blaðið - 09.08.2005, Side 33

blaðið - 09.08.2005, Side 33
blaóið ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MENNING I 33 Tónleikaferð ísafoldar Kammersveitin Isafold er á leið í tón- leikaferð um landið. Fyrstu tónleik- arnir verða ío. ágúst í Bátahúsinu á Siglufirði. Þaðan liggur leiðin til Akureyrar, Isafjarðar, Grundarfjarð- ar, Keflavíkur og loks til Reykjavík- ur en síðustu tónleikarnir verða í Islensku óperunni þann 18. ágúst kl. 20. Kammersveitin ísafold er skipuð ungu tónlistarfólki og sérhæfir sig í flutningi tónlistar 20. og 21. aldar. Sveitin hefur hlotið mikið lof áheyr- enda og gagnrýnenda fyrir flutn- ing sinn og var ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarnasyni, tilnefnd til Islensku tónlistarverðlaunanna 2005 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. ísa- fold er skipuð 18 hljóðfæraleikurum og hefur hljómsveitin að þessu sinni fengið til liðs við sig unga söngkonu, Guðrúnu Jóhönnu Olafsdóttur, mezz- ósópran. Sunnudaginn 21. ágúst kl 20:30 heldur Isafold sérstaka tónleika í húsnæði Klink og Bank í Brautar- holti þar sem leiddar verða saman ólíkar tegundir tónlistar og mynd- listar en hljómsveitin hefur boðið nokkrum listamönnum til sam- starfs um þessa tónleika. Eftirtaldir listamenn munu koma fram með ísafold: Amina, Kippi Kaninus, Pét- ur Ben, Ólöf Arnalds, Davið Þór Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Gyða Valtýsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir og Kristján Loðmfjörð. ■ Edda tryggir sér útgáfu- rétt á met- sölubókum Edda útgáfa hefur tryggt sér út- gáfurétt á viiisælustu Su Doku bókum heims. Su Doku-æðið fer nú sem eldur í sinu um heiminn. Það hófst í nóvember á síðasta ári þegar The Times í London hóf að birta þrautir sem Wayne Gould, breskur lögfræðingur sem bjó um árabil í Hong Kong, hafði hannað. Þar kynntist hann asískum talna- þrautum sem eiga rætur að rekja til Japan og hreifst svo af þeim að hann eyddi mörgum árum í að hanna forrit sem býr til óend- anlegan fjölda Su Doku þrauta. Fyrirbærið var nær óþekkt þegar hann gekk inn á ritstjórnarskrif- stofur The Times og sannfærði menn þar á bæ um að birta þraut- irnar, endurgjaldslaust. Fáeinum mánuðum síðar var ekki þver- fótað fyrir Su Doku unnendum í London og nú breiðist æðið út um allan heim. Allir prentmiðlar birta Su Doku þrautir, þar á með- al Blaðið. Einar vinsælustu bækur þessa vors á Bretlandseyjum hafa verið Su Doku bækurnar sem Wayne Gould gerir. Alls eru nú komnar út þrjár slíkar og hafa þær allar setið ofarlega á metsölulistum síðustu mánuði og vikur og fleiri eru á leiðinni. Edda útgáfa hef- ur nú tryggt sér útgáfuréttinn á þessum bókum og er von á þeirri fyrstu snemma í haust. ■ Hádegistón- leikar í Norræna húsinu Miðvikudaginn ío.ágúst nk. verða haldnir hádegistónleikar í Norræna húsinu. Snorri Sigfús Birgisson mun þá leika útsetningar sínar á 18 íslensk- um þjóðlögum á píanó. Tónleikarn- ir hefjast kl. 12:30 og þeim lýkur kl. 13:00. Aðgangseyrir er kr. 500 krón- ur. Lögin sem Snorri Sigfús leikur eru varðveitt á segulböndum í Þjóð- fræðasafni Stofnunar Árna Magn- ússonar og eru aðgengileg á netinu (ismus.musik.is) en útsetningarnar eru frá þessu ári og voru frumflutt- ar á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í síðasta mánuði. Þær eru hugsaðar til flutnings á tónleikum en einnig sem kennsluefni handa nemendum í planóleik. ÍMí: Danny tho Dog Þjónaðu engum herra. Jet Li, Morgan Freeman og Bob Hoskins í þrselgóðri spennu-og hasarrnynd sem kemur verulega á óvart In Good Company Það þarf bara einn dropatil að fyllamælinn... Dennis Quaid, Topher Grace og Scarlett Johans- son I stórkostlega vel heppnaðri gamanmynd. *o*. mr Hltch Nfutfu prósent al því sem maöur segir, segir maður ekki með orðum.Will Smith, Kevin James og Eva Mendes f frá- bærri gaman- mynd. Hkte and Seek Sá sem vill komast að leyndarmállnu verður að spila leikinn. Hobert DeNiro er f aöalhlutverkinu f hörkuspennandi sáifræöitrylli. Constantbve Helvfti bföur hans. Himnarlki hafnar honum. Jðrðin þarfnast hans. Keanu Reeves er John Constantine sem er f sesilogri baráttu við myrkra- öflin f frumlegum œvintyratrylll. MeotThe Fockers Og þú sem hólst að ÞÍNIH foreldrar vaeru eitthvað skrftnir. Stórstjöm- urnarRobert DeNiro, Ben Stilier og Dustin Hoffman f sprenghlægilegri framhaldsmynd. The Jacket Hann var27 ára gamall þegar hann dó f fyrsta skipti. Adrien Brody, Kelra Knightley og fjölmargir toppleikarar f frumlegum spennutryllí. Mlss Congsnlallty 2 Hún er hið fullkomna andlít leyniþjónustunnar. Sandra Bullock er komin attur sem Iðgreglukonan Gracie Hart I bráðhressri gamanmynd. Assaulton Prednct 13 Sna leiöin út liggur beint f dauðann. Ethan Hawke og Laur- ence Fishbume fara á kostum f dúndurgóöri hasar og spennumynd. ■t-A’íöstiii.- Mllllon Dollar Baby Töfrarnirfelastfað f órna sér fyrir draum sem enginn sér nema þú. Óskarsverölaun sem besta mynd áisins auk þrenma aðra. Meistaraveik sem allirverðasjá.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.