blaðið - 11.10.2005, Side 4
ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaöiö
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
Villandi skoðanakönnun
Samtök verslunar ogþjónustu gagnrýna bindindismenn ogsakaþá um að reyna að blekkja
þjóðina með leiðanai spurningum
Verslunar og bindindismenn deila um það hver sé hæfari að sjá landanum fyrir áfengi.
Stýrivextir
fari í 12% á
næsta ári
Greiningadeild íslandsbanka
spáir því að Seðlabankinn fari
með stýrivexti sína í 12% á
næsta ári. Segir í morgunkorni
bankans í gær að Seðlabank-
inn boði frekari vaxtahækkun
í nýjustu útgáfu Peningamála
og segir að verðbólguhorfur
hafi versnað.
„Peningalegt aðhald var ekki
nægilegt um aldamótin að mati
bankans sem segir ofþensluna
nú meiri en þá. Stýrivextir fóru
þá hæst í n,4% og raunstýrivext-
ir í ríflega 7% en í dag standa
stýrivextir hins vegar í 10,25%
og raunstýrivextir í um 5,5%
miðað við nýjustu verðbólgu-
tölur. Af þessu má ljóst vera að
Seðlabankinn hyggst hækka
vexti sína meira á næstunni og
teljum við að hæst muni bank-
inn fara með þá í 12% á þessu
þensluskeiði. Ekki er útilokað
að bankinn hækki vexti enn
frekar" segir í Morgunkorni fs-
landsbanka í gær.
Gengið styrkist áfram
Greiningadeildin gerir enn-
fremur ráð fyrir að gengi ís-
lensku krónunnar haldi áfram
að hækka. Gerir bankinn ráð
fyrir að gengisvísitalan fari
undir 100 stig á næstunni, en
þó er tekið fram að þar verði
um tímabundið ástand að
ræða.
Safnanir
hafnar
Rauði kross íslands hefur
hafið söfnun til stuðnings
fórnarlömbum jarðskjálftans
í Pakistan. f tilkynningu á
heimasíðu samtakanna segir
að Hjálparsveitir Rauða kross-
ins og Rauða hálfmánans séu
við störf á skjálftasvæðinu,
bæði í Pakistan og á Indlandi.
Aðgerðir Rauða krossins til
lengri tíma miða að því að að-
stoða 50.000 fjölskyldur, eða
um 250.000 manns, til næstu
fjögurra mánaða.
Hægt er að gefa eitt þúsund
krónur til hjálparstarfsins með
þvf að hringja í 907 2020. Einn-
ig er hægt að leggja fram fé af
greiðslukorti á vef Rauða kross-
ins, www.redcross.is. Þá hefur
UNICEF fsland þegar sent 2,5
milljónir til neyðaraðstoðar
og hafa samtökin jafnframt
opnað söfnunarreikning. Þeir
sem vilja styrkja starf UNICEF
á hamfarasvæðunum geta lagt
framlög sín inn á reikning: 101-
26-102040 (kt:48l203-295o)
Samtök verslunar og þjónustu
(SVÞ) gagnrýna harðlega í frétta-
bréfi sínu skoðanakönnun sem
Samstarf um forvarnir lét gera um
afstöðu almennings á sölu léttvíns
og bjórs í verslunum. Þar saka þau
Samstarfið um að beita brögðum
til að blekkja almenning m.a. með
leiðandi spurningum. f könnuninni
sem PSN-samskipti gerði var lögð
fram eftirfarandi spurning: „Ertu
fylgjandi eða andvig(ur) sölu áfeng-
is í matvöruverslunum ef allar gerð-
ir áfengis verða þar til sölu, einnig
sterkt áfengi?“
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri SVÞ, segir að þessi spurning
sé ósvífin og til þess eins nýtileg að
gefa ranga mynd af afstöðu fólks til
þessa máls. Hann segir að kannanir
sem þeir hafi gert sýni að meirihluti
landsmanna sé fylgjandi frjálsri
sölu. „Við höfum verið að láta gera
kannanir fyrir okkur í nokkur ár og
þær hafa alltaf sýnt að meirihlutinn
sé fýlgjandi frjálsri sölu. Við höfum
bara spurt út í léttvín og bjór enda
höfum við ekki áhuga á öðru. Við
höfum ekki álitið það vera okkar
vandamál hvort að sterkt vín seljist
eða ekki.“ Hann segir að forvarnar-
samtökin taki það sem sjálfgefið að
sala á sterkum vínum verði einnig
gefin frjáls verði opnað fyrir létt-
vín og bjór þar sem ekki sé hægt
að standa undir rekstri ÁTVR með
sterkum vínum eingöngu. Þetta sé
ekki að öllu leyti rétt því að hingað
til hafi ágóði af sölu tóbaks verið
notaður til að greiða niður stóran
Samningaviðræður um hafrétt-
ar- og fiskveiðiályktanir allsherjar-
þings S.þ. fara nú fram í New York
og er gert ráð fyrir að þær standi
yfir til 11. nóvember nk. Botnvörpu-
veiðar munu væntanlega koma til
umfjöllunar í viðræðum um fisk-
veiðiályktunina í þessari viku. Tóm-
as H. Heiðar þjóðréttarfræðingur
utanríkisráðuneytisins tekur þátt
í viðræðunum fyrir Islands hönd.
„Niðurstaða allsherjarþingsins fyrir
ári síðan var sú að beina því til ríkja
og svæðisbundinna fiskveiðistjórn-
unarstofnana að bæta stjórnun á
botnfiskveiðum, einkum með tilliti
til verndunar viðkvæmra vistkerfa
hluta af rekstrarkostnaði. Sigurður
gagnrýnir einnig fjölmiðlaumfjöll-
un um málið og segir að í sumum til-
vikum hafi könnunin verið túlkuð
sem hrein andstaða fólks við frjálsri
sölu en svo sé ekki. „Óskir okkar eru
einfaldlega þær að fá léttvín og bjór.
Við höfum engan áhuga á því að fara
selja sterk vín,“ segir Sigurður.
Guðni Björnsson, verkefnisstjóri
Fræ sem hefur unnið verkefnavinnu
99...........................
Við höfum ekki
álitið það vera
okkar vandamál
hvort að sterkt vín
seljist eða ekki
fyrir Samstarfið, segir það alls ekki
rétt að reynt hafi verið að blekkja
fólk með þessari könnun. Hann seg-
ir markmið hennar hafa verið að
víkka út umræðuna um þetta mál-
efni. „Við vitum að sú umræða hef-
ur verið í gangi að sterkt áfengi verði
að fylgja þessum pakka ef af þessum
breytingum verður. Það hefur kom-
ið mjög skýrt fram að rekstrarlegur
grundvöllur áfengisverslana á veg-
um ríkisins, sem mundi eingöngu
vera með sterka drykki, gengur
ekki upp,“ segir Guðni. Hann segir
að vissulega hafi ákveðin forsenda
verið gefin í þessari könnun en það
hafi verið nauðsynlegt til að gera
hafsins. Tillögum um hvers konar
hnattrænt bann gegn botnvörpu-
veiðum á úthafinu var hins vegar
hafnað, ekki síst vegna málflutn-
ings Islands,“ segir Tómas og bæt-
ir við að fsland hafi beitt sér mjög
gegn hvers konar hnattrænum af-
skiptum af fiskveiðistjórnun, enda
sé hún ýmist málefni einstakra
ríkja, eða svæðisbundið málefni að
því er úthafsveiðar varðar. „Af ís-
lands hálfu hefur hins vegar verið
lögð áhersla á að allsherjarþingið
láti sig varða hnattræn vandamál á
borð við mengun hafsins sem virð-
ir engin landamæri og verða aðeins
leyst með hnattrænum aðgerðum.
sér grein fyrir afstöðu fólks. „Sam-
kvæmt þessari skoðanakönnun þá
er þjóðfélagið ekki tilbúið að sætta
sig við það að sala á sterkum drykkj-
um verði gefin frjáls. Þá er spurn-
ingin um hvernig á að leysa vilja
íslendingar hafa gert sitt
Jsland hefur fyrir sitt leyti gert ráð-
stafanir til að bæta stjórnun botn-
fiskveiða og verndun viðkvæmra
vistkerfa hafsins, bæði innan efna-
hagslögsögunnar og í gegnum Norð-
austur-Atlantshafsfiskveiðinefndina,
að því er úthafið varðar. Að því er
varðar svæði á úthafinu þar sem
ekki eru fyrir hendi svæðisbundnar
fiskveiðistjórnunarstofnanir hefur
allsherjarþingið lagt áherslu á að þau
ríki sem stunda þar fiskveiðar komi
slíkum stofnunum á fót og hafi jafn-
framt stjórn á veiðum viðkomandi
fiskiskipa er sigla undir fána þeirra,"
segir Tómas og bætir við að ísland
þjóðarinnar. Rúmlega helmingur
þjóðarinnar vill fá vínin í matvöru-
verslanir en ef það er niðurstaðan að
sterku vínin fylgi með þá er staðan
öðruvísi. Könnunin okkar var að
benda á þessa hlið mála“ ■
styðji þessa nálgun eindregið.
Smáríkið Palau hefur gefið til
kynna að það hyggist leggja fram til-
lögu um einhvers konar hnattrænt
bann við botnvörpuveiðum í samn-
ingaviðræðunum að sögn Tómasar.
,Það vekur athygli að Palau hefur
aldrei, hvorki fyrr né síðar, tekið
nokkurn þátt i viðræðum um áður-
nefndar ályktanir og hið sama á við
um Kosta Ríka sem flutti svipaðar til-
lögur fyrir ári. Sú staðreynd hlýtur
að rýra trúverðugleika málflutnings
þessara ríkja og ljóst virðist að þau
séu i raun að ganga erinda friðunar-
samtaka sem hafa ekki heimild til að
taka sjálf þátt í viðræðunum." ■
Vilja banna
botnvörpuveiðar á úthafinu
Náttúruverndarsamtök hafa enn ogaftur biðlað til Sameinuðu þjóðanna um að setja bann
við botnvörpuveiðum á úthafinu og hafafengið smáríkið Palau í lið með sér. íslendingar
eru andvígir tillögunni.
NEC Símkerfi
sérsniðnar heildarlausnir fyrir fyrirtæki og heimili
^ MEC
Infrontia
~ símtæki
XN120 símstöð
** 3 hliðrænar bæjarllnur
2 x ISDN grunnt. 4 bæjarllnur
Tengi fyrir 8 slmtæki,
stafræn eða hliðræn Jl
4 stk. XN Vision símtæki ^m\
með 22 hnöppum
Símstöð stækkanleg í 2 símtæki og 24 IP síma
Fjárfesting sem vex með þér...
IMfEC
8lnfrontia
símtæki
XN120 símstöð
3 hliðrænar bæjarllnur
12 x ISDN grunnt. 4 bæjarlínur
Tengi fyrir 16 símtæki,
stafræn eða hliðræn
8 stk. XN Vision símtæki
með 22 hnöppum
IMEC
gJP’ Infrontia
MjT símtæki
XN120 símstöð
3 hliðrænar bæjarllnur
4 x ISDN grunnt. 8 bæjarlínur
Tengifyrir 16símtæki,
stafræn eða hliðræn
12 stk. XN Vision símtæki
með 22 hnöppum
»1
DOOlGÍfl
0 0
ÉP' 0 0
Boðleið ehf. Hlíðasmára 8 201 Kópavogi
Sími 535 5200 Fax 535 5209 bodleid@bodleid.is
Kíktu á úrvalið á heimasíðunni www.bodleid.is