blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 12
12 I VEXÐl FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaöiö Athliða tausn í bítefjármögnun LÝSING Rjúpnaveiðin: Sölubann er (tðal málið VEIÐI GUNNAR BENDER ,Mér líst vel á að leyfa rjúpnaveiðina aftur, það var kominn tími á það fyrir löngu, en það verður að setja sölubann, það er aðalmálið," sagði skotveiðimaður sem var að koma af gæs á Vestfjörðum og hafði fengið fimm fugla. „Við fengum ekki mikið af gæs en sáum helling af rjúpum á leiðinni, það gæti orðið gott í rjúpunni þegar hún verður leyfð,“ sagði skotveiði- maðurinn í lokin. Skotveiðimenn hafa mikið spáð í spilin síðustu daga, hvernig fyrir- komulag verður á þessu og hvað má skjóta mikið af fugli. „Það má skjóta í jólamatinn,“ segir umhverfisráðherra, en allir bíða eft- ir því hvað hún muni gera um mán- aðamótin. Sölubann er aðal málið fyrir alla aðila. En hvernig ætlar ráðherra að fylgja þessu eftir, hvað hver veiði- maður skýtur mikið af fugli, ekki veit ég það. Og verður rjúpan ekki svo gæf að það verður auðvelt að nálgast hana fyrstu dagana? Spurningarnar eru margar og svörin koma seinna, veiðimenn bíða, þeir hafa beðið lengi og munu bíða áfram. Þeir eru þolinmóðir. ■ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Auglýst er eftir framboðum til kjörnefndar Varðar-Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun stjórnar Varðar-Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík er hér með auglýst eftir framboðum til kjörnefndar Varöar-Fulltrúaráðsins. Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 2. september kl. 17.00 Samkvæmt 11. gr. reglugeröar fyrir Vörð-Fulltrúaráö sjálfstæðisfélaganna I Reykjavík eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndarmenn kosnlr skriflegri kosningu af Fulltrúaráðinu. Samkvæmt 11.gr. reglugerðarlnnar telst framboð gilt ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Frambjóðandi hafi skriflega gefið kost á sér tíl starfans. Tilkynning um framboð berist stjórn Varðar-Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik, Valhöll við Háaleitisbraut. Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Rjúpur við Magnússkóga í Dölum en það styttist í það að rjúpnaveiði verði leyfð aftur. Gljúfurá t Húnavatnssýslu: Settu í tvo stórfiska sem báðir sluppu ,Við vorum í Gljúfurá í Húnavatns- sýslu fyrir skömmu og veiddum tvo laxa, en misstum tvo boltafiska, ofarlega í ánni. Það var hellings líf þarna og greinilega töluverður fisk- ur að koma í ána,“sagði veiðimaður- inn, sem missti tvo boltafiska með stuttu millibili í Gljúfurá í Húna- vatnssýslu. Mög góð veiði hefur veriði í ánni og núna eru komnir um 100 lax- ar á land og holl sem var þar fyrir SérfræOingar í fluguveiöi Plælum stanglr, splæsum linur og setjum upp. Sportvörugcrðin hf'.. Skipliolt 5, ». 562 113(15. Stöngunum stolið frá formanninum Stjórn Stangveiðifélags Reykja- víkur var við veiðar 1 Norðurá fyrir nokkrum dögum og veiddu 43 laxa og einn hnúðlax. Það setti reyndar leiðinleg- an blæ á ferðina að einhverjir óprúttnir náungar komu upp á bflaplan aðfaranótt fimmtudagsins 18. ágúst og stálu öllum stöngunum af bíl formannsins Bjarna Júlíussonar. “Sem betur fer gerist svona lagað ekki oít, og ég skora á þá sem eiga í hlut að skila stöngunum. Ef einhver veit eitthvað um málið vil ég biðja hann af hafa samband við skrifstofu SVFR,” segir Bjarni Júlíusson formaður félagsins. “Stangirnar voru 10 feta Loomis, GLX, 10 feta Powell og 9 feta Orvis Trident. Allar stangir fyrir Hnu nr. 8. Á stöng- unum voru ATH hjól. Okkur er sérstaklega sárt um Powell stöngina, því hún var sérsmíð- uð fyrir Dísu Klöru, konuna mína, og nafn hennar brennt inn í lakkið neðarlega á stöng- inni,” segirBjarni ennfremur. Þetta er nú það lélegasta sem maður hefur heyrt í íjölda ára en þetta gerðist reyndar við Ytri-Rangá fyrir nokkrum árum. Þjófúrinn sá, sá að sér og skilaði stöngunum, sem þessi gerir vonandi lika. Að veiða með stöngum sem einhver annar á og eru merktar, það er botninn á veiðiskapnum og getur ekki verið mikil skemmt- un fyrir veiðimannsþjófinn. Veiðimaður hefur komið auga á lax og reynir að fá hann til að taka í Gljúfurá en hann var tregur. skömmu veiddi ío laxa. Fiskurinn er dreifður um alla á, en tekur mis- vel hjá veiðimönnum, sem renna fyr- ir fisk í henni. Bleikjuveiði hefur ekki verið mik- il í Gljúfurá í Húnavatnssýslu eins og víða, það er eiginilega hrun í bleikjunni á milli ára núna. Ár sem hafa verið að gefa hundruð af bleikj- um, eru að gefa nokkra tugi, en lax- inn kemur í torfum og gleður veiði- menn á öllum aldri. ■ ISí^ngHrf kr600m* 35% afsláttur af NordsjÖ útimálningu Verðdœmi: Geqnheilar útiflísar frá hr. 1.090.- m2 Smedt píastparket frá kr. 890.- m2 ÁLFABORG Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 •www.alfaborg.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.