blaðið - 06.09.2005, Page 14

blaðið - 06.09.2005, Page 14
14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaöiö Ríkisstjórnin hefur haft marga milljarða af öldruðum og öryrkjum EIIVTIU TALAR ÚT, ANNAR í SUDUR Árið 1995 ákváðu stjórnvöld að skera á tengsl milli lífeyris aldr- aðra og öryrkja frá almannatrygging- um og lágmarks- Björgvin launa á almennum Guömundsson vinnumarkaði.................. Fram að þeim tíma höfðu lífeyris- greiðslur hækkað sjálfvirkt um leið og lágmarkslaun hækkuðu. Við þessa breytingu var ákveðið að líf- eyrisgreiðslur ættu frá þeim tíma að taka mið af launaþróun. Þáverandi forsætisráðherra lýsti því yfir við þessa breytingu, að lífeyrisgreiðsl- ur myndu ekki skerðast við breyt- inguna heldur þvert á móti verða tryggar og rúmlega það. Reynslan hefur orðið önnur.Á þessu 10 ára tímabili, sem liðið er síðan, hefur kaupmáttur lífeyrisgreiðslna aldr- aðra og öryrkja aðeins aukist um helming þess sem hann hefur aukist hjá verkafólki með lægstu laun. Rík- isstjórnin hefur haft af öldruðum og öryrkjum á þessu tímabili marga milljarða króna. Skerðingin er svo mikil að hækka þarf bætur aldraðra og öryrkja um 4,6 milljarða til þess að lífeyrisgreiðslur þeirra (grunnlíf- eyrir og tekjutrygging) haldi raun- gildi miðað við það sem það var 1995 (m.v. des. 2004). Grunnlífeyrir og full tekjutrygging væru 12 þús. kr. hærri á mánuði en þær eru (m.v. des. 2004). Skattpíning aldraðra og öryrkja Á sama tíma og framangreind þró- un hefur átt sér stað varðandi kaup- mátt lífeyris aldraðra og öryrkja hefur skattpíning þessa fólks aukist. Skerðing skattleysismarka hefur bitnað þunglega á öldruðum og ör- yrkjum. Skerðingin frá 1989, sem að mestu verður eftir 1995, er sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytis (lagðar fram á Álþingi) 36,4 milljarðar (m.v. 2003). Með öðrum orðum: Ríkissjóður tók3ó,4 milljörð- um meira til sín árið 2003 en verið hefði ef skattleysismörk hefðu fylgt launavísitölu eins og eðlilegt hefði verið. Ef miðað væri við neysluvísi- tölu nemur upphæðin 16,3 milljörð- um sem ríkið hefur tekið meira til sín en verið hefði ef skattleysismörk hefðu fylgt þeirri vísitölu. Hér er um háar fjárhæðir að ræða. Ríkisstjórn- in hefur notað þessa fjármuni til þess að lækka skatta á fyrirtækjum. Það hefur haft forgang. Skattleysis- mörk eru kr. 71.296 i ár en ættu að vera kr. 114.015 ef þau hefðu fylgt launavísitölu en kr. 85.709 ef þau hefðu fylgt neysluvísitölu. Þessi þró- un hefur leitt til þess að öryrkjar og aldraðir sem áður greiddu enga skatta greiða nú háar fjárhæðir í skatta. 29 þúsund manns með tekjur undir 100 þús kr. greiddu á sl. ári tvo milljarða í skatta! (Lífeyrisþegi, sem engar tekjur hefur aðrar en bætur almannatrygginga, er nú farinn að greiða sem svarar 1V2 -2ja mánaða bótum á ári í skatta.) Velferðarkerfið veikara hér en á Norðurlöndum Það sem hefur verið sagt hér að fram- an um kjör aldraðra og öryrkja leið- ir i ljós að stjórnvöld bafa vanrækt málefni þessa fólks. Kjör aldraðra og öryrkja eru mikið betri á hinum Norðurlöndunum. Velferðarkerfið á íslandi er veikara en í hinum nor- rænu löndunum og útgjöld ríkisins til félags-og heilbrigðismála aldr- aðra og öryrkja eru lægri hér en ytra. Raunar eru útgjöld til elli-og örorkulífeyrisþega miklu lægri hér en í flestum OECD löndum. 1 sam- antekt Norrænu hagsýslunefndar- innar á sviði félagsmála um útgjöld til félags-og heilbrigðismála á Norð- urlöndum kemur fram að útgjöld til þessa málaflokks sem hlutfall af landsframleiðslu eru lægst hér á landi. Á íslandi er hlutfallið 9,8% af landsframleiðslu en allt upp í 16,7% af landsframleiðslu í Svíþjóð, 14,7% í Danmörku, 12,8% í Finnlandi og 12,4% í Noregi. Þetta eru athyglisverðar staðreyndir. Þær leiða í ljós að velferðarkerfið hér hefur veikst. Það hefur dregist aftur úr í samanburði við nágrannalönd- in. Það gerist á sama tíma og hér er tekið upp óheft markaðskerfi og harka gegn launafólki og þeim sem minna mega sín eykst. Einmitt þeg- ar svo er komið þarf að efla velferð- arkerfið. Björgvin Guðmundsson, viðskiptafrœðingur óbilgirni. Á þeim bænum eru menn hins vegar á öðru máli. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður Samfylk- ingarinnar á Suðurlandi, fullyrðir á heimasíðu sinni að VG sé um að kenna hvernig fór: „Með því að sprengja Reykjavíkurlistann færðu vinstri grænir íhaldinu í borginni gullið tækifæri til að ná aftur völd- um í Reykjavík. Það er engin spurn- ing en öflugt framboð Samfylkingar- innar mun líklega koma í veg fyrir það. VG mun uppskera einsog þeir sá. Það munu þeir reyna á næstu mánuðum." Óvenjulegar bölbænir Þetta held ég að hljóti að flokkast undir fremur óvenjulegar bölbænir til handa stjórnmálaflokki sem látið hefur verið í veðri vaka að Samfylk- ingin leggi mikið upp úr að starfa með. Svo er nefnilega á Björgvin G. Sigurðssyni að skilja að allt sé til vinnandi að halda íhaldinu frá stjórn ríkis og borgar, nokkuð sem „öflugt framboð Samfylkingarinn- ar mun líklega koma í veg fyrir...“ Hvað skyldi Björgvin G. Sigurðsson nú segja um flokksfélaga sinn Stef- án J. Hafstein og yfirlýsingar hans um hugsanlegt samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn en í viðtali við Blað- ið viðraði hann sjónarmið sín nýlega undir fyrirsögninni: „Sé samstarfs- möguleika við Sjálfstæðismenn". Þar er Stefán Jón, sem gjarnan vill verða borgarstjóri, spurður hvort hann sjái fyrir sér samstarf við “sjálfstæðismenn, jafnvel minnihluta- stjórn?“ Stefán Jón kveður vera flöt á slíku og að „alveg eins“ segir hann „engan veginn fráleitt að minni- hlutastjórn færi fýrir borginni og þyrfti þá að leita samkomulags um einstök mál í sátt og samlyndi.“ Um slíkt samstarf fæ ég ekki annað ráðið af ummælum Stefáns Jóns en að hann horfi fyrst og fremst til Sjálf- stæðisflokksins. Hann er nefnilega sérstaklega spurður um framtíðar- áformin í þessu viðtali og svarar af- dráttarlaust: „En pólitíkin? Hvað á Samfylkingin óunnið, sem ekki hef- ur áorkast á 12 árum í R-listanum?“ Svarið er eftirfarandi: „Ég sé fyrir mér sífellt fleiri verkefni, sem hið opinbera hefur sinnt til þessa, verði unnin í samstarfi við einkaaðila og félagasamtaka. Það hefur kannski verið eitt best geymda leyndarmál R- listans, hvað við höfum gert mikið af þessu, en það er er nóg af sóknar- færum eftir.“ Stefán Jón Hafstein horfir til hægri Hér er talað skýrt. Þegar horft er til næsta kjörtímabils sér hann fyrst og fremst fyrir sér aukna einka- væðingu, framhald á „best geymda leyndarmálinu.“ Hann telur að jafn- vel í minnihlutastjórn verði hægt að ná slíku fram í „sátt og samlyndi.“ Stefán Jón Hafstein veit að svo verð- ur ekki í samstarfi við VG. Sá flokk- ur hefur einmitt viljað efla samfé- lagsþjónustuna og hamlað gegn einkavæðingafárinu sem sannað er að bitnar illa á skattgreiðendum. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eftir. Ekki væru það góðar fréttir fyrir borgar- búa ef þessir flokkar færu saman „í sátt og samlyndi“ að gaumgæfa öll þau „sóknarfæri" sem bjóðast fjár- festum sem við vitum að ólmir vilja maka krókinn í Reykjavíkurborg. VG stendur fyrir öfluga samfélagsþjónustu Mér sýnist hið pólitíska landakort vera að teiknast nokkuð skýrt upp. Mér sýnist margt benda til þess að valkostir kjósenda muni verða nokk- uð skýrir í komandi borgarstjórn- arkosningum. Þar þarf enginn að velkjast í vafa um vilja VG til að efla samfélagsþjónustuna, einvörðungu með hagsmuni borgarbúa í huga. En ég er hræddur um að Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, verði að kynna sér málin betur áður en hann næst drepur niður penna um pólitík- ina í borginni. Ögmundur Jónasson, alþingismað- uríReykjavík blaðið___________________________ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. LANDSBYGGÐIN OG FLUTNINGSKOSTNAÐUR Pað hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að verð á bens- íni og oliu hefur hækkað jafnt og þétt að undanförnu og nú er svo komið að verð á þessari nauðsynjavöru hefur aldrei fyrr ver- ið jafn hátt hér á landi. Ástæðan er hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og virðast allir hlutir hjálpast að í þeirri þróun, nú síðast fellibylurinn Katrín sem kom olíuverði í áður óþekktar hæðir. Það hlýtur að teljast undarlegt, og gagnrýnivert, að ríkissjóður skuli hagnast á þessari dap- urlegu þróun. Þrátt fyrir að stærstur hluti skatta á eldsneyti sé í dag í formi fastrar krónutölu er virðisaukaskattur á eldsneyti það ekki og telur Félag íslenskra bifreiðaeigenda að tekjur ríkissjóðs í formi hærri virðisaukaskatts á eldsneyti muni skila hundruð milljóna króna í tekj- ur fyrir ríkiskassann á þessu ári einu. Þessi þróun kemur við alla landsmenn en það er önnur hlið á þessu máli sem hefur aðallega áhrif á þá sem kjósa að búa á landsbyggð- inni. Undanfarin ár hafa strandsiglingar hér á landi nánast lagst af. Ástæðan er einföld - flutningafyrirtækin þurftu að bregðast við kröfum nútímans um hraðan og reglulegan flutning milli höf- uðborgarinnar og hinna dreifðu byggða. Þetta var augljóslega gert með því að færa flutninginn af sjó og yfir á vegi landsins. Þrátt fyr- ir að þessi ákvörðun hafi verið gagnrýnd víða er ekki hægt að horfa fram hjá henni. En ekki er við flutningafyrirtækin að sakast, íbúar á Reyðarfirði, Isafirði og Hornafirði hafa augljóslega lítinn áhuga á að bíða eftir vörunum sem þeir panta vikum og mánuðum saman. Það sem vekur hins vegar áhyggjur eru þær upphæðir sem flutningur innanlands kostar. Fyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða góða og vandaða vöru á viðráðanlegu verði eru oft ekki samkeppnishæf í verði vegna flutningskostnaðar. Dæmi eru um að flutningskostnaður nemi um og yfir helmingi af kostnaði við að framleiða vöru og koma henni á markað - og það þó að markaðurinn sé í Reykjavík. Það kostar að fly tja, það er augljóst, en það er einnig ljóst að stór hluti af flutningskostnaði liggur í innkaupum á eldsneyti. Með skattlagningu stjórnvalda hér á landi á eldsneyti eru þeir því ekki einungis að leggja gríðarlega háan skatt á bifreiðaeigendur - þeir eru líka að leggja gríðarlegar álögur á hinar dreifðu byggðir hér á landi. 1 úttekt Blaðsins kemur í ljós að það er ódýrara að flytja búslóð frá Reykjavík til Noregs heldur en frá Reykja- vík til Fáskrúðsfjarðar (Guð hjálpi síðan þeim sem ætlar að flytja frá Fáskrúðsfirði til Noregs). Einstaklingum sem flytja búslóð milli lands- hluta blöskrar skiljanlega þessí gríðarlegi kostnaður - kostnaður sem verslunaféígendur og atvinnurekendur á landsbyggðinni þurfa að glíma við, og reikpa inn í daglegan rekstrarkostnað. Það er því eðlileg krafa að stjórnvöld grípi inn í þegar eldsney ti hér á landi er orðið svona hátt. Slíkt myndi á augabragði styrkja hinar dreifðu byggðir sem og létta reksturinn á heimilum þessa lands. Það er dýrt að flytja vörur á Islandi eins og dæmið um búslóðarflutninginn hér að ofan sannar. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14*16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Sem kunnugt er varð ekki sam- komulag um sameiginlegt R-listaframboð í Reykjavík. Eins og við mátti búast eru menn ekki á einu máli um hvað varð þess valdandi að samkomulag náðist ekki. 1VG telja menn að Samfylkingin hafi sýnt Ögmundur Jónasson

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.