blaðið - 11.10.2005, Qupperneq 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaöiö
Excel best ann-
>C r • X r •• X
að arið i roð
Excel Aiways, leiguflugfélag
sem er í eigu Avion Gro-
up, hefur verið valið besta
leiguflugfélagið í Bretlandi af
lesendum Daily Telegraph. 25
þúsund lesendur tóku þátt í
könnuninni og er þetta i annað
skiptið í röð sem flugfélag-
inu hlotnast þessi heiður.
Konur og
lýðræði
Sigríður Anna Þórðardóttir, um-
hverfisráðherra og samstarfsráð-
herra Norðurlanda flutti ræðu
við setningu ráðstefnunnar
Konur og lýðræði í Pétursborg
í hðinni viku. í ræðu sinni fjall-
aði Sigríður Anna Þórðardóttir
meðal annars um launamun
kynjanna og samþættingu fjöl-
skyldu- og atvinnulífs. Umfjöll-
un um fæðingarorlofið vakti
mikla athygli sem og frásögn
af fyrirætlunum kvenna á
Islandi í tilefni af 30 ára afmæli
kvennafrídagsins. Þá greindi
umhverfisráðherra frá þvf að
félagsmálaráðherra hefði áform
um að boða til alþjóðlegrar ráð-
stefnu á íslandi á næsta ári þar
sem karlar ræða jafnréttismál.
Islenskir þátttakendur voru
22 frá ólíkum sviðum samfélags-
ins, bæði stjórnmálamenn, emb-
ættisriienri ö'g fulltrúar frjálsra
félagasamtaka. Ráðstefnan var
sú fjórða í röðinni og jafnframt
sú sfðasta undir yfirskriftinni
Konur og lýðræði en sú fyrsta
var haldin á íslandi árið 1999.
Þátttakendur á ráðstefnunni
voru um 600 frá 11 þjóðlöndum
og fjölþjóðlegum stofnunum.
—r-—.fwQv-— y
Ferðamönn-
ar
um
Erlendum ferðamönnum á Is-
landi fjölgaði um fimm þúsund
í ágúst og september miðað
við sama tímabil í fyrra. Þetta
kemur fram í nýbirtum tölum
Ferðamálaráðs. Samkvæmt
þessum tölum hefur töluverð
aukning orðið á komu erlendra
ferðamanna í september eða
34.619 f stáð 30.900 árið áður.
I fréttabláði Samtaka ferða-
þjónustunnar kemur þó fram
að þrátt fyrir þessa aifluiingu
dragast gjaldeyristekjur af
erlendum ferðamönnum
saman um sem nemur 24%
fyrstu sex mánuði ársins.
Veiðileyfi rjúka út
Mikil veiði síðastliðin tvö sumur hefur aukið áhugann á laxveiðum
Góð veiði í laxveiðiám síðastliðin
tvö ár hefur valdið mikilli þenslu
í sölu veiðileyfa. Þetta kemur
þvert á spá sem gerð var fyrir
nokkrum árum þar sem gert var
ráð fyrir mikilli hnignun innan
greinarinnar. Nú þegar er orðið
uppselt í margar ár og líkur á því
að vinsælustu dagarnir verði seld-
ir fyrir áramót.
Mesta veiði síðan 1975
Samkvæmt Páli Ármanni, fram-
kvæmdastjóra Stangveiðifélags
Reykjavíkur (SFVR), hefur aukin
veiði skapað meiri áhuga á laxveið-
um og aukinni eftirspurn. Hann seg-
ir að SFVR sé þegar byrjað að selja
veiðileyfi í fimm ár í svokallaðri forút-
hlutun. „Við erum að selja inná besta
tfmabilið, hið svokallaða útlendinga-
tímabil sem er svona frá miðjum júlí
til ágúst en það er mismunandi eftir
ám. Salan hefur gengið mjög vel og
er meiri núna en hún var á sama
tíma í fyrra. Við erum að koma út úr
gríðargóðu sumri þar sem t.d. aflinn
í Norðurá tvöfaldaðist.“ Undir þetta
tekur Gunnar Jakob Óskarsson hjá
Stangveiðifélagi Keflavíkur og seg-
ir söluna ívið betri en í fyrra. Hann
segir að þeir byrji að selja veiðileyfi
í nóvember fyrir næsta ár en þeir
hafi fundið fyrir aukningu á þessu
Akveðin bjartsýni ríkir hjá söluaðilum veiðileyfa enda aðsóknin og veiðin búin að vera
mikil síðastliðin tvö ár
ári. „Við erum með eina laxveiðiá og
það var gríðarlega góð veiði í henni
núna í ár. Mesta veiði síðan 1975 að
mig minnir," segir Gunnar.
Brjáluð aðsókn
Stefán Sigurðsson, sölustjóri innan-
lands hjá Laxá, segir að meginástæða
fyrir aukningu á sölu veiðileyfa megi
rekja til mikillar veiði á síðastliðnum
tveim sumrum. „ Það var ofsaveiði í
fyrra í fyrsta skipti í mörg ár og það
var alveg brjáluð aðsókn og það er
brjáluð aðsókn núna. Aðalbyltingin
var í fyrra og svo varð þetta sumar
ennþá betra sem er bara frábært."
Hann segir helsta vandamálið í
greininni um þessar mundir vera of
hátt gengi íslensku krónunnar sem
geri alla sölu til útlendinga erfiða.“
Staðan er björt en hún væri miklu
betri ef gjaldeyrinn væri betri. Það
sem hjálpar er uppgangur í íslensku
samfélagi og menn eru að kaupa
veiðileyfi í mun meira mæli. Ef það
væri ekki fyrir þennan uppgang og
sölu til Islendinga þá væri þetta frek-
ar óbjart ástand,“ segir Stefán. ■
Milljarðatjón og ekkert eftirlit
Vatnstjón á íslandi talið nema allt að 1,6 milljörðum á ári hverju.
Lagnir í nýja Samskipahúsinu fá verðlaun Lagnafélags íslands.
Árið 2004 urðu 5.715 bótaskyld vatns-
tjón að andvirði eins milljarðs króna
á Islandi. Þetta segir Kristján Ottó-
son framkvæmdastjóri Lagnafélags
íslands. „Þetta eru tölur frá trygginga-
félögunum en svo má bæta við 5-600
milljónum 1 tjónum sem ekki eru til-
kynnt,“ segir Kristján. „Til samanburð-
ar má nefna að tjón af völdum bruna
á hverju ári nemur ekki nema um 600
milljónum á ári hverju að meðaltali. Þó
fer mun meira fyrir fréttum af brunum
en fréttum af vatnstjóni. Það má Varla 'r
kvikna í ruslatunnu án þess að það fari
í fréttirnar, en hins vegar heyrist ekk-
ert af því þegar vatnsrör fer á efstu hæð
í blokk til dæmis og skemmir parket á
öllum hæðum fyrir neðan. Eldurinn
er svo hættulegur, en það er hitaveitan
líka.“ Tjón af völdum vatns hefur stað-
ið í stað undanfarin ár að sögn Krist-
jáns. „Hins vegar er merkilegt, að til er
fyrirbæri sem heitir Brunamálastofn-
un og er merkileg stofnun sem á full-
an rétt á sér, en það er engin stofnun
sem fæst við þetta gífurlega tjón sem
vatnið veldur á hverju ári. Lagnakerfa-
miðstöð Islands er sjálfseignarstofnun
sem studd hefur verið af 60 fyrirtækj-
um og er samstarfsvettvangur þeirra
sem vinna við rannsóknir og fræðslu í
lagnaiðnaði, en fengið lítinn stuðning
frá hinu opinbera. Opinberi geirinn
virðist bara ekki sjá þetta vandamál,
og því verður að breyta."
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa veitir viðtöku viðurkenningu
Lagnafélags fslands fyrir„lofsvert iagnaverk 2004" úr hendi Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, formanns Lagnakerfamiðstöðvar íslands
Eftirliti stórlega ábótavant
Kristján segir að lagnaefni séu alltaf
að batna en fólk verði að passa sig á
því að nota rétt efni við réttar aðstæð-
ur. „Það eru dæmi um að menn séu að
nota efni sem aðeins á að nota í görð-
um inní veggjum húsa sinna. Efnið er
kanski gott útaf fyrir sig en hentar ekki
hvar sem er. Og þá komum við að eftir-
litinu," segir Kristján. „ekki er það hjá
byggingafulltrúaembættunum því það
er allveg steindautt fyrirbæri og bara
falskur pappír. Ég myndi því segja að
í raun sé ekkert eftirlit á lögnum húsa
á neinu stigi. Þeir hjá byggingafulltrúa
hafa hvorki mannskap né peninga til
þess að geta haft eftitlit með þessum
hlutum. Þessir menn gera sitt besta,
en þeir komast bara ekki lengra." Að-
spurður segist Kristján vilja sjá eftirlit-
ið í höndum einkaaðila. Þannig sé það í
rafmagnsiðnaðinum.
Samskip hlutu viðurkenninguna
„lofsvert lagnaverk 2004“ fyrir lagnir í
nýja Samskipahúsinu við Kjalarvog.
Húsið er engin smásmíði og sem dæmi
má nefna að í húsinu eru samtals 65
kílómetrar af pípulögnum. Lagnafé-
lag Islands hefur frá árinu 1990 veitt
viðurkenningar fyrir lagnaverk í
nýbyggingum sem þykja framúrskar-
andiíhönnun og uppsetningu. p
Olíufélögin
selja Gas-
félagið
Gasfélagið ehf.helsti innflytj-
andi á fljótandi gasi og gashylkj-
um til landsins hefur verið
selt. Olíufélögin Olís, ESSO
og Skeljungur áttu fyrirtækið
í sameiningu en það hefur
verið rekið í núverandi mynd
síðan 1995. Kaupendur eru
ísmyndir ehf, sem er i eigu Jóns
Þ. Jónssonar stjórnarformanns
Saxhóls ehf og Arnars Arnars-
sonar fýrrverandi framkvæmda-
stjóra Gasfélagsins. Kaupend-
ur segja að um sé að ræða
einkar spennandi tækifæri
með miída möguleika enda
hefur gasnotkun hér á landi
aukist mikið síðustu árin og
rekstur fýrirtækisins gengið vel.
Jarðskjálfti
á Eyjafjarðar-
svæði vekur
bændur af
værum blundi
Nokkuð snarpur jarðskjálfti
varð á Eyjafjarðarsvæðinu í gær-
morgun um þrettán mínútur
yfir átta og mældist hann 3,7 á
Richter. Skjálftinn fannst víða
m.a. á Ólafsfirði þar sem hillur
hristust og í Hörgárdal vaknaði
maður upp við hann. Upptök
skjálftans voru um 11 km norð-
austur af Siglufirði samkvæmt
mælum veðurstofiinnar. Að
sögn Kristlnár Vogtjörð, hjá
Eðlisfræðisviði veðurstofunnar,
er þetta eklci óeðlileg virkni þó
þessi skjálfti sé nokkuð sterkari
en venjulega mælist á þessum
slóðum. Nokkrir eftirskjálftar
ufðu stuttu eftir aðalskjálftann
fram eftir morgni sá stærsti rétt
undir tveimur á Richter-kvarða.
Nokkrir skjálftar hafa mælst
á þessu svæði undanfarnar
vikur en að sögn Kristínar er
það afskaplega eðlilegt því þar
liggur velþeldt sprungusvæði
sem láti reglulega í sér heyra.
Loðnuleit hefst
Loðnuleit hófst í gær þegar
veiðiskipin, Björg Jónsdóttir frá
Húsavík, Guðmundur Ólafur
frá Ólafsfirði og skipin Huginn
og Álsey frá Vestmannaeyjum
lögðu úr höfn. Áætlað leitar-
svæði skipanna er fyrir norðan
land, vestur í átt að Grænlandi
og til austurs djúpt norðaust-
ur af Langanesi. Finni skipin
loðnu verður Hafrannsóknar-
skipið ÁrniEriðriksson sent
á svæðið til frekari mælinga.
stærri verslun
meira úrval
frábær tilboð
Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði S.565-5970
www.sjonarholl.is
SYNCRO
Heyrnartœki
með gervigreind
Afgreiðslutími innan
þriggja vikna
Bjóðum margar tegundir
af sjólfvirkum, stafrœnum
heyrnartœkjum
Verð fró 47.000 - 170.000 kr
fyrir eitt tœki
Persónuleg og góð þjónusta
ó Akureyrí - IsafirOi - EgilsstöOum
Heyrnartœkni
Betri heyrn
-bœtt lífsgœði
www.heyrnartaekni.is
Glæsibær Álfheimum 74 104 Reykjavík • TVyggvabraut 22 600 Akureyri • símí: 568 6880