margt ómenntað verkafólk hefur lesið bækur Tolkiens. Rann- sakendur segja þó að merkilegasta niðurstaðan sé sú að aðdáendur myndanna endurlesa bækurnar og horfa aftur á þríleikinn og telja sér trú um að þeir viti ekki hvernig sag- an muni enda. m Ibrahim Ferrer látinn Ibrahim Ferrer, sem öðlaðist frægð seint á ævinni sem söngvari Buena Vista Social Club, lést síðastliðinn laug- ardag í Havana á Kúbu 78 ára að aldri. Ferrer hóf söngferil 14 ára gamall og var vel þekktur á sjötta áratugnum. A þeim tíunda var hann fallinn stjarna og drvgði tekjurnar með því að pússa skó. Arið 1997 varð gjörbreyting á hög- um hans. Bandaríski gítarleikarinn Ry Cooder safnaði saman hópi tón- listarmanna og tók upp Buena Vista Social Club albúmið. Hljómsveitin hlaut Grammy verðlaun og sló í gegn víða um heim og heimildarmynd um hópinn, sem Wim Wenders leikstýrði, fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna. Eftir það gaf Ferrer út tvær sólóplötur og vann til nokkurra verðlauna, þar á meðal latnesku Grammy verðlaunin sem besti nýliði ársins - þá 72 ára að aldri. Það verður að segjast eins og er að það eru ekki margir rithöfundar sem taka Alexandre Dumas fram hvað skemmtun varðar. Bækur hans hafa verið kvikmyndaðar ótal sinn- um enda fullar af æsilegum viðburð- um. Það hefði því mátt búast við að söngleikur eftir sögu hans Mannin- um í járngrímunni ætti eftir að slá í gegn í West End í London. Svo varð Breskir gagn- rýnendur slátra Dumas sýningu hins vegar ekki raunin. Gagnrýn- endur slátruðu verkinu og eins og margir vita þá eru fáir gagnrýnend- ur grimmari en þeir bresku þegar þeir eru í ham. „Söngleikurinn er svo vondur að hann er óbærilegur", sagði gagnrýnandi Daily Telegraph. 1 söngleiknum eru vangaveltur um það milli persóna hvort drepa eigi sí- gaunastúlku. Gagnrýnandi Guardi- ans, sem er kona, sagði í dómi sín- um: „Ég hefði með glöðu geði boðið mig fram til lífláts til að flýta fyrir endinum." 1 Evening Standard stóð að hver sá sem borgaði 43 pund til að sjá þessa vandræðalegu sýningu ætti skilið að vera lokaður inni. Söngleikurinn var fumsýndur 3. ágúst og ákveðið hefur verið að hætta sýningum 20 ágúst og kem- ur ekki á óvart miðað við viðtökur gagnrýnenda.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.