blaðið - 11.10.2005, Síða 2
2 I IWMLEWDAR FRÉTTIR
ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaöi6
Yfirlýsing
frá Baugi
í ljósi dóms Hæstaréttar í dag,
þar sem máli ákæruvaldsins
gegn stjórnendum Baugs
Group hf. og fleirum var að
mestu vísað frá dómi, vill
stjórn Baugs Group hf. skora á
yfirvöld að hætta frekari áreitni
í garð fyrirtækisins. Það á að
heita fórnarlamb hinna meintu
afbrota en hefur fremur orðið
fórnarlamb lögreglurannsóknar-
innar sem hefur staðið í þrjú ár
og valdið fyrirtækinu ómældu
tjóni. Nú er mál að hnni.
Hreinn Loftsson.
Ákærurnar sem stóðust:
Villandi bók-
hald og tolla-
svik með bíla
Ákæruliðirnir, sem Hæstiréttur
telur rétt að héraðsdómur fjalli
efnislega um, snúast annars
vegar um villandi bókhald
og hins vegar tollasvik vegna
innflutnings á einkabílum sak-
borninga frá Bandaríkjunum.
Ákæruatriði 33-36 snúa að
því að Jón Ásgeir Jóhannesson
hafi, með tilstuðlan og aðstoð
Tryggva Jónssonar, sett fram
rangar og villandi skilgreining-
ar á liðum skammtímakrafna
í efnahagsreikningi Baugs árin
1998 til 2001 þar sem fjárhæð
lána til hluthafa, stjórnar-
manna, framkvæmdastjóra og
aðila þeim nátengdum var ekki
sérstaklega getið heldur felldar
undir liðinn aðrar skammtíma-
kröfur í efnahagsreikningi og
ekki getið í skýrslu stjórnar
eða í skýringum ársreikn-
ingsins eins og bar að gera.
Endurskoðendunum Stefáni
Hilmari Hilmarssyni og Önnu
Þórðardóttur, sem þá störfuðu
bæði hjá KPMG, er gefið að
sök að hafa áritað ársreikninga
með þessum röngu og villandi
sérgreiningum án fyrirvara.
Samkvæmt ákæruatriðum
37-40 er Jóni Ásgeiri, Jóhannesi
Jónssyni og Kristínu Jóhann-
esdóttur gefið að sök að hafa
framið tollsvik og rangfært
skjöl með því að gefa rangar
upplýsingar um kaupverð
fjögurra bíla sem keyptir
voru f Bandaríkjunum í nafni
fyrirtækjanna Baugs og Bónus
á árunum 1998 til 2000.
Blaðið/Gúndi
Akcerur í Baugsmálinu
Hæstiréttur visar 32 liðum
frá en 8 fara fyrir dóm
Alvarlegustu ákceruliðunum vísaðfrá héraðsdómi. Ákceruvaldið harðlega gagnrýnt fyrir
að hafa kastað til höndunum við útgáfu ákceranna.
Hæstiréttur vísaði í gær öllum
ákæruatriðunum nema átta frá
dómi í Baugsmálinu. Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði áður vísað allri
ákærunni frá. Var ákæruliðum 1-32
vísað frá, en héraðsdómi var gert
skylt að taka ákæruliði 33 til 40 til
efnislegrar meðferðar.
í dómi Hæstaréttar segir að slíkir
annmarkar séu á 1. til 32. lið ákæru
að vísa verði málinu frá héraðsdómi
að því er þá varðar. Þó Hæstiréttur
gangi þannig skemur en héraðsdóm-
ur, sem vísaði öllu málinu frá dómi,
er óhætt að segja að Hæstiréttur
gangi skrefinu lengra í umfjöllun
sinni um ákæruna. Þar er sagt að
sumt sé „nánast óskiljanlegt" og ann-
að „sundurlaust". Þessi gagnrýni er
gegnumgangandi, en í dómnum seg-
ir Hæstiréttur að gera verði þá kröfu
til ákæru að af henni og henni einni
skiljist í hverju meint sakarefni eigi
að felast, hvaða lög þau eigi að brjóta
í bága við, með hvaða hætti brotin
hafi verið framin og hvernig tiltekn-
ir sakborningar tengist þeim.
Hæstiréttur telur að ýmist sé
verknaðarlýsingu í ákæru ábótavant
eða að heimfærsla til refsiákvæða
eða tilgreining ætlaðs brots sé ekki
í samræmi við verknaðarlýsingu
og jafnvel í mótsögn við hana. Lög-
menn, sem Blaðið ræddi við, töldu
að dómur Hæstaréttar væri strang-
ur og setti jafnvel ný fordæmi hvað
varðaði hlutdeild. Þá þótti í mörg-
um tilvikum ekki skýrt í hverju þátt-
taka hvers og eins hinna ákærðu í
hinum ætluðu brotum átti að felast,
auk þess sem verulega þótti skorta á
skýrleika í framsetningu ákæru að
öðru leyti.
Öðru máli þótti gegna um 33. til
40. lið ákærunnar. Síðastnefndu
liðunum sé skipað í tvo kafla, sem
standi ekki í tengslum við hina kafl-
ana sex í ákærunni varðandi þær
sakir, sem bornar séu á varnaraðil-
ana. Sé því engin nauðsyn að vísa
málinu í heild frá dómi vegna ann-
marka á hluta þess.
Hæstiréttur segir, að með þess-
ari niðurstöðu standi eftir í málinu
ákæruliðir, sem einn eða fleiri varði
alla varnaraðilana sex. Því ljúki mál-
inu ekki með dómi þessum gagnvart
neinum þeirra. Ákvæði úrskurðar
héraðsdóms um sakarkostnað, þar
með talin málsvarnarlaun, eru því
felld úr gildi og ákvörðun um þau at-
riði látin bíða efnisdóms í málinu. ■
Verjandi Jóns Ásgeirs:
Falleinkunn fyrir
saksóknara
Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra
Baugs, segir úrskurð Hæstaréttar
áfall fyrir ákæruvaldið, sem veki
upp grafalvarlegar spurningar
um vinnubrögð þess. „Þetta er
falleinkunn fyrir ákæruvaldið
og það ákæruvald, sem hér hefur
verið að verki. Það á að skýra það
út fyrir sakborningum og íslensku
þjóðinni hvernig svona lagað gat
gerst,“ segir Gestur.
„Niðurstaðan er sú að nánast
allt málið sé í þeim búningi að
það sé ekki hægt að leggja það
fyrir dóm,“ segir Gestur, en vill
ekki velta vöngum yfir því hvert
eðlilegt framhald málsins væri
,Það er eðlilegast að menn spyrji
ríkislögreglustjóra og ákæruvaldið
hvernig þessi staða getur komið
(i
Heiðskírt 0 Léttskýjað Skýjað Alskýjað
Rigning, litilsháttar Rigning 9 9 Súld Snjókoma
Amsterdam 19
Barcelona 21
Berlín 17
Chicago 12
Frankfurt 15
Hamborg 16
Helsinki 15
Kaupmannahöfn 16
London 19
Madrid 16
Mallorka 23
Montreal 12
New York 16
Orlando 23
Osló 14
París 19
Stokkhólmur 16
Þórshöfn 09
Vín 16
Algarve 21
Dublin 10
Glasgow 10
SJJ Slydda \JJ Snjóél ^j
-2° *
JÞ
*
*
o° *
*
*
*
*
*
JD**
-2°
-2° *
-1° *
*
///
///
///
///
///
///
4© 2° ^
*
JjB 2C
-v
Veðurhorfur í dag kl: 18.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt ð upplýsingum ,rá Veðurstofu (slands
A morgun
^ *
go % 'F'
*
** 1°
2°*