blaðið - 06.09.2005, Page 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Dýrara að flytjast til
FáskrúðsQarðar en til Noregs
Kristján L. Möller kallar á breytingar
Spá áfram-
haldandi
hækkun
verðbólgu
Greiningadeild íslandsbanka spáir
tæplega i% hækkun á verðbólgu í
þessum mánuði. Þetta kom fram
í Morgunkorni bankans í gær. Þar
segir að margt leggist á eitt sem
stuði að mikilli hækkun verðbólgu
á næstunni. Það sem hefur mest
áhrif eru útsölulok sem og hækkun
á eldsneytisverði. Ennfremur hefur
hækkun á húsnæðisverði áhrif þó
þau séu minni en undanfarna mán-
uði.
Ef spá bankans gengur eftir mun
verðbólgan mælast 4,2% í byrjun
næsta mánaðar og mun því vera
fyrir ofan efri þolmörk markmiða
Seðlabankans. Það mun verða í
fimmta sinn á þessu ári sem verð-
bólgan verður yfir þolmörkunum.
Spáir fslandsbanki því að Seðla-
bankinn muni hækka stýrivexti
sína enn frekar í lok september. Þeir
hafa hækkað úr 5,3% frá því í maí í
fyrra í 9,5% í dag.. ■
Skinney Pinga-
nes kaupir skip
Skinney Þinganes hefur samið við
skipasmíðamiðstöðina Ching Fu
í Taívan um smíði á tveimur 29
metra löngum skipum fyrir fyrir-
tækið. Áætlað er að afhenda skipin í
byrjun árs 2007 og verða þau útbúin
á neta-, tog- og dragnótaveiðar. B
Það er dýrara að flytja 20 feta gám
til Fáskrúðsfjarðar frá Reykjavík
en til Noregs frá Reykjavík og í
sumum tilfellum munar þar miklu.
Kostnaðurinn við að flytja austur
getur numið frá 130.000 krónum
og allt að 250.000 krónum. Ef fólk
hyggst flytja til Noregs kostar það
frá 126.000 krónum. Anna Ólafs-
dóttir er að flytja til Fáskrúðsfjarð-
ar og henni blöskraði kostnaður-
inn við flutning á 20 feta gámi
frá Reykjavík til Fáskrúðsfjarðar.
„Ég flutti frá Noregi til íslands á
síðasta ári og þá kostaði það mig
167.000 krónur að flytja hingað bú-
slóðina mína í 20 feta gámi. Þegar
ég fór að kanna kostnaðinn við að
flytja austur kemur í ljós að hann
er litlu minni og jafnvel mun meiri
í sumum tilfellum. Þetta háa verð
hlýtur að hefta fólk í því að flytja
sig um set og hefur slæm áhrif á
staði eins og þarna fyrir austan
þar sem öll þessi uppbygging er í
gangi. Eins gerir þetta fólki erfitt
fyrir að flytja frá stöðum þar sem
atvinnuleysi ríkir og á búsældar-
legri svæði.“
Kristján fór að hlæja
Kristján L. Möller, alþingismaður, fór
að hlæja þegar hann heyrði þessar töl-
ur. „En þetta kemur mér ekki á óvart“,
segir hann. „Ráðherrar og stjórnar-
þingmenn virðast hins vegar ekki átta
sig á þessu nema rétt fýrir kosningar.
Fyrir kosningarnar 2003 var lofað bót
og betrun en þau loforð voru fljót að
gufa upp og reyndust bara orðin tóm.“
Kristján segir sannarlega vera borð
fyrir báru því að skatttekjur ríkissjóðs
fyrstu sjö mánuði ársins fari langt
fram úr öllum áætlunum. „Heildar-
skatttekjur eru að aukast um 34 millj-
arða fyrstu sex mánuði ársins og þar
af hafa vörugjöld af innfluttum öku-
tækjum aukist um 76.5%. Menn hljóta
að sjá að það er svigrúm til breytinga.
Ekki veitir af því núverandi ríkisstjórn
hefur slegið heimsmet í skattpíningu
á umferðina. Allt útlit er fyrir að heild-
artekjur af umferðinni verði 40 millj-
arðar i ár og af því renna aðeins 13
milljarðar til Vegagerðarinnar."
Dýrasti kosturinn 250.000 krónur
Blaðið leitaði upplýsinga um kostnað
við að fly tja 20 feta gám frá höfuðborg-
arsvæðinu til Fáskrúðsfjarðar og
kom í ljós að hann er á bilinu 130.000
krónur, ef notast er við strandsigl-
ingar Eimskips, en 170.000 krónur
ef flutt er með Eimskip innanlands.
Dýrast var að fýtja búslóð hjá Sendi-
bílastöðinni hf. eða 250.000 krónur.
Að flytja gám frá Islandi til Noregs
kostar um 154.000 krónur hjá Sam-
skipum en um 126.000 krónur hjá
Eimskipum. ■
íslendingar á hamfarasvœðunum
Ekkert spurst til tveggja kvenna
Leiðrétting
Við vinnslu Blaðsins í gær gerðust
þau leiðu mistök að Björn Hafsteins-
son strætisvagnabílstjóri var tvíveg-
is ranglega nefndur Bjarni. Hann er
beðinn velvirðingar á mistökunum.
Tveggja íslenskrakvenna er enn sakn-
að á hamfarasvæðunum í Banda-
ríkjunum. Utanríkisráðuneytinu
hefur borist tilkynning um að ekki
hafi náðst samband við Karly Jónu
Kristjónsdóttur Legere en hún býr í
bænum Diamondhead í Mississippi.
Karly Jóna er riflega sjötug. Einnig
Rétta magnið.
Rétta máltíðin.
Rétti lífsstíllinn.
20% afsláttur!
(0) Jiaia nett - fetí/ff
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaöli.
"teknos
^ Innimálning Gljástig 3,7,20
/ Verð frá kr. 298 pr.ltr.
/ Gæða málning á frábæru verði
/ Útimálning
/ Viðarvörn
/ Lakkmálning
/ Þakmálning
/ Gólfmálning
/ Gluggamálning
^ÍSLANDS MÁLNING
Sætúni 4/Sími 5171500
gefið upp og segir Pétur ekki ljóst
hvort hann sé íslenskur ríkisborgari
en að hann sé á lista ráðunevf'sins
Verið að grennsiast fyrir um rva> iy
Á heimasíðu the Clarion Ledger, dag-
blaðs í Mississippi, var lýst eftir Le-
gere fjölskyldunni í. september. Enn
hafa engin svör borist þaðan um
afdrif þeirra. Þar er lýst eftir Karly
Jónu, manni hennar, Robert Legere,
_ þremur börnum þeirra. Utanríkis-
ráðuneytinu hefur aðeins borist ósk
um að finna Karly Jónu og var Pétri
ekki kunnugt um að hún ætti börn
sem væri saknað. Halldór Gunnars-
son, Islendingur á svæðinu og sá hinn
sami og fann Lilju Ólafsdóttur Hansch
á sunnudag, hefur verið beðinn um
að reyna að komast til Díamondhead
til þess að grennslast fyrir um afdrif
Karly. Pétur Ásgeirsson segir að erfið-
ara sé um vikþegarkemur að konunni
sem búsett er í New Orleans. Hann seg-
ir að ráðuneytið sé að nota hefðbundn-
ar leiðir við að spyrjast fyrir um hana
en eins og ástandið er í augnablikinu
sé erfitt að fá upplýsingar.
Ráðuneytið vonar að öll
nöfn séu komin fram
Pétur segist vongóður um að nöfn
allra Islendinga á hamfarasvæðunum
séu komin fram. Þó sé möguleiki á
því að ekki hafi verið gerð grein fýrir
öllum og verið gæti að einhverjir fleiri
Islendingar hafi búið á svæðinu án
þess að ráðnuneytið hafi upplýsingar
Um það.
hefur verið tilkynnt um að ekki ná-
ist í fslenska konu, 67 ára að aldri,
sem býr f New Orleans. Hún hefur
ekki verið nafngreind enn sem kom-
ið er og segir Pétur Ásgeirsson skrif-
stofustjóri íj utariríkisráðuneytinu
að sonar hennar sé einnig saknað.
Nafn hans hefur heldur ekki verið
O Heiísklft (3 Léttskýlað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rigning, litllsháttar ///' Rigning J 5 Súld * 'í' Snjókoma
SJJ Slydda SJJ Snjóél i
Amsterdam 23
Barcelona 23
Beriín 24
Chicago 18
Frankfurt 26
Hamborg 25
Helsinki 17
Kaupmannahöfn 21
London 23
Madrid 24
Mallorka 15
Montreal 15
New York 21
Orlando 26
Osló 20
Paris 24
Stokkhólmur 19
Þórshöfn 10
Vín 23
Algarve 24
Dublin 18
Glasgow 20
///
//'
/ //
8‘
'/A
/ //
//
/ //
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn
Byggt á upplýsingum frá Voðurstofu íslands
tt
7o
o
Á morgun
9