blaðið - 25.10.2005, Page 26

blaðið - 25.10.2005, Page 26
34 I KVIKMYNDIR ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 blaöiö r<in! ........?», tf: PU F.RT FKKÍ MYRKPÆLIN, i ÞA ÍVIUPJUJ VERDA PAD! ★ ★★ * ★★* THE DESCENT x; SIMI ★ ★★★ w uf úiífi) udmoiMUjiuP Africa Í&ited Sýnd kl. 6,8 og 10 Sýnd kl. fi, 8.15 og 10.20 Bá. 16 ára_ ! 400 kr. í bíó! Glldlr á allar sýnlngar merktar með rauðu 3 Sýndkl. 10B.i. 16ára Sýnd M. 6 og 8 STELTH Sýnd kl.8 og 10.30 B.L 14 ára Bargarbid Hlstory Of Violonco Africa Unltod Doom Transporter II kl.8 kl. 6 og 8 kl. 8 og 10 kl. 10 Bestu bönd Airwaves Blanda af pönki og sakleysi Tónlistarhátíðin Airwaves eryfirstaðin ogfólk byrjað aðpústa og melta aðeins þannfjölda aftónleikum sem gekk yfir landann síðustu daga. Undirrituð vill þvígjarnan segjafrá því sem henni fannst standa upp úrföstudags- og laugardagskvöld. Föstudagur Á föstudagskvöld hélt ég kyrru fyr- ir á Grand rokk allt kvöldið og þar unnu tvær hljómsveitir hug minn og hjarta. Þær eru reyndar í senn jafn ólíkar og hægt er en þó eiga þær eitthvað sameiginlegt. Þetta eru sveitirnar Mammút og Croisztans. Mammút samanstendur af tveimur unglingspiltum og þremur unglings- stúlkum sem semja og flytja æðis- lega frumsamda tónlist. Þau fá auð- veldlega hárin á öllum útlimum til að rísa í hverju lagi og er það aðallega vegna þess að hljómsveitin gefur sig algjörlega í flutning laga sinna. Þau sigruðu Músíktilraunir árið 2004 og hafa greinilega ekki setið aðgerða- laus síðan því þau eru spilagleðin og öryggið uppmálað. Hin sveitin, Cro- isztans, er dönsk-íslensk þjóðlaga- pönksveit, sem fyrst var stofnuð ár- ið 1997, en var endurvakin fyrir um tveimur árum er meðlimir hittust allir aftur í Köben eftir að hafa týnst um allan heim. Þeirra aðalsmerki er kraftur, stuð og fjörug lög og státa þeir af óvenjulegum hljóðfærum á borð við þokulúður og harmónikku sem gripið er í eftir hendinni að því er virðist. Siggi söngvari Croisztans og Kata söngkona Mammút eru svo bæði með sinn eigin söngstíl sem líkist ekki nokkrum sköpuðum hlut sem maður hefur heyrt áður. Þótt rödd Sigga sé hrjúf og ruddaleg en rödd Kötu sé björt og tær ná þær báð- ar að fanga mann með frumlegum sönglínum sem mynda frábært mót- vægi við svífandi undirspilið. Svo er allt viðmót beggja sveitanna sveip- að einhverjum saklausum og nær barnslegum einfaldleika. Hér eru sko engar „pósur“ og engir óþarfa stælar og eftir stendur sköpun í sinni hreinustu mynd. Laugardagur Á laugardagskvöld bætti ég fyrir kyrrsetuna kvöldið áður og flakk- aði milli staða. Á matseðlinum hjá mér var hrátt rokk og gerði hinn reykvíski Rass, hin keflvíska Æla og hinir færeysku 200 kvöldið al- veg ógleymanlegt. Fyrst sá ég Rass í Hafnarhúsinu og stóðst hljómsveit- in mínar villtustu væntingar um keyrslupönk þar sem lengd laga var frá 20 sekúndum til tæpra tveggja mínútna. Óttarr Proppé, söngspíra, lét öllum illum látum við fögnuð áhorfenda og allt ætlaði um koll að keyra þegar hann þeytti af sér boln- um og heppinn áhorfandi fyrir aftan mig brosti sigri hrósandi og veifaði bol Óttarrs eins og um blómvönd í brúðkaupi hefði verið að ræða. Eftir tónleikana spurði ég Óttarr hvernig Airwaves-hátíðin hefði verið: „ Air- waves? Rosalega þreytandi maður!“ Æla spilaði á Grand rokk og þar var heldur betur heitt í kolunum eins og í góðu grillpartýi. Æla verður að flokkast undir skinandi gullmola í flóru íslenskra sveita og er helsta ástæða þess hversu skemmtilegt tón- leikaband þeir eru. Halli Valli, söngv- ari og gítarleikari, er snarbrjálaður „live“ og er óþreytandi í að klifra upp um alla veggi og öskra þess á milli frá sér allt vit. Það jafnast ekkert á við þá æðislegu „kaótísku" kraft- súpu sem Æla ber á borð og þótt tveir strengir hafi slitnað kom það ekkert að sök, svo mikið var stuðið og stemmningin. En hvernig var Airwaves, Halli? „Airwaves,....bara partý Islands!" lítið hægt að gera en að standa upp og öskra: „SnilldT Sveitt pungrokk og framúrskarandi hljómur og spila- mennska þessa færeyska tríós gerði þetta að óvæntustu tónleikum Air- waves-hátíðarinnar í heild sinni. Michael Black varð fyrir svörum er 200 voru spurðir um hvernig Air- waves-hátíðin hefði verið: „Mjög skemmtileg, við fíluðum okkur vel Hljómsveitin 200 frá Færeyjum spilaði síðar um kvöldið á Grand rokk og þeirra tónlist er best lýst sem skítugu drullurokki með pönká- hrifum. Einhvern veginn datt mér bæði ZZtop og Dead Kennedys í hug og þegar við þetta bætast pólitískir textar um frelsisbaráttu Færeyja er og vonum að við getum komið aftur, bæði til að spila og njóta.“ Ég tek und- ir þá von af öllu hjarta og bæti um betur og vona að þá fylli þeir Nasa þvi þeir eiga ekkert minna skilið. heida@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.