blaðið - 06.09.2005, Page 6

blaðið - 06.09.2005, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaöiö Samheitalyf við þunglyndi á Bandarikja- markað I gegnum dótturfélag sitt, Amida Pharmaceutical Inc., hefur Actavis Group fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir markaðsleyfi á lyfinu Mirtaz- apine í Bandaríkjunum. Lyfið er samheitalyf sem notað er við með- ferð á þunglyndi. Árleg sala á frum- lyfinu í Bandaríkjunum er um íoo milljónir dala en gert er ráð fyrir að sala á hinu nýja samheitalyfi hafi óveruleg áhrif á afkomu Actavis samstæðunnar. Höfuðstöðvar Amida Pharmaceutical í Bandarikjunum. Norðurmjólk Sparar millj- ónir á breyttri orkunotkun Norðurmjólk á Akureyri hyggst spara milljónir króna árlega í rekstri með breyttri orkunotkun. Markmiðið er að ná umtalsverðum sparnaði í orku- og vatnsnotkun og hafa samningar náðst um heildarút- tekt í fyrirtækinu. Takmarkið er að lækka afltopp um 15% og minnka notkun á heitu og köldu vatni um helming. ■ Sífellt færri sækjast eftir að starfa í björgunarsveitum Aukin samkeppni um frítíma fólks hefur áhrif á fjölda þeirra sem sækjast eftir því að starfa í björg- unarsveitum landsins. Þetta segir Hallgrímur Kristinsson, varafor- maður Flugbjörgunarsveitarinnar, en sveitin leitar nú að nýliðum til að taka þátt í starfi hennar. Eng- in bein tölfræði er til um þennan minnkandi áhuga en Hallgrímur bendir á að fyrir fáum árum var ekki óalgengt að um 100 manns mættu á kynningarfundi hjá sveit- inni þegar nýir menn voru teknir inn í hana. Nú sé hinsvegar algengt að 20 til 40 manns mæti á þessa fundi. Aðeins einn eftir Annað dæmi sem Hallgrímur minn- ist á er að af nokkrum nýliðum sem hófu störf hjá annarri björg- unarsveit á höfuðborgarsvæðinu í fyrra er aðeins einn eftir. Vegna þessarar þróunnar hefur flugbjörg- unarsveitin farið í mikla skipulags- vinnu að undanförnu. „Við erum að nútímavæða okk- ur til að mæta breyttu þjóðfélagi. Björgunarsveitir þurfa að breyast til að lifa af og við erum einfald- lega að færa okkur nær fólkinu”, segir Hallgrímur. Mikil ókeypis þjónusta Björgunarsveitir veita félagsmönn- um sínum í raun mikla þjónustu sem ekki er rukkað fyrir. Meðal annars er boðið upp á margvísleg námskeið, svo sem í skyndihjálp, rötun, fjallamennsku sem og akst- ur á vel búnum jeppum og björgun- artækjum. Félagar í sveitinni eiga að geta fengið hluti á borð við lík- amsrækt og fjallaferðir án þess að það kosti það krónu. Hallgrímur bendir á að allir geti gengið í björg- unarsveitir. „Við erum að leita að fólki á öllum aldri en ekki bara 18 ára ungling- um. Allir sem hafa áhuga á fjalla- mennsku og björgunarmálum eru velkomnir”, segir hann að lokum. Hótelgestum fjölgar milli ára Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um 3% milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hlutfallslega mesta aukningin varð á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nóttum fjölgaði um 15%. Á höf- uðborgarsvæðinu er fjölgunin 3%, á Austurlandi 2% en á Norðurlandi og Suðurlandi var fækkun upp á -3%. Gistinætur í júlí voru 157.170 en i fyrra voru þær 153.220 á sama tíma. islendingar nota hótelin í auknum mæli Islendingar nýttu sér hótelin mun meira þetta árið en árið á undan og varð fjölgun gistinótta langmest á meðal innlendra hótelgesta, eða 21%. Árið 2004 voru gistinætur Islend- inga á hótelum í júlí 14.250 en í ár fjölgaði þeim í 17.250. Fjölgun gisti- nótta varð mun minni á meðal er- lendra gesta en þeim fjölgaði um 1% og fóru úr 139.010 í 139.910.1 þessum tölum er aðeins um að ræða gistinæt- ur á hótelum sem eru opin allt árið en ekki gistiheimili og hótel sem að- eins eru opin yfir sumartímann. Einnig fjölgun fyrstu fímm mánuði ársins Gistinóttum á hótelum og gistiheim- ilum fjölgaði um tæp 5% fyrstu fimm mánuði ársins og varð fjölg- un í öllum landshlutum að Norður- landi vestra undanskildu. Mesta aukningin er á Vestfjörðum þar sem fjölgunin er 33%. Ef mánuðirnir eru skoðaðir kemur í ljós að janúar bæt- ir mest við sig, eða 13%, en í febrúar og mars dregst fjöldinn hins vegar saman. ■ Viðskiptahallinn aldrei meiri Viðskiptahallinn um þessar mundir mælist um helmingi meiri en hann var á sama tíma í fyrra og er meiri en hann hefur nokkurn tímann áð- ur mælst hér á landi. Þetta kemur fram í Morgunkorni Islandsbanka í gær. Þar segir að aukinn vöruinn- flutningur vegi þar þungt en inn- flutningur vara jókst úr 113 milljörð- um á fyrri hluta 2004 í tæplega 135 milljarða á sama tímabili á þessu ári. Tekjur af útflutningi hafa hins vegar dregist nokkuð saman, far- ið úr 99,1 milljarði í 98,5 milljarða króna. Ástæðuna má einkum rekja til hækkunnar gengis krónunnar. „Hallinn hefur aukist umtalsvert frá fyrra ári enda ýtir hátt gengi krónu bæði undir neyslu- og fjárfest- ingagleði landsmanna, dregur úr verðmæti vöruútflutnings í krónum talið og fælir frá erlenda ferðamenn. Líklegt er að hallinn muni þegar kemur fram á næsta ár grafa undan styrk krónunnar", segir í Morgun- korni Islandsbanka í gær. Sjávarútvegs- syning rís I Smáranum í Kópavogi eru menn í óða önn við að koma saman átt- undu sjávarútvegssýningunni á Islandi. Fyrsta sýningin af þessu tagi var haldin árið 1984 og síðan þá hafa þær verið haldnar á þriggja ára fresti. Sýningin árið 2002 var sú stærsta hingað til og heppnaðist í alla staði mjög vel. Bjarni Þór Jóns- son, fulltrúi sýningaraðilans Nexus Media Communications Ltd., segir að sýningin i ár sé stór og yfirgrips- mikil. „Hér er þéttsetin hver einasta þvertomma af sýningarsvæði“, seg- ir hann sem dæmi um aðsóknina. Sýningin hefst á morgun og stend- ur fram á laugardag. Þegar Ijósmyndari Blaðsins kom við f Smáranum í gaer voru iðnaðarmenn í óða önn að reisa sýningarbása, leggja rafmagn og klára þau smáverk sem vinna þarf fyrir slfka sýningu. Þeir sem settu upp þennan færeyska bás virðast þó hafa ruglast aðeins f rýminu. Bloðlð/Gúndi Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Tilboöin gilda ekki meö heimsendingu Sóltún 3 S 562 9060 Bæjarlind 14-16 S 564 6111

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.