blaðið - 06.09.2005, Side 16
16 I VÍSINDI
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaöiö
■T
Gerilsneyðing
rýrir nœringargildi
Gerilsneyðing er sú aðferð kölluð
þegar t.d. vökvi er hitaður og
síðan snöggkældur með það fyrir
augum að útrýma gerlum. Það
var Frakkinn Louis Pasteur sem
lagði grundvöllinn að þessari
aðferð á síðari hluta 19. aldar.
Rannsóknir hans á gerjun bjórs
og víns leiddu hann að þeirri nið-
urstöðu að ákveðnir gerlar gætu
valdið rangri gerjun. í framhaldi
af þessum rannsóknum upgötv-
aði hann að með gerilsneyðingu
væri hægt að fjarlægja þessa gerla
úr vökvanum. Seinna fóru menn
að nota þessa aðferð til að ger-
ilsneyða fleiri vökva eins og t.d.
vatn og mjólk.
Markmiðið að útrýma
hættulegum gerlum
íslendingar þekkja kannski helst
til gerilsneyðingar í sambandi við
mjólkurvörur. Þegar mjólkurvörur
eru gerilsneyddar eru þær hitaðar
uppí 72 gráður í tæplega 15 sekúnd-
ur og síðan snöggkældar. Með þessu
eru skaðlegir gerlar fjarlægðir úr
mjólkinni. Byrjað var að gerils-
neyða mjólk á fsíandi á árunum 1934
til 1935 þegar hin svokölluðu mjólk-
ursölulög gengu í gildi. Markmiðið
var að útrýma hættulegum gerlum
úr mjólkinni eins og t.d. berklabakt-
eríum, staphylococcer og listeriu sem
getur valdið blóðsýkingu og seinna
jafnvel heilahimnubólgu. Einnig veld-
ur gerilsneyðingin því að geymsluþol
mjólkurvara eykst til muna og hætt
við að ef hennar nyti ekki við væru
vörurnar nokkuð dýrari.
Franski vísindamaðurinn Louis Pasteur uppgötvaði að með gerilsneyðingu mátti
útrýma skaðlegum gerlum úr matvælum. Pasteur var f rumkvöðull í rannsóknum á
örverum og lagði grundvöllinn að nútíma læknavísindum.
Næringargildi tapast
Á seinni árum hafa margir gagn-
rýnt þessa aðferð og telja að með
gerilsneyðingunni sé ekki aðeins
verið að útrýma skaðlegum gerlum
heldur einnig gerlum sem geta ver-
ið hollir fyrir mannskepnuna. Þeir
benda á að með auknu hreinlæti við
framleiðslu sé hægt að fyrirbyggja
að skaðlegir gerlar nái að festa ræt-
ur og að í ógerilsneyddri mjólk sé
alls ekki gefið að hættulegir gerlar
finnist. Ennfremur segja þeir að
við gerilsneyðingu tapi mjólkin
hluta af næringargildi sínu. Um
þetta eru þó skiptar skoðanir en
almennt viðurkennt að B-vítamín
í mjólk skerðist sem og að ákveðin
ensími verði óvirk við þetta ferli.
Þeir sem drekka ógerilsneydda
mjólk taka þó alltaf vissa áhættu
þó erfitt sé að meta nákvæmlega
hversu mikil hún sé. Eitt er víst að
gerilsneyðing átti mikinn þátt í því
að hefta útbreiðslu sjúkdóma sem
plagað höfðu mannkynið um þús-
undir ára.
Foreldrar nýta sér
tæknina til eftirlits
Pað er ekki stóri bróðir sem
fylgist með þér heldur
mamma eða pabbi. Foreldr-
ar í Bandaríkjunum eru í auknum
mæli farnir að nýta sér tæknina til
að fylgjast með hegðunar- og neyslu-
mynstri barna sinna. Sem dæmi má
nefna að hægt er að nota farsíma til
að rekja ferðir barnanna, snjallkort
sem hörnin nota í mötuneytum
skóla til að komast að því hvað þau
borða og ökuritar gefa foreldrunum
ekki aðeins upplýsingar um hraða
og ekna vegalengd heldur einnig
hvort hemlað hafi verið snögglega
eða þjösnast á bílnum á annan hátt.
Þetta eftirlit hefur sætt mikilli
gagnrýni enda finnst mörgum sem
verið sé að ráðast inn á friðhelgi
einkalífs barnanna. Foreldrar bera
því aftur á móti við að þeir hafi
fyrst og fremst velferð barna sinna
að leiðarljósi þegar þeir fylgjast með
þeim. Ted Schmidt notar til dæmis
bæði farsíma og ökurita til að fylgj-
ast með börnum sínum fjórum.
Hann varaði þau við eftirlitinu áður
en það hófst fyrir um ári síðan. „Ég
veit hvar síminn ykkar er 24 tíma
sólarhrings, alla daga vikunnar. Ég
get komist að því hve hratt þið ak-
ið. Ég get jafnvel athugað stöðuna
mörgum dögum síðar og séð að þið
hafið ekið á tæplega 130 km hraða á
þjóðveginum klukkan tvö að nóttu“,
sagði Schmidt börnum sínum. Þó
að þetta virðist vera hnýsni í margra
augum er Schmidt viss um að með
þessu stuðli hann að auknu öryggi
barna sinna, meðal annars vegna
þess að þau gera sér grein fyrir því
að fylgst er með þeim.
siattuueiamapKaðurinn
Nú uersiun í Feiismúia
S Electrolux
4 Hö m/drifi
Verð kr. 27.900,-
Verðáöurkr. 39.900,-
4 hö án drifs
high wheel m/safnara
Verð kr. 21.900,-
.Verð áður kr. 34.900,-
15,5 Hö
Verð kr. 149.000,-
Verð áöur kr. 199.000,
NYTT
Briggs & Stratton orf
4 gengis (Þarf ekki að blanda
olíu við bensín - minni hávaði)
Tilboðkr. 19.900,-
Verð áður kr. 34,900.-
Verð 6.900,-
Verð áður kr. 9.900,
Partner1850w
Flymo loftpúðavélar
30% afsl.
4,75 Hö án drifs
Verð kr. 22.900,-
Verð áðurkr. 34.900,-
Slattuueiamarhaðurinn
Fellsmúla s: 517 2010