blaðið - 11.10.2005, Side 12

blaðið - 11.10.2005, Side 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaöiö FRÉTTASKÝRIMG Merkel verður kanslari Pýskalands Schröder tekur líklega ekki sceti í stjórninni. Merkel er fyrsta konan til að gegna embœtti kanslara. Jafnaðar- mannaflokkurinn og Kristilegir demókratar komust að samkomulagi eftir þriggja vikna þrátefli. Nánast jöfn skipting ráðuneyta. Efnahags- og atvinnumál brýnustu úrlausnarefni nýrrar ríkisstjórnar. RÝMINGARSAIA Á ELDHÚS OG BAÐINNRETTINGUM VEGNA ENDURNÝJUNAR SÝNINGARSAL. 40% AFSLÁTTUR ER VEITTUR AF SÝNINGARINNRÉTTINGUM. ENNFREMUR VEITUM VIÐ 15% AFSLÁTT AF NÝJUM VÖRUM TIL 15. OKTÓBER. SERVERSLUN MEÐ INNRETTINGAR OG ST/GA Angela Merkel, tilvonandi kanslari Þýskalands, hringir bjöllu við upphaf funds með leiðtogum Kristilegra demókrata, í gaer. Angela Merkel verður næsti kansl- ari Þýskalands. Hún staðfesti það á fundi með fréttamönnum í gær. Gerhard Schröder, fráfarandi kansl- ari, hefur fallist á að eftirláta Merk- el kanslarastólinn sem hann hefur vermt í sjö ár. Schröder tekur að öllum Hkindum ekki sæti í nýju rík- isstjórninni. Jafnaðarmannaflokkur Shcröders og Kristilegir demókrat- ar sem Merkel er í forsvari fyrir náðu í fyrrinótt samkomulagi um að Merkel yrði næsti kanslari lands- ins og fyrst kvenna til að gegna því embætti. Samkomulagið náðist með erfiðismunum eftir langar og stífar viðræður og þriggja vikna baráttu flokkanna um hvor skyldi leiða stjórnina. Þar með lýkur þeirri pattstöðu sem verið hefur í þýskum stjórnmál- um síðan í þingkosningunum fyrir þremur vikum vegna ágreinings um hver ætti að leiða ríkisstjórn lands- ins. í kjölfarið geta flokkarnir hafið eiginlegar stjórnamyndunarviðræð- ur og komið sér saman um málefna- skrá. Talið er að þær viðræður taki nokkrar vikur en forystumenn flokk- anna vonast til að þeim verði lokið fyrir 12. nóvember. Ekki hefur sam- steypustjórn tveggja stærstu stjórn- málaflokkanna verið við völd í Þýska- landi síðan á sjöunda áratugnum. Nánast jöfn skipting ráðuneyta Flokkarnir tveir munu skipta nán- ast jafnt með sér ráðherrastólum en ekki er ljóst hvaða áhrif skipting ráðuneyta mun hafa á getu Merkel til að leiða ríkisstjórnina sem marg- ir telja að verði óstýrilát. Sumir sér- fræðingar telja hættu á að stór sam- steypustjórn sem þessi verði ekki langlíf. Katinka Barysch, yfirhag- fræðingur hjá Umbótamiðstöð Evr- ópu í London, telur að Merkel muni þurfa að hafa sig alla við til að halda ríkisstjórninni saman og muni enn- fremur þurfa að gefa eftir í ýmsum málum. Samkvæmt heimildarmönnum innan Jafnaðarmannaflokksins mun flokkurinn fá átta ráðuneyti í sinn hlut, þar á meðal ráðuneyti ut- anríkismála, fjármála, atvinnumála, dómsmála,umhverfismála,heilbrigð- ismála og samgöngumála. Kristilegir demókratar og systurflokkur hans í Bæjaralandi fá sex ráðuneyti í sinn hlut auk kanslaraembættisins. Mun flokkurinn væntanlega taka að sér efnahagsmál, innanríkismál, varn- armál, landbúnaðarmál, menntunar- og fjölskyldumál. Edmund Stoiber, leiðtogi CSU systurflokks Kristi- legra demókrata, staðfesti í gær að hann yrði ráðherra efnahagsmála í hinni nýju ríkisstjórn. Iron Maedchen Angela Merkel er 51 árs, prestsdóttir og ólst upp í Austur-Þýskalandi. Hún þykir í senn vera alþýðleg og hörð í horn að taka. Fjölmiðlar í Þýskalandi hafa líkt Merkel við Margaret Thatc- her, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og kallað hana „Iron Ma- edchen“ og Maggie Merkel.“ Með því að verða kanslari Þýska- lands fyrst kvenna hefur hún ekki aðeins náð ótrúlegum frama í þýsk- um stjórnmálum, heldur einnig á alþjóðavísu. Hún verður þar með fyrsta konan sem er í forsvari fyrir eitt af stórveldum Evrópu síðan Ed- ith Cresson varð forsætisráðherra Frakklands í upphafi tiunda áratug- ar síðustu aldar. Staða Schröders óljós Líkur eru taldar á að Gerhard Schröd- er taki ekki sæti í nýju stjórninni. Fulltrúar flokksforystu Jafnaðar- manna vildu þó ekki tjá sig um stöðu hans í gær og sjálfur lét hann fara lít- ið fyrir sér og gaf ekki kost á viðtali við fjölmiðla. Sumir telja að hann muni hætta í stjórnmálum í kjölfar- ið og sjálfur lýsti hann því yfir eftir kosningarnar að það væri „móðgun“ við sig að þurfa að sitja í ríkisstjórn í skugga Merkel. Áður höfðu heim- ildarmenn innan Jafnaðarmanna- flokksins þó sagt að Schröder renndi hýru auga til embættis varakanslara eða utanríkisráðherra í hinni nýju ríkisstjórn. Gerhard Schröder sem er 61 árs varð kanslari Þýskalands árið 1998 þegar flokkur hans myndaði ríkis- stjórn með Græningjum. Þar á und- an höfðu Kristilegir demókratar, undir forsæti Helmuts Kohls verið við völd í 16 ár í Þýskalandi. Þrátt fyr- ir mikla útgeislun og persónutöfra missti Schröder traust kjósenda ekki síst vegna þess að hve illa gekk að ráða niðurlögum atvinnuleysis í landinu eins og hann hafði heitið. Shcröder boðaði til þingkosning- anna 1 síðasta mánuði einu ári á undan áætlun vegna þess að hann vildi fá óskorað umboð kjósenda til að hleypa af stokkunum umdeildum umbótaáætlunum í efnahagsmálum. Flokkur hans hlaut ekki nema 34,2% fylgi í kosningunum, litlu minna en Kristilegir demókratar. Brýnt að efla efnahagslífíð og minnka atvinnuleysi Þar sem hvorki Jafnaðarmenn né Kristilegir demókratar fengu nægi- legt fylgi til að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem þeir hefðu helst kosið að starfa með, lýstu leið- togar þeirra því yfir að þeir hefðu umboð til að stjórna landinu. Þrátt fyrir að hafa verið spáð stórsigri í skoðanakönnunum fengu Kristi- legir demókratar, flokkur Merkel, aðeins fjórum þingsætum meira en Jafnaðarmannaflokkur Schröders í þingkosningunum. Hún gat því ekki myndað stjórn með Frjálslyndum demókrötum en hún hafði lýst yfir vilja til þess fyrir kosningar. Shcröder neitaði lengi vel að draga sig í hlé sem sumir stjórnmálaskýr- endur töldu vera til marks um að hann vildi halda kanslarastólnum hvað sem það kostaði en aðrir litu á sem pólitískt sjónarspil sem ætl- að væri að tryggja honum og flokki hans góða stöðu í samsteypustjórn. „Við höfum sett okkur það mark- mið að mynda samsteypustjórn sem stendur fyrir nýja stefnu,“ sagði Gerhard Schröder mætir á fund meö fram- kvæmdastjórn Jafnaðarmannaflokksins í gær eftir að Ijóst var að hann myndi gefa Angelu Merkel, kanslaraefni Kristilegra demókrata, eftir kanslarastólinn. Merkel á fundi með fréttamönnum í gær þar sem hún tilkynnti að hún yrði næsti kanslari Þýskalands. „Við ætlum að vinna fyrir fólkið i land- inu.“ Eitt af brýnustu verkefnum nýrr- ar ríkisstjórnar verður að efla efna- hagslíf landsins sem er illa leikið af hægum hagvexti og miklu og stöð- ugu atvinnuleysi sem mælist um þessar mundir yfir 11%. Þá féll iðn: framleiðsla í landinu um 1,6% í ágúst- mánuði vegna hækkandi olíuverðs. Forsvarsmenn í þýskum iðnaði hafa þrýst á stjórnmálamenn um að kom- ast að samkomulagi sem fyrst svo hægt væri að hrinda af stokkunum efnahagsumbótaáætlunum sem mik- il þörf er á. ■ Edmund Stoiber, leiðtogi CSU systurflokks Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, ræðir við fréttamenn i gær eftir að Ijóst var að hann færi með ráðuneyti efnahagsmála i hinni nýju rikisstjórn.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.