blaðið - 06.01.2006, Qupperneq 22
30 I ÍÞRÓTTIR
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2006 blaöiö
Alfreð Gíslason
rekinn frá Magdeburg
Forráðamenn liðsins ósáttir með keppnistímabilið
Það voru þýskir vefmiðlar sem
skýrðu fyrstir frá brottrekstri
Alfreðs í gær. Ljóst er að forráða-
menn Magdeburg eru allt annað en
ánægðir með gang mála hjá félaginu
en Alfreð hefur verið þar við þjálfun
í rúm sex ár. Félagið er í fjórða sæti
í þýsku deildinni, sex stigum á eftir
toppliði Kiel. Þýski meistaratitillinn
er svo að segja genginn félaginu úr
greipum og þá svíður það sárt að
Magdeburg er fallið úr Meistara-
deild Evrópu eftir tvo erfiða leiki
gegn Barcelona. Liðið er komið í 8-
liða úrslit í bikarkeppninni þar sem
það mætir Melsungen.
Alfreð á annars glæstan feril
að baki hjá félaginu. Hann kom
þangað fyrst árið 1999. Árið 2001
vinnur Alfreð þýsku Búndesliguna
og Evrópukeppni félagsliða og ári
síðar sigraði Magdeburg Meistara-
deild Evrópu og varð félagið fyrsta
þýska liðið sem náði þeim áfanga.
Liðið hefur hins vegar misst nokkra
geysisterka leikmenn á síðustu árum,
meðal annars Ólaf Stefánsson.
Haft var eftir Bernd-Uwe Hilde-
brandt hjá Magdeburg að þeir hefðu
skilið í bróðerni og að samningar
hefðu náðst um starfslok Alfreðs.
Aðstoðarþjálfari Magdeburg, Githa
Licu, tekur nú við þjálfun liðsins að
sögn þýskra fjölmiðla en Bogdan
Venta hefur einnig verið nefndur, en
Venta var pólskur landsliðsmaður
og fyrrum samherji Alfreðs á Spáni.
Talað hefur verið um að Alfreð
Gíslason taki við þjálfun hins
geysisterka liðs Gummersbach
á næstu leiktíð en í ljósi síðustu
atburða gæti það jafnvel gerst fyrr.
DeVillers í forystu
í Dakar-rallinu
Keppni í Dakar-rallinu er æsispennandi og hefur DeVillers, sem ekur Volks-
wagen Toureg, náð forystunni eftir sex sérleiðir. Búið er að aka nokkur þús-
und kílómetra við erfiðar aðstæður og er heimsmeistarinn Carlos Sainz í
öðru sæti á sams konar bíl. Jutta Kleischmidt er siðan í þriðja sæti í þesari
erfiðustu rallkeppni heims.
Skráning hafin í síma 594 9630 og á staðnum
Nematilboð
Önnin 12.900.-
ORKUVERIÐ
Egilshöllinni
Simi: 594 9630
www.orkuverid.is
Dani til Liverpool
Danski landsliðsmaðurinn Daniel
Agger, sem leikur með Bröndby,
gengur líklega til liðs við Liverpool
á næstu dögum. Agger er 21 árs,
en hann þykir afar efnilegur varn-
armaður og hefur staðið sig vel í
vörninni hjá danska liðinu. Talið er
að Liverpool þurfi að borga rúmar
5 milljónir punda fyrir Danann,
sem á eftir rúmt ár af samningi
sínum hjá Bröndby. Ekki er að efa
að Daniel Agger á eftir að stykja
vörnina hjá Liverpool til muna enda
telja margir að hann sé einn efnileg-
asti bakvörður Evrópu um þessar
mundir.
Cudicini til Portsmouth?
hefur þurft að sætta sig við vara-
mannabekkinn hjá félaginu að und-
anförnu, en Petr Cech hefur staðið
á milli stanganna. McCarthy, sem
leikur með Porto í Portúgal, var
orðaður við lið í ensku úrvalsdeild-
inni síðastliðið sumar og var West
Ham nefnt í því sambandi. Að sögn
breskra fjölmiðla varð þó ekkert úr
því að hann færi þangað fyrir 6,5
milljónir punda, sem boðnar voru
í hann.
Rússneski auðkýfingurinn Alex-
andre Gaydamark hefur keypt
stóran hlut í Portsmouth og lofað að
koma félaginu í hóp þeirra sterkustu
á Englandi, en það er nú í botnbar-
áttunni. Hann hefur meðal annars
lofað að kaupa nýja leikmenn og eru
breskir miðlar uppfullir af vanga-
veltum um málið þessa dagana.
Breska blaðið Sun segir að Port-
smouth hafi áhuga á að kaupa mark-
vörðinn Carlo Cudicini og framherj-
ann Benny McCarthy. Cudicini, sem
hefur leikið 170 leiki fyrir Chelsea,
Carlo Cudicini