blaðið - 06.09.2005, Side 12

blaðið - 06.09.2005, Side 12
12 I VEIÐI ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaöiö Gljúfurá í Húnavatnssýslu: Bobby Fischer við veiðar Fyrir nokkrum dögum var Bobby Fischer við veiðar í Gljúfurá í Húna- vatnssýslu. Með honum var Friðrik Ólafsson en tvær stangir eru leyfð- ar í ánni. Bobby Fischer hefur áð- ur rennt fyrir laxa, meðal annars í Laxá í Kjós, þegar heimsmeistaraein- vígið fræga var haldið í Laugardals- höllinni forðum daga. Þá fór hann í Kjósina og veiddi nokkra laxa. Mjög góð veiði hefur verið í Gljúfurá í Húnavatnssýslu og hafa veiðst um 145 laxar í ánni í sumar. ■ Gœsaveiðar ganga rólega ,Það virðist sem fuglinn sé mikið upp á fjöllum þar sem hann hefur það fínt í berjum og öðru góðgæti. Leitarmenn sem ég talaði við um daginn urðu varir við mikinn fugl á heiðum á Norðurlandi", sagði skotveiðimaður sem hefur aðeins fengið fimm gæsir þrátt fyrir nokkr- ar veiðiferðir. Blaðið hitti nokkra skotveiðimenn í Borgarnesi sem voru búnir að fá nokkrar gæsir út á Mýrum en urðu ekki varir við mik- inn fugl. Veiðimaður sem við hittum á Skógarströnd sagði mikið vera af fugli á svæðinu en hann hafði ekki orðið var við neina skotveiðimenn. Það er erfitt að henda reiður á það hvað mikið hefur verið skotið af gæs, einhver þúsund af fugli, mest fyrir austan fjall. Mikið hefur sést af rjúpum víða um land og það styttist í að veiði- menn megi ganga til rjúpna. Það eina sem menn hafa áhyggjur af er að fuglinn verði alltof gæfur og ekkert verði gaman að skjóta hann. Það sem gæti bjargað er að það verði komin einhver snjóföl á láglendi ■ Sturla Birgisson, kokkur, með stórlax úr Vatnsdalsá en stórlaxinum hefur fækkað verulega í veiðiánum. Stórlaxinn í stórhœttu / / Landsins mesta úrval afíaxa-og silungaflugum Vegna mikillar eftirspurnar og sölu á Gray-line stöngunum hefur Loop ákveðið í samvinnu við Útivist og veiði að lækka verð á stöngunum um 20% Sértilboð Útivist og veiði býður í þessu sambandi Gray-line stöng fyrir línu 6 á sérstöku tilboði með 30% afslætti ef keypt er Loop-hjól og Loop-Opti skotlína með. Útsölustaöir Loop vörunnar fyrir utan Útivist og veiöi er Sjóbúðin á Akureyri og Veiðiflugan á Reyðarfirði OPIÐ I SUMAR: "S laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19 Neyðarsími allan sófarhringinn 844 7000 UtIVIST°sVEIÐI Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is „Vænir laxar hafa verið að veiðast í Laxá í Aðaldal og þá sérstaklega á Nessvæðinu í sumar, sá stærsti í lax- veiðiánum veiddist þar. Það eru til vænir laxar í Laxá“, sagði Þröstur Elliðason er stórlaxinn bar á góma fyrir fáum dögum. En stórlöxunum fækkar með hverju árinu 1 veiðián- um, það sýna veiðibækur svart á hvítu ef þær eru skoðaðar ofan í kjöl- inn síðustu 20-25 árin. „Stórum löxum hefur fækkað hjá okkur í Laxá í Dölum, við sjáum það í veiðibókunum þegar við skoðum þær“, sagði Jón Egilsson formaður veiðifélags Laxdæla en Laxá í Döl- um var fræg fyrir stórlaxinn. Ekki þótti óalgent að nokkrir tugir laxa frá 18 upp í 22-23 pund veiddust í Laxá í Dölum á hverju ári en það er liðin tíð. „Það veiðast stórir laxar en þeim hefur fækkað, það fer ekki á milli mála“, sagði Jón ennfremur. Vatnsdalsá og Víðidalsá hafa gefið væna laxa í gengum árin en þeim hefur fækkað. I sumar hafa veiðst nokkir vænir í Vatnsdalsánni, þeim hefur flestum verið sleppt aftur í ána. Veiðimálastofnun ber hag stór- laxa fyrir brjósti og það gera veiði- menn líka. Þeir eru farnir að sleppa þeim oftar - en er það bara ekki of seint? Stórlaxinn er í stórhættu. ■ Þórarinn Sigþórsson gllmir viö lax í Selá (Vopnafirði fyrir fáum dögum og landaöi honum skömmu seinna.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.