blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 24
Margar léttar leiöir til að eignast nýjan bíl 24 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaöiö LÝSING Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri um listina, leikhúsheiminn Sál oa hjarta Móðir þín Herdís Þorvalds- dóttir var í langan tíma ein þekktasta leikkona landsins ogfaðir þinn Gunnlaug- ur Þorvaldsson hæstaréttarlög- maður var mikill málverkasafnari. Hvernigmótaði þetta listrœna um- hverfi þig? .Leikhúsið var vinnustaður mömmu og því má segja að við systkinin höf- um snemma kynnst því að leiklistin er kröfuharður húsbóndi. Við deild- um mömmu með leikhúsinu og okk- ur þótti það snemma alveg sjálfsagt. Við vorum fjögur systkinin, fædd á sex árum, Hrafn elstur og ég yngst. Ég naut því atlætis systkina minna og það má segja að ég sé allt eins alin upp af þeim eins og foreldrum mín- um. Á þessum árum voru leikskól- ar fátíðir, en það tíðkaðist að hafa ,stúlku“ á heimilinu og vissulega skapaði það kjölfestu, enda tengdist ég sumum þeirra sterkum böndum. Vinna mömmu naut algers forgangs á heimilinu og sennilega hefur það verið mjög sérstakt miðað við tíð- arandann. Yfirleitt voru mömmur .Almennt er ég sannfærð um að það að læra snemma á ævinni að lesa í og njóta lista sé eitt besta veganest- ið til framtíðar. Öll erum við í eðli okkar handgengin sköpunarþörf- inni, - það gerist bara allt of oft að sú þörf er drepin niður, eða öguð inn í ófrjótt og staðlað umhverfi. Að hjálpa börnum og ungmennum að skilja og skynja blæbrigði lífsins og örva þau þar með til þess að draga sjálfstæðar ályktanir er í raun ómet- anlegt. Það skiptir í raun ekki máli hvort þau stefna að því að gera þær að ævistarfi síðar eða ekki, það er aukaatriði. Hitt er aðalatriðið, að listirnar má i auknum mæli nýta sem tæki til að víkka hugarheim og tifinningasvið barna og stuðlar þannig að aukinni lífsfyllingu og já- kvæðni til framtíðar. Það var einstaklega góður skóli að fá að alast upp í umhverfi þar sem listirnar voru hafðar í hávegum. Það eru forréttindi að fá að alast upp í frjóu og skapandi umhverfi og fá að sitja „á kantinum" og skyggnast inn í hugarheim listamanna. Ég 99................................ Allt sem er einhvers virði ílífinu kostar vinnu, yfirlegu og trúnað og þar eru listirn- ar engin undantekning - síður en svo. vinkvenna minna heimavinnandi, það þótti sjálfsagt, hitt var undan- tekning, hvað þá að sú vinna væri mikils metin innan heimilisins eða nyti forgangs. Leikhúsið var á vissan hátt ósnert- anlegur heimur sem við höfðum lítið sem ekkert aðgengi að. Þá sjald- an að við fengum að fara inn í leik- húsið bakdyramegin, gat það komið fyrir að eitthvert okkar fengi að sitja stundarkorn og fylgjast með æfingu, eða bíða uppi í búningsherbergi og hlusta á raddirnar í hátalarakerfinu. Þær stundir voru sérstakar hátíðar- stundir. Sennilega hef ég notið þessa umfram systkini mín, þar sem ég var yngst og fékk lengst að vera mömmubarnið. Mér fannst Þjóðleik- húsið mikið ævintýrahús, svo stórt og flókið og fullt af rangölum og alls- konar afkimum. Það var líka fullt af sérkennilegu fólki, undarlegum röddum og læviblöndnu andrúms- lofti. Þetta var ævintýraheimur. Faðir minn var mikill listunn- andi og sérstakur áhugamaður um myndlist. Ungur maður tók hann þá ákvörðun að þar sem hann reykti ekki skyldi hann safna andvirði tób- aks í sjóð og kaupa myndlistaverk fyrir þá peninga sem hann sparaði. Hann eignaðist smám saman verð- mætt málverkasafn. Hann var hrif- næmur og örlátur og í raun velgerð- armaður margra myndlistarmanna. Hann hafði ákaflega hispurslausa framkomu og var bæði heimagang- ur hjá mörgum myndlistarmönnum og eins voru þeir sumir hverjir fasta- gestir við kvöldverðarborð fjölskyld- unnar. Við börnin fórum stundum með pabba í vísitasíur á heimili lista- manna og fengum þá að komast í snertingu við sköpunarandann á vinnustofum þeirra. Foreldrar mín- ir fylgdust líka bæði vel með og voru tíðir gestir á málverkasýningum og það kom ósjaldan fyrir að eitthvert okkar fékk að fylgja þeim.“ Að alast upp við listir Hvernig mótaði það hugsanagang þinn að alast upp við listir? áttaði mig líka snemma á því að til þess að það sem þú ert að vinna að hafi eitthvað umtalsvert gildi fyrir sjálfan þig og aðra þarft þú að setja sál þina og hjarta að veði. Það dugar ekkert minna. Allt sem er einhvers virði í lifinu kostar vinnu, yfirlegu og trúnað og þar eru listirnar engin undantekning - síður en svo.” Þýðir þetta þá að þú sért mjög ög- uð og skipulögð? ,Ég er kannski ekki mjög öguð og skipulögð en ég gefst ekki auðveld- lega upp, sumir segja að ég sé þrjósk og það kann að vera, en hitt veit ég fyrir víst, að ég er vinnuþjarkur. Ef ég tek eitthvað að mér þá lýk ég við það. En ég viðurkenni fúslega að ég fer ekki aíltaf skipulögðustu leiðina að verkefninu." Óvissuferð í listum Hvenær ákvaðstu að verða leik- kona? „Sem barn heillaðist ég af leikhús- heiminum og vildi verða hluti af honum. Við systurnar og vinkonur okkar vorum alltaf að búa eitthvað til og leika. Halda skemmtanir fyr- ir krakkana í hverfinu, þar sem við lékum heilu leikritin og þess háttar. Við héldum jafnvel málverkasýning- ar í kjallaranum. 1 skóla var ég líka alltaf að leika, tók þátt i árshátíðum og var virk í Herranótt í MR. Eftir því sem leið á unglingsárin varð ég þó smám saman mjög fráhverf leikhúsinu og öllu því sem þar fór fram. Þetta var sennilega einskonar sjálfstæðisyfirlýsing, ég vildi spyrna við fótum og gefa mér allt frelsi til að „finna mig“ á mínum eigin for- sendum. Eftir stúdentspróf lagðist ég í heimshornaflakk og að því loknu hóf ég alvarlegt nám. Á tíma- bili stefndi ég að því að verða læknir og lærði líffræði í Háskólanum sem átti að verða stökkpallur inn í lækn- isfræðina. En svo togaði leiklistinn í mig meira en svo að ég gæti staðist það.“ Eiginmaður þinn, Egill Ólafsson, er listamaður. Heldurðu að það sé kosturfyrir listamann að vera í hjónabandi með öðrum lista- manni? .Kosturinn við slíkt samband er þessi gagnkvæmi skilningur á hvað þarf til. Þú skilur ferlið, allt frá því að hug- mynd liggur á borðinu þar til hún hef- ur tekið á sig endanlega mynd. Vinna í listum er í öllum tilfellum óvissu- ferð, hvort sem grunnhugmyndin er þín eða annarra. Að gera hið óraun- verulega raunverulegt eða áþreifan- legt, að búa til heim úr orðum eða mynd úr litatúbum, er á vissan hátt galdur. Stundum virkar galdurinn og stundum ekki og það er engin leið að tryggja sig fyrirfram. Ég held að allir sem fást við skapandi vinnu hljóti að hafa upplifað það að keyra á hug- mynd eða sýn sem þeir síðan missa sjónar á - missa fótfestuna og ná aldr- ei lokahnykknum. Sköpunarferlið er ekki bara handavinna eða hugmynda- vinna heldur líka tilfinningavinna. Það tekur sinn toll og viðkomandi þarf svigrúm, næði og skilning. Sumum er eiginlegt að þrífast í þannig umhverfi og þá eflir það sam- stöðuna að vera tvö um það. En svo getur það líka skapað mikla spennu í samskiptum fólks og kallað á aukið umburðarlyndi og þá getur spurning- in orði sú, hver gefur og hver tekur. Ég þrífst vel í þessu umhverfi og er ákaflega sæl og glöð með mína nán- ustu.“ VII opna Þjóðleikhúsið Hverju viltu breyta í Þjóðleikhús- inu? „Þjóðleikhúsið stendur fyllilega undir merkjum sem flaggskip leiklistarinn- ar i landinu að mínu viti. Það þýðir þó ekki að það megi ekki taka á ýmsu í stofnuninni og breyta áherslum. Ég vil leggja aukna áherslu á hið víð- tæka þjónustu- og uppeldishlutverk Þjóðleikhússins, án þess að láta af kröfunni um listræn gæði. Þetta seg- ir svo sem ekki mikið, en við getum sagt sem svo að ég vilji opna Þjóðleik- húsið og færa það nær fólkinu. Ég vil að Þjóðleikhúsið verði lifandi og spennandi staður og að sem flestir í BlaÖiÖ/Gúndi samfélaginu telja sig eiga erindi þang- að og hafa eittbvað til þess að sækja. Ég vil líka að Þjóðleikhúsið verði stað- ur þar sem listamenn í sem flestum greinum fái að njóta hæfileka sinna og kunnáttu. Mín aðferð er ef til vill í stuttu máli sú að leyfa mér að hugsa hlutina upp á nýtt og hrista ofurlítið upp í „svona höfum við alltaf gert þetta“ viðhorf- inu. Strax í upphafi árs hleypti ég af stað ákveðnu breytingarferli sem er engan veginn lokið. Ég geri ráð fyrir að allur þessi vetur verði að ein- hverju marki undir í því ferli. Ekkert í því hvernig hlutirnir hafa verið gerð- ir er í mínum huga heilagt, en það gengur heldur ekki að henda fyrir róða reynslu og þekkingu. Það þarf að fara hægt og gætilega að öllu og fá fólkið í húsinu með, þetta er stór vinnustaður, hér eru að jafnaði hátt á þriðja hundrað manns í vinnu og miklir og margvíslegir hagsmunir í húfi. Það er nauðsynlegt að leita leiða til að rétta kúrsinn af fjárhagslega og ná rekstrinum í jafnvægi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.