blaðið - 11.10.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaðið
Bandaríkjamenn setjafram kröfur sínar fyrir fund WTO:
Japan og ESB dragi
úr niðurgreiðslum
í landbúnaði
sú
Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna vill að Evrópusambandið og Japan dragi úr niður-
greiðslum til landbúnaðar.
Rob Portman, viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna, hvatti Evrópusam-
bandið og Japan til að draga úr land-
búnaðarstyrkjum sínum um 8o% og
sagði að Bandaríkin væru reiðubúin
draga úr niðurgreiðslum um 6o% á
næstu fimm árum.
„Ég held að það sé ekki óréttlátt
að fara fram á það við lönd sem nið-
urgreiða meira en við að þau reyni
að minnsta kosti að koma til móts
við okkur,“ sagði Portman við frétta-
menn áður en fundur Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar (WTO) hófst
í Zurich í Sviss í gær. Á fundi með
fréttamönnum kynnti Portman
áætlun til 15 ára um að losa um höft
í landbúnaðarviðskiptum á heims-
vísu.
Hefur óeðlileg áhrif á viðskipti
með landbúnaðarafurðir
Evrópusambandið og Japan eyða
mun meira fé í aðstoð við bændur
en Bandaríkjamenn og hafa gagn-
rýnendur sagt að þetta hafi óeðlileg
áhrif á viðskipti með landbúnaðar-
afurðir i heiminum. Portman sagði
að niðurgreiðslur frá Brussel væru
þrisvar sinnum hærri en þær sem
bandarísk stjórnvöld greiddu og
jafnvel þó að dregið yrði úr þeim
um 80% myndu þær vera tvisvar
sinnum hærri en í Bandaríkjunum.
Portman sagði ennfremur nauðsyn-
legt að Evrópusambandið og Japan
kæmu til móts við kröfur Bandaríkj-
anna ef bandarískir bændur ættu
að fást til að sætta sig við að dregið
verði úr niðurgreiðslum.
Fjallað verður um niðufellingu
tolla, styrkja, niðurgreiðslna og
annarra viðskiptahafta í fundarlotu
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
sem áætlað er að ljúki fyrir áramót.
Tilgangur fundarins í Zurich er að
undirbúa aðalfund stofnunarinnar
í Hong Kong í desember. Þar er von-
ast til að hægt verði að skrifa undir
samkomulag um aukið frelsi í við-
skiptum með landbúnaðarafurðir.B
a stigaganginn
Falleg aðkoma aö heimilinu skiptir máli.
Teppi er slitsterkt gólfefni sem auðvelt
er að þrífa, hljóðeinangrandi og hlýlegt.
Við seljum vönduð og endingargóð teppi
sem eru ofnæmisprófuö og á góðu verði.
|
’í-
Lögregluþjónar í New Orleans:
Kærðir fyrir
líkamsárás
Þrír lögregluþjónar í New Orleans
eiga yfir höfði sér kæru fyrir lík-
amsárás eftir að myndband náðist
af þeim þar sem tveir þeirra gengu
í skrokk á 64 ára gömlum manni
sem grunaður var um að vera und-
ir áhrifum á almannafæri. Þriðji
lögregluþjónninn reyndi að hindra
myndatökumann AP-fréttastof-
unnar í að kvikmynda atburðinn.
Eftir að hafa verið handteknir og
yfirheyrðir var lögregluþjónunum
þremur vikið tímabundið úr starfi á
sunnudag og verður málið rannsak-
að sem glæpamál í kjölfarið. Lögregl-
an í New Orleans sem hefur lengi
legið undir ámæli vegna ofbeldis og
spillingar þarf nú að takast á við eft-
irköst fellibylsins Katrínar.
Á upptökunni má sjá lögregluþjón
berja hinn grunaða, Robert Davis,
að minnsta kosti fjórum sinnum
í höfuðið fyrir utan bar í franska
hverfinu á laugardag. Annar lag-
anna vörður sparkaði í Davis og sló
hann tvisvar. Einn lögregluþjónn-
inn skipaði myndatökumanni AP-
fréttastofunnar að hætta að mynda.
Þegar myndatökumaðurinn sýndi
blaðamannaskilríki sín réðst lög-
regluþjónninn á hann. ■
Róstursamt í Darfur-héraði í Súdan:
Friðargæslulióum
Afríkusambands-
ms
Uppreisnarmenn í Darfur-neraðT"í
Súdan hafa sleppt 38 friðargæslulið-
um Afríkusambandsins sem þeir
rændu á sunnudag. Afríkusamband-
ið hafði áður kennt aðskilnaðarhópi
úr Réttlætis- og jafnréttishreyfing-
unni um að hafa rænt friðargæslulið-
unum sem vinna að því að koma á
vopnahléi í héraðinu. Flokksbrotið
neitar ásökununum. Kamerúnmað-
ur sem var í forsvari fyrir hermenn
Afríkusambandsins staðfesti að
hann og túlkur hans hefðu verið
frelsaðir eftir að skotbardagi braust
út á milli tveggja hópa uppreisnar-
manna.
Afríkusambandið er með um 6000
friðargæsluliða í Darfur og hafa
þeir það hlutverk að sjá til þess að
vopnahlé sé virt. Afríkusambandið
hefur gagnrýnt uppreisnarmenn og
stjórnvöld landsins harkalega á und-
anförnum vikum í kjölfar þess að of-
beldi í héraðinu hefur stigmagnast.
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, hótaði að neyðaraðstoð
Kofi Annan, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, hótaði að hætt
yrði tímabundið við alla neyð-
araðstoð í Darfur-héraði eftir
gíslatökuna á sunnudag.
í Darfur-héraði kynni að vera hætt
tímabundið í kjölfar gíslatökunnar
á sunnudag sem væri algerlega óá-
sættanleg. ■
Innflutningur fugla fra
Tyrklandi bannaður
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins bannaði í gær allan inn-
flutning á lifandi fuglum og fugla-
kjöti frá Tyrklandi eftir að yfirvöld
þar í landi staðfestu að fuglaflensa
hefði greinst í fuglum þar. Tyrknesk-
ir sérfræðingar reyndu að draga úr
ótta fólks við sjúkdóminn sem hef-
ur valdið dauða milljóna fugla og
65 manns í Asíu síðan 2003. Fram-
kvæmdastjórnin sagðist ekki hafa
gripið til neinna ráðstafanna vegna
gruns um að fuglaflensa hefði bor-
ist út í Rúmeníu.
Niðurstöður rannsókna á fugla-
flensutilfellum í Rúmeníu og Tyrk-
landi ættu að liggja fyrir á morgun,
miðvikudag, og mun Framkvæmda-
stjórnin bregðast við i samræmi við
þær.
Yfirvöld í Úkraínu bönnuðu inn-
flutning á fuglakjöti frá Rúmeníu og
Tyrklandi í gær eftir að staðfest var
að fuglaflensa hefði greinst í löndun-
um. Áður höfðu úkraínsk yfirvöld
bannað innflutning á fuglakjöti frá
Rússlandi, Kasakstan, Suður-Kóreu
og Japan i kjölfar fuglaflensutilfella
i löndunum. ■
Alla virka daga
HÁDEGISVER0ARTILBOÐ
Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborðí
Frá 11.00-13.30
Tilhoöin giida ekki með heimsendingu
Sóltún 3 S 562 9060 Bæjarlind 14-16 S 564 6111
m m
tho I Iensh matstofa