blaðið - 06.09.2005, Síða 29

blaðið - 06.09.2005, Síða 29
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 DAGSKRÁ I 37 ■ Fjölmiðlar Dæmum menn af verkum fremur en skoðunum Um þar síðustu helgi gerðist skrýt- inn atburður í fjölmiðlaheimum en það var þegar Sigmundur Sigurgeirs- son, forstöðumaður svæðisútvarps RÚV á Suðurlandi, settist við tölv- una sína, óvenju úrillur, og skrifaði færslu í leiðarbók lífs síns á vefnum, blogginn sinn. Það er skemmst frá því að segja að hann tók Bónusfeðg- ana til bæna og það væri synd að segja að hann hafi gert það með ein- hverjum skrauthvörfum. Að því ég gat best séð var hann frekar fúll eftir að hafa lesið risnureikninga þeirra feðga og rifjað upp þeirra gamla slag- orð: „Bónus, ekkert bruðl“. Ég held reyndar að það hafi verið orðbragðið sem fyrst og fremst fór fyrir hjartað á fólki í þessu máli. Ég held að ef hann hefði orðað þetta fín- legar hefði hann getað farið létt með að lýsa nákvæmlega sömu skoðun án þess að menn hefðu kippt sér upp við það. Jafnvel getað gengið talsvert lengra. En það gerði hann nú ekki og því supu menn hveljur hér og þar í bænum. Einkum var það í Efstaleiti í sem menn virtust vera viðkvæmir fyrir essu. Svo viðkvæmir að þeir Bogi gústsson og Óðinn Jónsson gáfu út tilkynningu um að með skrifum sín- um hefði Sigmundur sýnt slíkt dóm- greindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpið. Auðvitað geta fréttastjórar RÚV sett menn út af sakramentinu með þessum hætti, en mér finnst samt að- ferðin einkennileg og röksemdirnar vantar. Nú er ljóst að stjórnendum RÚV þótti framferði fjölmargra fréttamanna sinna í fréttastjóramál- inu ekkert tiltökumál, svo maður skilur ekki alveg hvað hrærir hjarta þeirra svo mjög í þessu máli. Það hlýtur eins og áður segir að vera orðalagið á bloggnum, því ekki trúi ég því að það séu skoðan- ir Sigmundar, sem þeir setja fyrir sig. Hann er ekki fyrsti fréttamaður RÖV með skoðanir, ekki sá fyrsti 21:00-23:00 21.05 Stríösárin á Islandi (6:6) 10. maí sfðastliðinn voru liðin 65 ár frá því að breski herinn gekk á land á fslandi. Sjónvarpið endursýnir nu flokk heimildamynda sem gerður var árið 1990 um þennan atburð. Umsjónarmaöur er Helgi H. Jónsson og um dagskrárgerð sá Anna Heiður Oddsdóttir. 22.00 Tíufréttir 22.20 Rose og Maloney (7:8) (Rose and Maloney) 23:00-00:00 23.10 Málsvörn (27:29) (Forsvar) Endursýndur þáttur frá sunnudagskvöldi. 23.55 Kastljósið Endursýndur þátturfrá því fyrr um kvöldlð. 00:00-6:00 00.20 Dagskrárlok 21:15 Eyes (9:12) (A gráu svæði) 22:00 LAX (6:13) (Unscheduled Arrivals) 22:45 Crossing Jordan (2:21) (Réttarlæknirinn) Hörkuspennandi þættir um Jordan Cavanaugh, hörkukvendi sem starfar hjá dánardómstjóranum í Boston. Jordan er réttarlæknir og er köliuð til þegar andlát ber að höndum en hún gegnir iðulega lykilhlutverki við rannsókn flókinna sakamála. Aðalhl utverkið leikur Jill Hennessy. 23:30 Trois 2: Pandora's Box (Askja Pandóru) Spennutryllir. Mia DuBois er góð í að hjálpa öðrum en sjálf er hún 1 ömurlegu hjónabandi. I vinnunni heyrir hún aðra tala um frábært kynlíf og stenst loksins ekkl mátið. Mia fer á samkomu I kynlífsklúbbl þar sem allt er leyfilegL Hún lendir undir verndarvæng ókunnugs manns sem seint verður talinn fyrirmyndarborgari. Aðalhlutverk: Michael Jai White, Monica Calhoun, Kristoff St. John. Leikstjóri: Rob Hardy. 2002. Stranglega bönnuð börnum. 01:10 Training Day (Nýliöinn) Hörkuspennandi kvikmynd sem færði Denzel Washington Óskarinn. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Ethan Hawke, Tom Berenger, Scott Glenn. Leikstjórl: Antoine Fuqua. 2001. Stranglega bönnuð börnum. 03:10 Fréttir og Island í dag 04:30 Island í bítiö 06:30 Tónlistarmyndbönd frá Ponp TiVf 21:00 Innlit/útlit - ný þáttaröö tnnlit/útlit hefur göngu slna á ný á SkjáEinum. Ahorfendur geta átt von á ýmsum breytingum þar sem nýir og frfskir einstaklingar taka að sér að stýra þættinum f vetur. Þetta eru þau Þórunn Högnadótt- ir, Arnar Gauti Sverrisson og Nadia Katrln Banine 22:00 Judging Amy - ný þáttaröö 23:00 Jay Leno Jay Leno hefur verið kallaður ókrýndur konungur spjallþáttastjórnenda og hefur verlö á dagskrá SKJÁSEINS frá upphafi. 23:45 The Contender (e) 00:40 Cheers - 6. þáttaröö (e) 01:05 Óstöðvandi tónlist 21:00 Aö leikslokum (e) 22:00 Chelsea - W8A frá 24.08 Leikur sem fram fór slðastliðinn miðvikudag. 21.00 TheCut (2:13) 22.00 Kvöldþátturinn Beinskeyttur spjall- og skemmtiþáttur þar sem viðburðir dagslns eru hafðlr að háði og spotti. Stjörnur og afreksfólk af öllum sviðum samfélagsins koma I viðtöl og verða spurð spjörunum úr. 22.40 Davld Letterman 21:30 Mótorsport 2005 22:00 Olfssport 22:30 2005 AVP Pro Beach Volleyball (Strandblak). 00:00 Stuöningsmannaþátturinn„Liðiö mitt" (e) Hörðustu áhangendur enska boltans á Islandi I sjónvarpið. Þáttur (umsjón Böðvars Bergsson 01:00Dagskrárlok 23:40 HM 2006 (Tyrkland - Danmörk) Útsending frá leikTyrklands og Danmerkur í 2. riðli undankeppninnar sl. laugardag. Heimamenn berjast við Dani og Grikki um annað sætið en Úkraínumenn hafa örugga forystu I riðlinum. Danir urðu að vinna til að missa ekki af lestinni. 23:10 The Man in the Moon (Karlinn f tunglinu) Dani Trant er fjórtán ára og þau undur og stórmerki sem gerast á kynþroskaskeiðinu leita mjög á hug hennar. Þegar áhugi hennar á strákum vaknar spyr hún Maureen systur sina ráða en hún er 17 ára og býsna lífsreynd. Aðalhlutverk: Sam Waterston, Tess Harper, Gail Strickland. Leikstjóri: Robert Mulligan. 1991. Leyfö öllum aldurshópum. 00:50 Deeply (Sorgleg ástarsaga) Aðalhlutverk: Kirsten Dunst Lynn Redgrave, Julla Brendler. Leikstjóri: Sheri Elwood. 2000. Bönnuð börnum. 02:35 Chasing Beauties (Kvennaraunir) Rómantlsk gamanmynd. Aðalhlutverk: Hill Harper, David Moscow, Laurel Holloman. Leikstjóri: Kwyn Bader. 1999. Bönnuð börnum. 04:00 The Man in the Moon (Karlinnftunglinu) sem lýsir þeim opinberlega og hingað til hafa menn ekkert verið að draga trúverðugleika fréttastof- unnar almennt í efa þó starfsmenn hennar hafi lýst prívat afstöðu sinni til einstakra mála, svo fremur sem þeir eru ekki að flytja fréttir af þeim líka. Ég held að viðbrögð þeirra Boga og Oðins hafi verið ámóta fljótfærn- isleg og skrifin, sem uppnáminu ollu. Það hefur frá upphafi verið ljóst að Sigmundur er ekki skoðana- laus maður, en hingað til hefur hann ekki átt í vandkvæðum með að aðskilja þær frá fréttum sínum. Ef þeir hafa raunverulegar áhyggjur af fréttunum frá Sigmundi væri þeim í lófa lagið að gera einfaldlega það sem fréttastjórum ber að gera og hafa vakandi auga fyrir þeim frétt- um sem fara í loftið. En það er lítið meðalhóf í því að skrúfa fyrir mann- inn fyrir fullt og fast, ekki síst þar sem menn hafa mér vitanlega ekki gert neinar athugasemdir við vinnu hans fyrir RÚV. Andrés Magnússon Britney og Kevin: Bexjast iun nafnið Britney Spears sagði nýlega frá því að ófætt barn hennar og Kevins væri strákur en þau ættu í mesta basli með að velja á hann nafn. Talsmaður hennar segir að nafnið verði valið á barnið við fæðingu en vinur parsins segir svo frá: „Britney vill skýra hann Jamie eftir föður sínum og yngri systur en Kevin finnst nafnið of stelpulegt og neitar því alfarið að nota stelpunafn á komandi son sinn. Hann vill hins vegar nota nafnið Vegas, eftir uppáhalds partýbænum sínum, eða nafnið Preston.“ Britney er að velta Preston fyrir sér en kann engan veginn við Vegas nafnið. Vinur hjónanna útskýrir málið frekar: „Hún á of margar vondar minningar tengdar partýdögum Kevins í Vegas.“ Þar fyrir utan giftist hún fyrri manni sínum Jason Alexander þar og lýst þess vegna ekkert á það. a Reyklaust á neöri hœðinni á meðan eldhúsið er opið. Eldhusiö er opið fra kl. 8:00 til kl. 22:00. O L t V Q R wvzw.cafeoliver.is ■ Ætlarðu að fylgjast með Idol í haust? Hafdís Sverrisdóttir „Já og ég bíð spennt. Mér finnst þetta frábært tækifæri fyrir ungt fólk að koma sér á framfæri.“ Pálmey Helgadóttir „Já, ætli maður kíki ekki á þetta. Þetta eru sniðugir og skemmtilegir þættir.“ Hafrún Lilja Halldórsdóttir „Já mér finnst það skemmti- legt.“ Berglind Bjarnadóttir „Já, ég reikna með því. Það er gaman að því.“ Sunna Dís Guðjónsdóttir „Já það er gaman.“ Leifur Heiðar Bjarnason „Nei, ég hef ekki vit til þess.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.