blaðið

Ulloq

blaðið - 23.09.2005, Qupperneq 30

blaðið - 23.09.2005, Qupperneq 30
30 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 blaöi6 A Formúla i í Brasilíu um helgina Um helgina fer Formúla í kappakstur- inn ffam á Interlagos brautinni sem er í um 15 kílómetra fjarlægð frá Sao Paulo. Brautin er ekin rangsælis, ein þriggja slíkra brauta í heimsmeistara- keppninni í Formúlu 1. Það reynir þvi óvenju mikið á líkamlegan styrk ökumanna og þá sérstaklega undir lok keppninnar. Þær fréttir að Fehpe Massa frá Brasilíu fari til Ferrari 2006 hljóta að kveikja áhuga heimamanna á kappanum í keppninni á Interlag- os. Landi hans og vinur, Rubens Bar- richello fer til BAR Honda, en hann hefur aldrei náð sama flugi í hugum Brassa og Ayrton Senna gerði. Senna var þjóðarhetja þegar hann lést 1994. Emerson Fittipaldi er önnur hetja í hug- um heimamanna ásamt Carlos Reut- erman. Einnig var Carlos Pace kappi sem heillaði heimamenn og brautin dregur nafn sitt af honum. Interlagos Carlos Pace heitir brautin, en Pace lést í flugslysi eftir fyrsta og eina sigur sinn í Formúlu 1. Fyrsta beygjan á Interlagos brautinni er vandasöm og í ræsingu er betra að fara með gát. Beygjan dregur nafn sitt af Ayrton Senna og er S-laga. Nokkuð er um hóla og hæðir á braut- inni sem reynir á skarpskyggni öku- mannaogkjark. Alonso getur tryggt sér titilinn um helgina Minnsti hraði i brautinni er 90 km á klukkustund, en fer upp í tæplega 300 km hraða á beinasta kafla brautarinnar. Brautin er 4.3 km og oft hafa ökumenn kvartað yfir mishæðóttu malbiki sem kastar bílunum út úr réttri aksturslínu. Ökumenn kunna að meta áhuga heima- manna á Formúlu 1, þó áhuginn sé ekki eins yfirþyrmandi og þegar Senna var oghét. Juan Pablo Montoya vann á Interlag- os í fyrra, en árið áður fór fram kapp- akstur sem verður lengi í minnum hafð- ur. Giancarlo Fisichella vann á Jordan eftir að fjölmörg óhöpp höfðu orðið á brautinni i hellirigningu. Kapphlaupið um titílinn verður i for- grunni á Interlagos þar sem Femando Alonso getur tryggt sér heimsmeist- aratitilinn. Honum nægir þriðja sætið í Formúlu 1 heimsmeistaramótínu í Brasilíu um helgina, til að verða yngstí meistari sögunnar. En McLaren félag- arnir Kimi Raikkönen og Juan Pablo Montoya stefna á tvö efstu sætin og spurning hvort aðrir keppendur geti gert Alonso lífið leitt. Raildcönen er ann- ar á stígum og sá eini sem getur ógnað Alonso í stígakeppninni. Michael Schumacher og Rubens Bar- richello á Ferrari vona að ný Brigdge- stone dekk fleyti þeim framar en til þessa. Ferrari slæst við Toyota um þriðja sætí í keppni bílasmiða, bæði virðing manna og fjármunir eru i húfi fyrir þriðja sætið. BMW Williams hef- ur verið heillum horfið í ár, en Antonio Pizzonia verður á heimavelh, rétt eins og Barrichello og Fehpe Massa. Pizzonia keyrði Montoya út úr keppn- inni á Spa og kostaði það McLaren dýr- mæt stig í titilslagnum. Pizzonia berst fyrir sætí hjá Wihiams og spurning hvort bfll hans er nógu góður tfl að gera toppmönnunum skráveifu. Utsending RÚV á morgun ffá tíma- tökunni hefst klukkan 15.50 og bein útsending ffá keppninni sjálffi á sunnu- dag hefst klukkan 16.30. ■ Heilsunudd þegar þér hentar Með fullkominni tölvustýringu og hátækni nuddbúnaði framkallar Rongtai RT-H09 nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fjarstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. Rongtai nuddstóllinn er hannaður með þig og þínar þarfir í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu G3 til að sannfærast. www.ecc.is ECC Skúlagötu 63 Sími 5111001 Þér er boðið í hudd! 5érstök kynning á föstudag og laugardag, komdu í kaffi og nudd í verslun okkar að Skúlagötu 63 milli 10 og 18 (12 og 16 laugardag) Leifur þjálfar Fylki í gær skrifuðu Fylkismenn undir samning við Leif Sigfinn Garðars- son um að hann verði þjálfari liðs þeirra í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð. Leifur hefur undan- farin ár verið aðstoðarþjálfari FH með góðum árangri og vfst er að missir FH er mikill. Leifur sagði í samtali við útarpsþáttinn Mín Skoðun á XFM 91.9 í gær að honum litist mjög vel á þetta hjá Fylki. Þar væri gott starf unnið og nægur væri mannskapurinn. Leifur sagði að samningamálin við Fylki hafi tekið stuttan tíma og gengið mjög fljótt fyrir sig. Hvað varðar leikmanna- mál liðsins sagði Leifur að þau mál skýrðust á allra næstu dögum hvað varðar þá leikmenn sem eru með lausa samninga. Leifur Sigfinnur skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki eða eins og hann orðaði það: „Það má segja að þetta séu þrír eins árs samningar“. _ Heimir verður aðstoðarþjálfari FH í gær var haldinn fféttamannafund- ur í Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem tilkynnt var um ráðningu Heimis Guðjónssonar sem aðstoðarþjálfara FH á næstu leiktfð. Heimir hefur verið fyrirhði FH undanfarin ár og tilkynnti fýrir nýafstaðna leiktíð að hann hyggð- ist leggja knattspyrnuskóna á hflluna eftír Íeiktíðina. Sögusagnir hafa verið á kreiki að undanförnu að FH-ingar kæmu tfl með missa marga af sínum bestu mönnum fyrir næstu leiktíð. Á fundinum í gær var slegið á þennan orð- róm þegar 5 af stjörnum félagsins skrif- uðu undir tveggja ára samning. Þetta eru Daði Lárusson markvörður, og útfleikmennirnir Davið Þór Viðarsson, Freyr Bjarnason, Hermann Albertsson, Baldur Bett og Tommy Nielsen. Þá endurheimtu FH-ingar nokkra leikmenn sem voru í láni hjá öðrum hð- um í sumar. Pétur Óskar Sigurðsson og Heimir Snær Guðmundsson eru komn- ir ffá ÍBV. Ath Guðnason, Tómas Leifsson, Birg- ir Jóhannsson, Magnús Ingi Einarsson og Sigmundur Pétur Ástþórsson sem voru í láni hjá í.deildarhði Fjölnis eru einnig komnir heim í Krikann og verða með FH á næstu leiktíð. Af þessu er ljóst að FH-ingar ætla ekki að slá slöku við í boltanum á næstu leiktíð og ætla sér að veija titihnn enn og aftur. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.