blaðið - 11.10.2005, Side 27

blaðið - 11.10.2005, Side 27
blaðið ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 KVIKMYNDIR I 35' 400 kr. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR kl: 12 UM HELGINA i SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI STftRSTA KVIKMTNDAHÚS LANDSINS > ■S. 530 1919- www.haskoiabio.is HÁGATORGt Riisscll Crowe Renee Zelrweyer Upplifðu stórkostlegustu endurkomn allra tíma! THE 40 YEAR-OLD Cínderella Man Oskarsverðlaunahafarmr Russell Crowe og Renée Zellweger tara a kostum í sterkustu mynd ársins. i m rrHon<;tf(h»;oflan ir hiVl j)á til nA staldrn viA! riTnShstn l>i ellan crhA f |»á til aO staldra vid! ALFABAKKI KEFLAVIK KRINGLAN CINDERELLA MAN THE 40 YEAR OLD VIRGIN THE 40 YEAR OLD VIRCIN VIP GOAL MUST LOVE DOGS VALIANT fsl. tal SKYHIGH CHARLIE & THE CHOCOIATE FACTORY STRÁKARNIR OKKAR RACING STRIPES fsl. tol KL 5-8-10.50 KL 5.30-8-10.30 KL 5.30-8-10.30 KL 6-8.30-10.50 KL 6-8.15-10.30 KL3.40 KL3.50 KL 6 KL 3.45-6-8.15 KL 10.30 KL3.50 B.l. 14 THE 40 YEAR OLD VIRGIN B.1.14 GOAl AKUREYRI CINDERELLA MAN GOAL l l-14 THE 40 YEAR OLD VIRGIN KL8 THE 40 YEAR 0LD VIRGIN KL8 G0AL THECAVE VAUANT fsl. tal VALIANT enskt tol CHARLIE t THE CHOCOLATE FACTORY KL 5.30-8-10.30 8J.14 KL 8-10.30 KL 10.30 B.1.16 KL6 KL8 KL5.45 RINGLAN ( 588 0800 C. AKUREYRlC 461 4666 KL.8 KL.8 KL. 10.15 KEFLAVIK C 42) 1170 CINDERELLA MAN MUSTLOVEDOGS CHARUE & THE CHOCOLATE FACTORY STRÁKARNIR OKKAR KL 5.30-8.30-10 KL 6-8-10.10 KL 5.45-8-10.15 KL 6-8-10 REYKJAVIK INTERNATIONAL FILM FESTIVAL KINGSGAME KL 5.40-10.10 B.l. 14 ára B.l. 14 ára Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni lýkur Dauði herra Lazarescus eftir Cristi Puiu valin uppgötvun ársins. Ilok kvikmyndahálíðar var kosin sigurmynd og að sögn dómnefndar var valið gífur- lega erfitt enda var mikill fjöldi af kvikmyndum í hæsta gæðaflokki á hátíðinni. Dauði herra Lazarescus eftir Cristi Puiu var valin uppgötv- un ársins á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík árið 2005. Sigur- myndin samtvinnar samfélagslega ádeilu og vangaveltur um alþjóðlegt þema. Hún samtvinnar blákalda hreinskilni og tilfinningu fyrir hinu fáránlega með stórkostlegum árangri. Með mögnuðu raunsæi og nákvæmni verður myndin að ógleymanlegri myndlíkingu. Myndin Heilaga stúlkan fær hrós Dómnefndin hrósaði einnig sérstak- lega kvikmyndinni Heilaga stúlkan (La Nina Santa) eftir Lucreciu Mart- el, fyrir einstaka persónulega sýn og sterka tilfinningu fyrir formgerð. Formaður dómnefndar var breski leikstjórinn Pawel Pawlikowski en hann vann fyrr 1 ár bresku BAFTA verðlaunin fyrir mynd sína My Summer of Love sem var sýnd á hátíðinni. Aðrir í dómnefnd voru kvikmyndagagnrýnandinn Dag Södtholt sem kom á hátíðina á veg- um alþjóðlegu gagnrýnendasamtak- anna FIPRESCI og Kristín Jóhann- esdóttir leikstjóri og skólameistari Kvikmyndaskóla íslands. Aðstandendur hátíðarinnar mjög ánægðir með viðtökur Aðstandendur hátíðarinnar eru mjög ánægðir með viðtökur áhorf- enda sem þeir segja hreint út sagt frábærar. Uppselt var á margar sýn- ingar og sætanýting um 76% sem er mjög gott. Þátttaka áhorfenda hefur hvatt aðstandendur hátíðarinna til dáða svo stefnt er að því að hafa enn betri hátíð á næsta ári. ■ Ryan Adams and the Cardinals, Jacksonsville city lights: ★★★★ Kántrífyrir þá sem hata kántrí Þegar Ryan Adams yfirgaf hljóm- sveitina Whiskeytown fyrir sex .árum og gaf út-plötuna Heartbrea- ker reiknuðu flestir með því að ný súperstjarna væri fædd. Hann skaust upp á stjörnuhimininn - átti meira að segja Hollywood- leikkonuna Winonu Ryder fyrir kærustu - og var fremstur í flokki bandarískra tónlistarmanna á borð við Jeff Tweedy sem kenndu sig við svokallað „alternatívt kántrí". En svo liðu nokkur ár og augljóst að ný súperstjarna var ekki fædd. Á meðan Adams hóf glundroða- kennda leit að sjálfum sér þar sem hann reyndi ýmist að umbreytast í Van Morrison (Gold, 2001), Strokes (Rock and roll, 2003) eða Jeff Buckl- ey (Love is hell, 2004) gaf Jeff Twee- dy út hvert meistarastykkið á fætur öðru með hljómsveitinni Wilco. Listamaðurinn Ryan Adams vissi augljóslega ekki hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór. En í ár hefur hann aftur vakið verðskuldaða athygli sem senni- lega hefði ekki tekist án hjálpar hinnar frábæru hljómsveitar The Gardinals. Fyrst-lék hún með hon— um á hinni stórfínu Cold roses sem út kom í maí og núna, fimm mánuðum síðar, leikur hljómsveit- in með Adams á Jacksonville city lights, sem er hans fyrsta raunveru- lega kántríplata. Kántríáhrifin hafa að vísu alltaf verið augljós á öllum plötum Ad- ams en aldrei hefur hann gengið alla leið eins og núna. Þetta er al- vöru kántrítónlist sem alls ekki má rugla saman við þá ofurtilfinninga- sömu og óverpródúseruðu kántr- ítónlist sem menn eins og Garth Brooks hafa ælt uppúr sér undan- farna áratugi. Eins og venjulega vitnar Adams vel og skilmerkilega í alla þá tónlist- armenn sem hafa haft áhrif á hann og á nýju plötunni eru það Gram Parsons og Hank Williams sem fylla hann andagift. Líkt og með þá félaga er Adams vonlaus rómantí- ker og á nýju plötunni syngur hann um óendurgoldna ást og hér um bil ekkert annað. Lagatitlar eins og ~ One more kiss before I go, My he- art is broken, Don’t fail me now og Dear John (dúett með Noruh Jones) segja í raun allt sem segja þarf. Ad- ams er í ástarsorg og maður með rödd eins og hann á ekki erfitt með að koma depurðinni til skila. Jacksonville city lights er vita- skuld engin frumleg, stórbrotin og mikilvæg tónlistarleg yfirlýsing en það er sennilega ekki lengur mark- w miðið hjá Ryan Adams. Þó hann verði aldrei súperstjarna er Adams - á góðum degi - einn af betri laga- höfundum dagsins í dag. Og núna hefur hann einfaldlega gefið út lát- lausa og hlýlega kántríplötu sem kántrípjúristar, og líka þeir sem hata kántrí, geta haft gaman af. Jón Knútur Ásmundsson Veislunni lokið í bili Pað kemur án efa upp hálfgerð tómleikatilfinning að Alþjóð- lega kvikmyndahátíðin sé að enda komin enda var um hreina veislu að ræða fyrir kvikmynda- áhugafólk og margir eru þegar orðn- ir spenntir fyrir hátíðinni á næsta ári. Það er vel við hæfi að nefna eina þeirra mynda sem í boði var en það er heimildarmyndin Fædd í vændi (Born into Brothels). Myndin er heimildarmynd sem fjallar um börn vændiskvenna í Kalkútta á Indlandi. Áhorfendur tóku á áhrifa- ríkan hátt þátt í lífi barna sem fædd voru inn í skelfilegar aðstæður. Til þess að fá sem besta sýn á líf barn- anna tók leikstjórinn þátt í lífi þeirra og kenndi þeim ljósmyndun meðan hún dvaldist með þeim. Þannig upp- lifði leikstjórinn að veraþátttakandi I lífi þeirra en ekki einungis sem áhorfandi heldur var um að ræða samstarf hennar ogbarnanna. Börn- in tóku þannig þátt í að gera efni í myndina því ljósmyndir þeirra voru stór þáttur í kvikmyndinni. Leik- stjórinn náði þannig sterkum tengsl- um við börnin þar sem daglegt líf þeirra einkennist af hræðslu og örvæntingu. Dvöl hennar var mjög áhrifamikil og sést það í myndinni þar sem hún berst fyrir því að koma börnunum í skóla og á framfæri í heimi ljósmyndanna. Myndin kom að mörgu leyti á óvart því þrátt fyr- ir skelfilegan veruleika sýndi hún á einstakan hátt lífsgleði barnanna og baráttuvilja þeirra. ■ sara @vbl.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.