blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 6
Athliða tausn í bílafjármögnun LÝSING Nýr leikskóli í Vatnsenda- hverfi Kópavogsbær byggir - ÓB ráðgjöf rekur Kópavogsbær skrifaði í gær undir samning við ÓB ráðgjöf um rekst- ur nýs leikskóla í Vatnsendahverfi. Samningurinn er að því leyti sérstak- ur að bærinn mun afhenda ÓB leik- skólabyggingu fullbúna til rekstrar þann 1. nóvember næstkomandi, og mun ÓB þvi einungis sjá um rekstr- arhlutann. Fyrir eru nokkrir einka- reknir leikskólar í Kópavogi, en um þá alla gildir að Kópavogsbær leigir bæði húsnæði og rekstur af rekstrar- aðilanum. í hinum nýja leikskóla verða sex deildir fyrir samtals 124 börn og samkvæmt upplýsingum sem feng- ust frá Kópavogsbæ í gær mun hann leysa úr brýnni þörf fyrir leikskóla- pláss í hinu nýja hverfi. ■ Spá enn frekari hækkun stýrivaxta Greiningardeild Islandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,5% þann 29. september næstkomandi. Það þýðir að stýrivextir færu í 10% og hefðu hækkað um 4,4% á rétt rúmu ári. Segir greiningardeildin að verð- bólga hafi aukist mikið síðustu tvo mánuði og að útlit sé fyrir að Seðla- bankinn missi hana aftur upp fyrir 4% markið í september. ■ 6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaöiö Heimilin skulda bönkunum tvöfalt meira en fyrir ári Heimilin í landinu skulduðu bönkun- um um 430 milljarða króna í lok júlí sl. samanborið við um 188 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Á síðustu tólf mánuðum hefur skuldasamsetn- ing heimilanna hjá innlánsstofnun- um breyst umtalsvert og munar þar mest um innkomu bankanna á hús- næðislánamarkaðinn. Ein afleiðing þess er að verðtryggð lán einstak- linga hjá bönkunum hafa ríflega þre- faldast á síðustu tólf mánuðum. Þau námu 94 milljörðum króna í júní í fyrra, en voru i lok júní sl. 304 millj- arðar. Aukist um 21 milljarð að meðaltali Samkvæmt vegvísi Landsbankans í gær hafa skuldir heimilanna gagn- vart bönkunum aukist að meðaltali um 21 milljarð króna á hverjum mánuði síðan þeir hófu innreið sína á íbúðalánamarkaðinn. „Náði mánaðaraukning- in hámarki í nóvember í fyrra þegar hún var 32 milljarðar króna. Eftir það hefur jafnt og þétt hægt á aukningunni og var hún 14 milljarðar króna í júní síðastliðnum. Auk tilfærslna frá fLS eins og áður sagði hefur fasteignaverð hækkað gífurlega undanfarin misseri sem á líklega einnig nokkurn þátt í aukn- ingu skulda heimilanna gagnvart bönkunum" segir í Vegvísinum. ■ Landspítalinn: Lítill halli á rekstri fyrri hluta ársins Landspítalinn gaf í gær út hálfsárs- uppgjör fyrir fyrra misseri ársins, en þetta er í fyrsta sinn sem spítal- inn sendir slíkt uppgjör frá sér og raunar er afar fátítt að stofnanir hins opinbera birti slík gögn ef þau eru á annað borð tekin saman. Samkvæmt uppgjörinu er rekst- urinn nánast í jafnvægi, en gjöldin reyndust vera um 14,367 milljarð- ar á meðan tekjurnar voru 14,288 milljarðar. Tapið er því 79 milljónir, sem er um 0,55% og vel viðunandi að mati Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra. Launagjöld eru sem fyrr stærsti einstaki gjaldaliðurinn eða rúm 67% útgjaldanna og reyndust þau vera í samræmi við rekstraráætlun. Rekst- argjöld að meðtöldum lyfjum eru um 30% en þau fóru um 3% umfram áætlun. Flestur annar kostnaður var í samræmi við væntingar, en helsta undantekningin felst í aðkeyptri /*r. ■, þjón- ustu. Er það m.a. rakið til gengis krón- unnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, en einnig er minnt á aukna áherslu á útboð og samninga við birgja spítalans. Samkvæmt efnahagsreikningi eru skammtímakröfur Landspítalans 694 milljónir króna og hafa þær auk- ist um 50 milljónir frá áramótum. Skammtímaskuldir nema hins vegar 1.993 milljónum króna, en viðskipta- skuldir um 1.421 milljón og hafa þær þó lækkað um 572 milljónir vegna sérstakrar flýtigreiðslu frá ríkis- sjóði. Greiðslustaða spítalans er því nokkuð þröng, sem rekja má til mik- ils uppsafnaðs rekstrarhalla frá fyrri árum. Þessi staða myndar dráttar- vaxta- kröfur á hendur spítalanum auk þess sem erfið- ara er að semja frekar við birgja spít- alans. Þegar litið er til þjónustu spítalans kemur í ljós að flestar deildir hafa haldið sig innan fjárheimilda, en helstu undantekningar eru lyflækn- ingasvið og slysa- og bráðasvið. Aðal- ástæðan er fjölgun hjartaþræðinga og kransæðavíkkana og stóraukinn fjöldi sjúklinga á göngudeildum og bráðamóttökum. Er það raunar nokkuð í samræmi við þá stefnu að fækka innlögnum á sólarhrings- deildir en fjölga þeim á dag- og göngudeildir. B Vacuum pökkunarvél Itrro^ a Sjálfvirk vacuum pökkun Hjálpartækið sem ekkert heimili getur verið án ICELAN DJ C lcelandic umbúðir, lager og sala, Héðinsgðtu 2, 105 Reykjavlk • Sími: 560-7881 • Fax: 581 4215 packaging@icelandic.is • www.icelandic.is Frá Icelandair til ÞSSÍ Sigurður Helgason, fyrrver- andi forstjóri Icelandair, var í gær skipaður í starf formanns stjórnar Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands (ÞSSÍ) til fjögurra ára. Sigurður mun taka við af Birni Inga Hrafns- syni sem hefur látið af störfum. Tekið er fram að Björn Ingi lét af störfum að eigin ósk. ÞSSÍ er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir utanríkisráðu- neytið. Hún var stofnuð með lögum árið 1981 og er ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi íslands við þróunarlönd. Áhersla er lögð á samvinnu við þau lönd þar sem lífskjörin eru hvað lökust og er aðstoð einkum veitt á þeim sviðum þar sem íslendingar búa yfir sérstakri þekkingu og reynslu. Tæplega 2.400 starfa í háskólum landsins Aðeins 15% prófessora konur Starfsmenn skóla á háskólastigi hér á landi voru 2.378 í mars á síðasta ári samkvæmt saman- tekt Hagstofu íslands. Hafði starfsmönnum fækkað um 137 frá fyrra ári þrátt fyrir að stöðu- gildum hafi fjölgað um 26. Þetta þýðir að fleiri einstaklingar eru nú í fullu starfi hjá skólunum en áður. Um 49% starfsmanna í háskólum landins eru karlar, en konur eru 51% starfsmanna. Aðeins 2 konur í stöðu rektors Ef kynjahlutfall starfsmanna er skoðað kemur í ljós að aðeins 2 konur voru rektorar í háskólum landsins í mars á síðasta ári, á móti 9 körlum. Karlar eru ennfremur í miklum meiri- hluta prófessora við háskólana, því af 199 prófessorum eru aðeins 30 konur eða um 15%. Konum hafði fækkað um eitt prósent frá fyrra ári. Konur eru hins vegar fleiri meðal lektora og í sérfræðistörfum hvers konar. Þá eru konur einnig mun fjölmennari í stöðum sem tengjast skrifstofustörfum, ráðgjöf, bókasafni og rekstri húsnæðis. Þar er hlutur kvenna 70% á móti 30% hlut karla. Einungis 42% kenn- ara í fullu starfi Kennarar í íslenskum háskól- um voru rúmlega 1.600 í 1.132 stöðugildum. Þessi mikli munur á fjölda starfsmanna og stöðugilda skýrist af því hversu margir kennarar eru í hlutastörfum, en einungis um 42% kennara er í fullu starfi. Þegar menntun kennara er skoðuð kemur í ljós að tæplega þriðjungur karla meðal kenn- ara hafa lokið doktorsprófi en aðeins 12% kvenna. Það vekur ennfremur athygli að 67 þeirra sem vinna við kennslu i háskólunum höfðu einunigs lokið námi á framhaldsskóla- stigi. Það er rétt að taka fram að Hagstofuna vantar upplýs- ingar um menntun rúmlega 200 kennara í tölur sínar. loftkœting Verö frá 49.900 án vsk. ÍS-hÚSÍð 566 6000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.