blaðið - 06.09.2005, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 200S blaðið
Um 140 farast
í flugslysi
A.m.k 140 manns fórust þegar Bo-
eing 737-200 farþegaflugvél hrapaði
til jarðar skömmu eftir flugtak í
borginni Medan, höfuðborg Norð-
ur-Súmötru, á Indónesíu í gær. Að
minnsta kosti fimmtán farþegar
komust lífs af úr slysinu, þar á meðal
18 mánaða barn, en upphaflega var
talið að allir sem voru um borð í vél-
inni, alls 117 manns, hefðu farist. Að
auki fórust 30 manns á jörðu niðri.
Meðal þeirra sem voru um borð var
ríkisstjóri Norður-Súmötru og for-
veri hans í starfi.
Brennandi lík um allt
Vélin féll til jarðar í hjarta fjölmenn-
rar íbúabyggðar í Medan og tættist
í sundur. Byggingar og farartæki
urðu fyrir vélinni og kviknuðu
eldar í kjölfarið auk þess sem ógn-
arhræðsla greip um sig meðal íbúa.
„Ég mætti á staðinn tíu mínútum
eftir slysið. Það voru brennandi lík
út um allt“, sagði fréttaritari á staðn-
um. „Um tugur húsa brunnu auk 5
eða 6 hópferðabíla. Vélin tættist í
sundur. Það eina sem við sáum af
henni var stélið."
Ekki er ljóst hvað olli slysinu en
rannsókn er hafin.
Björgunarmenn að störfum á vettvangi
flugslyssins í borginni Medan í Indónesíu.
Vélin féll til jarðar í íbúabyggð og dreifð-
ist brak úr henni um víðan völl.
Kazaa brýtur gegn höfundarrétti:
Formaður STEFs fagnar dómnum
Dómstóll í Ástralíu hefur komist
að því að hið vinsæla Kazaa-skrá-
arskiptaforrit brjóti gegn höfundar-
réttarlögum. Fyrirtækinu Sharman
Networks, eiganda Kazaa, hefur í
kjölfarið verið veittur tveggja mán-
aða frestur til að breyta vefsíðu sinni
á þann hátt að komið verði í veg fyr-
ir frekari brot á höfundarrétti. Þó að
úrskurðurinn nái aðeins til Ástralíu
hafa menn í hljómplötuútgáfu fagn-
að honum sem sigri sem muni hafa
svipuð áhrif annars staðar í heimin-
um.
„Dómstóllinn hefur úrskurðað
að Kazaa-forritið sé ólöglegt í nú-
verandi mynd. Ef þeir vilja halda
áfram verða þeir að koma í veg fyrir
skipti á ólöglegri tónlist með þessu
kerfi“, sagði Michael Speck talsmað-
TÖLVUNÁM FYRIR
BYRJENDUR
Nánart upplýsingar fást é www eas is
I I
Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn til
náms hjá NTV. Ertu búinn að kanna þinn rétt?
» Kvöldnámskeið » Morgunnámskeið
Mán. og mið. 18 - 22 Mán - mið - fös 8:30 -12:30
Frá 19. sept. til 19. okt. Frá 19. sep. til 10. okt.
...............-......ntvís =
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
for
Rétta magnið.
Rétta máltíðin.
Rétti lífsstíllinn.
20% afsláttur!
nett' lou^KiAN j
Þetta námskeið
hentar vel þeim
sem hafa enga
eða mjög litla
tölvuþekkingu.
■ 4'
60 stunda hagnýtt og skemmtilegt tölvu-
námskeið sem er sniðið að þörfum byrjenda.
Farið af mikilli þolinmæði yfir námsefnið,
sem er allt á íslensku. Kennt er á þau forrit
sem mest eru notuð þ.e. Windows, Word,
Excel, Internetið og Tölvupóst.
Michael Speck talsmaður hljómplötuútgefenda svarar spurningum fjölmiðlafólks eftir
að úrskurður féll í máli hljómplötuútgefenda gegn Sharman Networks.
ur hljómplötuútgefenda eftir að úr-
skurðurinn var kveðinn upp en það
voru einmitt hljómplötuútgefendur
TÁstralíu sem höfðuðu málið gegn
Sharman Networks. „Þetta er frá-
bær dagur fyrir listamenn og alla
sem vilja lifa af tónlist", bætti Speck
við.
Sharman Networks hefur ákveðið
að áfrýja úrskurðinum
Mest bruggað þar sem
er lengst í ríkið
Magnús Kjartansson, formaður
STEFs (Samtaka tónskálda og eig-
enda flutningsréttar) sagði að úr-
skurðurinn kæmi sér ekki á óvart
og hann megi túlka sem áfanga-
sigur. „Þetta snertir okkur hér á ís-
landi samt í miklu minna mæli en
það gerir úti í hinum stóra heimi“,
segir Magnús sem telur að íslenskir
tónlistarmenn og tónlistarútgefend-
ur hafi ekki orðið jafnmikið fyrir
barðinu á ólöglegu niðurhali á tón-
list og félagar þeirra erlendis. „Við
höfum verið duglegir við að gefa
fólki kost á að nota tölvurnar lög-
lega og það sýnir sig alltaf meir og
meir, á heimsvísu líka, að það virk-
ar. Fólk vill gera þetta löglega. Það
hafa komið fram rannsóknir sem
sýna að þeir sem voru hvað dugleg-
astir í ólöglegri notkun á tölvunum
voru það kannski bara vegna þess að
þeim gafst ekki kostur á því að gera
það löglega“, segir Magnús. „Þeir
sem voru hvað duglegastir í ólög-
legri notkun eru jafnframt duglegir
í löglegri notkun ef þeir eiga kost á
því. Þannig að viðbrögð hljómplötu-
iðnaðarins úti í hinum stóra heimi
eru kannski heldur harkaleg við
ólöglegu notkuninni og það er mín
skoðun að þau ættu frekar að gefa
fólki kost á auðveldri löglegri notk-
un á réttlætanlegu verði. Það er allt-
af mest bruggað þar sem lengst er í
ríkið“, segir Magnús Kjartanson. ■
Þrettán uppreisnar-
menn Talibana felldir
Afganskir og bandariskir hermenn
hafa hafið sókn gegn uppreisnar-
mönnum Talibana í hinum róstur-
sama suðurhluta Afganistans. Þrett-
án meintir stríðsmenn hafa verið
drepnir í aðgerðunum og 44 hand-
teknir. Aðgerðirnar eiga sér stað
tveimur vikum fyrir almennar þing-
kosningar í Afganistan. Kosningarn-
ar sem fram fara þann 18. september
eru lokahluti alþjóðlegrar áætlunar
um að koma á lýðræðislegri ríkis-
stjórn í landinu og meiri stöðugleika.
Árásir Talibana, einkum í suður- og
austurhluta landsins, hafa verið
mönnum mikið áhyggjuefni en þeir
hafa meðal annars lýst yfir ábyrgð á
morðum á tveimur frambjóðendum
í kosningunum.
Konur í miðborg Kabúl, höfuðborgar Afg-
anistans, ganga framhjá auglýsingaspjöld-
um frambjóðenda í þingkosningunum.