blaðið - 06.01.2006, Blaðsíða 16
16 I VEIÐI
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2006 blaAÍ6
Gjöfull veiðistaður varð uppspretta deilna á Arnarvatnsheiði síðasta sumar.
Slegist um
veiðistað
Kappið getur verið mikið í veiðinni
og það bar veiðimenn algjörlega of-
urliði upp á Arnarvatnsheiði síðast-
liðið sumar.
Veiðimenn voru að veiða við Stóra-
Arnarvatn, nánar tiltekið í veiðiá
sem úr því fellur, en hún er ákaflega
vinsæll veiðistaður. Þar höfðu tveir
veiðimenn komið sér fyrir og veitt
dágóða stund. Þeir höfðu veitt vel,
reyndar helling af fiski, og vildu
veiða miklu, miklu meira.
Bar þá að veiðimenn sem sáu að-
farirnar og virðast hafa fyllst nokk-
urri öfund. Vildu þeir ná þessu góða
svæði og byrjuðu hægt og sígandi að
þoka sig nær veiðimönnunum við
ána. Gengu þeir svo langt að þeir
voru í raun farnir að ýta þeim frá
veiðistaðnum. Þeir sem fyrir voru
héldu stöðugt áfram að mokveiða af
silungi og fóru hvergi. Lá við að til
átaka kæmi um þetta gjöfula veiði-
svæði. Kom þá á staðinn veiðivörður
einn og vildi auðvitað stilla til friðar
áður en illa færi. Var það niður-
staðan að veiðimennirnir sem fyrr
komu á svæðið héldu því og veiddu
víst lengi og vel í ánni góðu. Reyndar
svo lengi að þeir áttu í hinum mestu
vandræðum með að koma aflanum
til byggða.
Fjölluðu um
Brunná
Starfsemi veiðifélaga er með
ágætum víða um land og veiðimenn
hittast og hnýta fyrir næsta sumar.
Það styttir biðina eftir sumrinu.
Að sögn Ragnars Hólm, formanns
Stangaveiðifélags Akureyrar, hefur
húsnæðisvandi staðið starfsemi
félagsins nokkuð fyrir þrifum það
sem af er vetri en nú horfir allt til
betri vegar. Félagið hefur vilyrði
fyrir því að fá á næstu dögum inni í
hinni nýju félags- og tómstundamið-
stöð í gamla Barnaskóla Akureyrar
og verður þá aftur tekið til óspilltra
málanna með hnýtingakvöld og
kynningar. Aðeins ein kynning
hefur verið haldin það sem af er
vetri en það var í nóvember þegar
Guðmundur Ármann og félagar fjöll-
uðu um veiðar í Brunná í Öxarfirði.
Sú samkoma var ágætlega sótt.
Langa Francy
Búðu til þína eigin
Löngu Francy
Broddur: Ávalt silfur og flúor-
græn vöf
Stél: Toppfjöður (Topping) af
gullfasana
Búkur: Flatt silfur með ávölum
silfurþræði yfir
Skegg: Fanir úr blárri hana-
fjöður undir og svo fanir úr
svartri hanafjöður yfir
Vængur: Svart íkornaskott
Kinnar: Fjaðrir úr skóg-
arhana (Jungle Cook)
Hún hefur gefið
marga laxa i Langá á
Mýrum, Langa Francy,
en flugan er hnýtt af
doktor Jónasi. „Þetta
er frábær fluga og hún
gefur vel hjá okkur,"
segir Ingvi Hrafn
Jónsson.
STAJSTGTÁVEIÐIMEJSnSr ATHUGIÐ
Okkarárlega flugukastkennsla ÍTBR húsinu Gnoðavogi 1 hefst
8. janúar klukkan 20:00.
Kennt verður 8., 15.,22.og 29.janúar.
Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort).
Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm.
Verð krónur 8.000 en krónur 7.000 til félagsmanna gegn framvísun
gilds félagsskírteinis.
Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085
KKR, SVFR og SVH
■ Fluguhnýtingahorniö