blaðið - 11.10.2005, Side 8

blaðið - 11.10.2005, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaóiö Fundi Abbas og Sharons frestað Fundi Ariels Sharons, forsætisráðherra Israels, og Mahmud Abbas, leiðtoga Pal- estínumanna, var frestað til loka mán- aðarins í gær þar sem ólíklegt þótti að fundurinn myndi leiða til árangurs. Leiðtogarnir ætluðu að halda þriðja fund sinn á árinu í gær en talsmaður Palestínumanna sagði að ekki hefði náðst nægur árangur á undirbúnings- fundum. I tilkynningu frá skrifstofu Sharons segir að vonast sé til að hægt verði að halda fundinn eftir að Abbas kemur til baka úr heimsókn til George Bush, Bandaríkjaforseta, þann 20. október. Þangað til munu undirbúningsnefnd- ir á beggja vegum reyna að komast að Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu- manna. Fundi hans og Ariels Sharon, for- sætisráðherra fsraels, hefur verið frestað til loka mánaðarins. samkomulagi um helstu mál fúndar- ins svo sem lausn palestínskra fanga, fyrirkomulagi öryggiseftirUts á Vest- urbakkanum og mál palestínskra víga- manna sem eftirlýstir eru í Israel. Þetta verður fyrsti fundur leiðtoganna síðan IsraelsmennyfirgáfuGasasvæðið. ■ TISKUVERSLUNIN SMART ERUM AÐTAKAUPP HELLING AF NÝJUM VÖRUM Grímsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 106 600 Akureyri • Sími 588 8050. 588 8488.462 4010 email: smartgina@simnet.is Áskriftarsími 5 ■nyggðu þér eintak á næsta blaðsölu- stað Leiðbeiningar um lagningu gólfefna, og val á lýsingu. Hönnun sumarhúsa og innlit í falleg sumarhús. Grænmeti, stafafura og lúpína. Neyðaraðstoð berst seint og illa Yfirvöld óttast að allt að 40.000 manns hafifarist í hamförunum um helgina. Enn hafa björgunarsveitir ekki náð til afskekktraþorpa. Óttast að allt að fjórar milljónir verði heimilislausar. Gripdeildir brjótast út víða. Yfirvöld í Pakistan óttast að allt að 40.000 manns hafi farist f jarðskjálft- anum álaugardag. Háttsettur embætt- ismaður sagði að á milli 30 og 40.000 manns hefði farist í fjallahéruðun- um í norðausturhluta landsins og um 60.000 manns til viðbótar slasast. Bú- ist er við að tala látinna muni hækka talsvert enda hafa björgunarsveitir ekki enn náð til margra afskekktra þorpa. Þá hafa nærri 700 dauðsföll verið tilkynnt á Indlandi auk þess sem margir fórust í Afganistan. Allt að fjórar milljónir heimilislausar Alþjóðlegar hjálparstofnanir telja að yfir 120.000 manns séu í brýnni þörf fyrir húsaskjól og allt að fjórar millj- ónir verði heimilislausar. Skortur er á matvælum, lyfjum og læknisaðstoð. Landsmenn eru margir hverjir reiðir og sárir vegna þess hve hægt og illa gengur að koma nauðstöddum til hjálpar og sumsstaðar hafa átt sér stað rán og gripdeildir í kjölfar ham- faranna. Mikilvægir vegir eru margir ófærir vegna skriðufalla, orkustöðv- ar og vatnsveitur eru víða óstarfhæf- ar og sjúkrahús og skólar ónýtir. „Á Það stendur varla steinn yfir steini lengur í bænum Balakot eftir jarðskjálftann sem reið yfir norðausturhluta Pakistan á laugardag. þeim svæðum sem eru verst leikin hefur heil kynslóð glatast,“ sagði Shaukat Sultan, talsmaður pakist- anska hersins í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. Hann sagði að þau svæði sem hefðu farið verst út úr skjálftanum væru í nágrenni borg- arinnar Muzaffarabad í pakistanska hluta Kasmírhéraðs. Grafið í rústum með berum höndum Víða gróf fólk með berum höndum í rústunum í von um að finna vini eða ættingja. Angist greip um sig og sumsstaðar upphófust rán og grip- deildir þegar neyðaraðstoð lét standa ásér. „Við lifðum af jarðskjálftann en nú áttum við okkur á því að við mun- um deyja úr hungri og kulda,“ sagði Mohammad Zaheer, íbúi í bænum Balakot sem var mjög illa leikinn í hamförunum. I Muzaffarabad voru matvæli, tjöld, teppi og lyf rifin út úr hertrukkum stuttu eftir að þeir komu til borgarinnar. Annarsstaðar í borginni braust fólk inn á bensín- stöðvar til að útvega eldsneyti til að geta eldað og haldið á sér hita. I gær tókst að opna fjallvegi til Muzaffarabad og Balakot sem lokast höfðu vegna skriðufalla ogliðkaðiþað mjög fyrir neyðaraðstoð. Alþjóðlegar björgunarsveitir með leitarhunda og sérhæfðan leitarútbúnað eru komnar til landsins og bráðabirgðasjúkrahús- um hefur verið komið upp á hamfara- svæðunum. Fjárhagsaðstoð berst víða að meðal annars hafa Bandarík- in veitt 50 milljónum Bandaríkjadala til aðstoðar, Heimsbankinn 20 millj- ónum dala og Þróunarbanki Asíu hef- ur heitið að útvega 10 milljónir dala. Amazon-regnskógarnir: Verstu þurrkar í áratugi Brasilískur veiðimaður rær meðfram bökkum Parana de Manaquiri árinnar. Fjöldi dauðra fiska er á bökkum árinnar vegna mikilla þurrka á svæðinu. Mestu þurrkar í meira en fjóra áratugi hafa valdið miklu tjóni á stærstu regnskógum heims, Amaz- on-skóginum í Suður Ameríku. Skógareldar hafa kviknað, drykkj- arvatn mengast og fiskar drepist í milljónatali vegna þess að ár hafa þurrkast upp. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í 16 sveitarfélögum og svæðinu verið lokað eftir tveggja mánaða þurrk. Sumir vísindamenn kenna hækkandi hitastigi sjávar sem er afleiðing hlýnunar jarðar um ástandið. Hlýnun jarðar er einn- ig talin eiga þátt í því að óvenjumarg- ir mannskæðir fellibyljir hafa geng- ið yfir suðurströnd Bandaríkjanna og Mið Ameríku að undanförnu. Einnig er talið að eyðing skóga eigi þátt í þurrkunum vegna þess að með því að fella tré minnkar raki í loftinu og sólarljós á greiðari aðgang að jörðinni. Aðrir vísinda- menn segja að miklir þurrkar séu eðlilegir og hafi komið í bylgjum áð- ur en hlýnun jarðar hófst. g Marokkósk yfirvöld stemma stigu við flœði flóttamanna: Flóttamenn sendir til baka Yfirvöld í Marokkó hafa gripið til þess ráðs að senda til baka hundruð Afríku- búa sem leggja leið sína til landsins í því skyni að reyna að komast þaðan til Evrópu. Sumir þeirra sem sendir voru til baka sögðust ætla að reyna aftur að komast til Evrópu. Rútur og flugvélar eru notaðar til að snúa flóttamönnun- um til baka. Ibúar fátækra Afríkuríkja sem hggja sunnan Sahara og á vestur- strönd Afríku hafa streymt til Marokkó að undanförnu og reynt að komast það- an inn á spænskt yfirráðasvæði í gegn- um borgirnar Ceuta og Melilla. Fjórtán flóttamenn hafa látið lífið í tilraunum til að komast yfir landamæragirðingar og stórum hópum flóttamanna hefur verið vísað til baka af spænskum og marokkóskum hermönnum. Yfirvöld í Madrid hafa verið gagnrýnd harkalega heima fyrir vegna frásagna af harka- lepri mpðferð landamæralöpreplu á Afrískir flóttamenn sem vildu freista þess að komast til Evrópu gegnum spænsk yfirráða- fóUci sem komst yfir landamærim ■ svæði ‘Marokkó bíöa Þess að verða fluttir tMsíns heima'

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.