blaðið - 23.09.2005, Síða 6

blaðið - 23.09.2005, Síða 6
6 I IWNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 blaöiö + Skipulag Vatnsmýrar: Allir landsmenn hvattir til að taka þátt Almenningi verður gefinn kostur á að leggja sín lóð á vogarskálina við skipulag Vatnsmýrarinnar. Samráðsdagar verða haldnir í Hafnarhúsi á næstunni. Einn þáttur í undirbúningi alþjóð- legrar hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar er sá að gefa almenningi í landinu færi á að leggja fram sínar tillögur að skipulagi svæðisins. I því skyni hef- ur verið boðað til Samráðsdaga í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fimmtudaginn 29. september og laugardaginn 1. október mun öllum áhugasömum standa til boða að koma í safnið, taka þátt í umræð- um og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samráðið er öllum opið og er landsbyggðarfólk sérstaklega hvatt til að taka þátt. „Við munum fá arkitekta frá öllum heimshornum til þess að taka þátt í keppninni og að mínu mati skiptir gríðarlegu máli að almenningur lýsi L : I w Pantið tíma í síma 511-1551 Hársnyrtistofa Villa Þórs Lynghálsi 3 fyrst sinni sýn á þetta svæði,“ seg- ir Dagur B. Eggertsson, formaður stýrihóps um skipulag Vatnsmýr- arinnar. „Síðan verður unnið úr þessum hugmyndum og þær teknar til greina þegar keppnislýsing sam- keppninnar er gerð.“ Dagur segir að verkefnið „Akureyri í öndvegi" sé í raun fyrirmynd að þessari hug- mynd. Ragnar Sverrison skipulagði það verkefni, en þegar nýr miðbær Akureyrar var skipulagður bárust 15 þúsund tillögur sem voru svo not- aðar þegar forsendur arkitektanna voru settar. „Svona íbúalýðræði er gríðarlega mikilvægt,“ segir Ragnar. „Ef stjórnmálamennirnir taka ekki mark á íbúunum, þá taka íbúarnir ekki mark á stjórnmálamönnunum.“ Dagur bætti svo við að málið hafi verið komið ofan í skotgrafirnar á vissan hátt. „Við vonumst til að ná fólki upp úr þessum skotgröfum, og svona samráðsferli er vel til þess fallið að mínu mati.“ ■ Gott uppgjör Hagnaður sparisjóðanna rúmir 4,5 milljarðar Methagnaður varð á rekstri sparisjóðanna og Sparisjóða- bankans á fyrri hluta ársins 2005, en alls nemur hagnað- urinn 4.582 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í milliuppgjöri sparisjóðanna. í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða segir að hagnaður á fyrri hluta ársins sé aðeins um 6% minni en á öllu síðasta ári. „Sparisjóðirnir á Islandi eru alls 23 og starfsmenn þeirra um 900 talsins. Sparisjóðirnir þjóna á milli 60 og 70 þúsund einstaklingum eða sem nemur fjórðungi allra viðskiptavina á einstaklingsmarkaði“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þeir Dagur og Ragnar virtu fyrir sér Vatnsmýrina af svölum Perlunnar i gær. BlaÖiÖ/Steinar Hugi H E L G A R w B L Ó M V Ö N &Ítt6v4Í) *tuf D U R I N N ISLENSK BLOM Erlendir starfsmenn starfsmannaleiga: Njóta lakari * kjara en íslensklr starfsbræður Samtök atvinnulífsins ráðleggja fyrirtœkjum inn- an samtakanna að sniðganga kjarasamninga segir framkvœmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Erlendir starfsmenn starfsmanna- leiga hér á landi hafa að öllum lík- indum lakari réttindi en íslenskir samstarfsmenn samkvæmt túlkun Samtaka Atvinnulífsins (SA). Þessi túlkun kemur fram í bréfi sem sam- tökin sendu Verkalýðsfélagi Akra- ness á dögunum. Forsaga málsins er að fyrirtækið fstak réði til sín 12 danska smiði í gegnum þarlenda starfsmannaleigu. Verkalýðsfélag Akraness kallaði ný- verið eftir upplýsingum um launa- kjör þessara manna. SA svöruðu stéttarfélaginu fyrir hönd fyrirtæk- isins. í bréfi þeirra segir. „...lög um starfskjör launafólks gildi um þessa starfsmenn að því er varðar lágmarkslaun, yfirvinnu- greiðslur, réttindi til orlofs, hámarks- vinnutíma og lágmarkshvíldartíma. Önnur ákvæði þeirra laga gilda því ekki...“. Þetta þýðir að reglur um t.d. uppsagnarfrest, veikindarétt og greiðslur í lífeyrissjóði eiga ekki við um þessa starfsmenn að mati SA. „Að öðru leyti fer um þeirra mál- efni eftir reglum sem gilda í þeirra heimalandi“ segir Ari Edvald, fram- kvæmdastjóri SA um málið. „Veiga- mestu atriðin sem snúa að lágmarks- kjörum er hinsvegar tryggð" segir Ari ennfremur. Verkalýðshreyfingin ósammála „Þeir virðast vera að segja að ákvæði íslenskra kjarasamninga eigi ekki við að öllu leiti“ segir Skúli Thorodd- sen, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambands fslands um málið. „Það sem mér finnst merkilegast í þessu er það að SA eru að ráðleggja fyrirtækjum innan SA að sniðganga kjarasamninga sem gerðir hafa ver- ið við Starfsgreinasambandið i skjóli afar þröngra lögskýringa. Málið er ný komið inn á mitt borð og verður skoðað gaumgæfilega á næstu dög- um“ segir Skúli ennfremur. ■ TAKMAmÐ ÁRA ÁBVRGÐ i Cytronix 42” Plasma sjónvarp svan) 42” Plasmassjónvarp 16:9 breiðtjaldsskjár 852x480 upplausn 3000:1 skerpa 1000 cd/m2 birta S-Video, Loftnetstengi 2x Scart, component, VGA, Serial 13.724r STAÐGREITT: 159.9 VERÐ AÐUR: cfífBULxscixi Baaxo. SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.