blaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 1
Veidu ódýrt bensín . ^ák+ávmmng! Aukablað um böm og uppeldi fylgir Blaðinu i dag ^ ■ AFÞREYING Jethro Tull i Höllinni i vor \\. \ \\\ Kvittun fylgir ávinningur! \ Frjúlst, óháð & ókeypis! ■ MENNING Leikfélag Akureyrar frumsýnir Mariu- bjölluna Reuters Alhvít jörð í Washington Faðir dregur ungan son sinn á sleða í grennd við þinghúsið í Washington. Mesta snjókoma sem mælst hefur á austur- strönd Bandaríkjanna varð um helgina og olli víða töfum á flugsamgöngum og borgarumferð. I Central Park í New York mældist tæplega 58 sm jafnfallinn snjór og hefur hann aðeins einu sinni mælst meiri frá því mælingar hófust samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Bandaríkjanna. Flokkarnir reknir með myljandi gróða Stjórnmálaflokkarnir eru einkum reknir fyrir almannafé en geta skilað miklum rekstrarhagnaði. Kosningabarátta Samfylkingarinnar 2003 kostaði 88 milljónir. Helmingur teknanna í sparnað Hjónin Kristína Róbertsdóttir Berman og Már Örlygsson, sem starfa bæði sem hönnuðir, kunna að spara aurinn. Um hver mánaðamót leggja þau helming tekna sinna i sparnað. 1 Blaðinu í dag fræðir Kristína lesendur um þær leiðir sem þau hjónin fara til að spara. Kristína og Ró- bert eiga von á öðru barni sínu en fyrir eiga þau fjögurra ára gamlan son, Loga. „Ég fékk nán- ast allt lánað fyrir Loga og núna förum við í Góða hirðinn og kaupum leikföng handa honum. Ég hugsa að við Már séum ekki í hópi þeirra sem þurfa mest á því að halda að spara en við gerum það samt, þetta er orðinn hluti af lífstíl okkar.“ Kristína segir að þrátt fyrir að sparnaðinn velti þau einnig fyrir sér endingu og gæðum hlutanna. „Stundum borgar sig að eyða meiri pening í hluti og leggja áherslu á gæðin.“ | SÍÐA10 Höfuðborgarsvæðið meðallestur 70,7 51,0 Samkv. fjölmiðlakönnun Gallup október 2005 Þegar rekstrarreikningur Samfylk- ingarinnar er skoðaður kemur í ljós að lunginn af tekjum flokksins eða um 95% að jafnaði kemur frá hinu opinbera. Þau fjárframlög eru að mestu grundvölluð á þingstyrk flokksins, en á hinn bóginn virðist ekkert horft til þess hver rekstrar- kostnaður flokkanna er, þannig að unnt er að reka flokkana með veru- legum hagnaði, eins og dæmi eru um, jafnvel að gróðinn nemi helm- ingi styrkgreiðslnanna. Samfylkingin birti fyrir nokkru reikninga sína á netinu. Þar má sjá að flokkurinn þiggur liðlega 80 milljónir króna í styrk frá skatt- greiðendum, en á hinn bóginn er rekstarkostnaður aðeins um helm- ingur þeirrar fjárhæðar eða 41 milljón króna. Fortíðarskuldir greiddar Ekki er það þó svo að flokkurinn sitji á digrum sjóðum, því afgang- urinn er notaður til þess að greiða niður ýmsar fortíðarskuldir flokks- ins og fyrirrennara hans, auk þess sem flokkurinn steypti sér í tals- verðar skuldir í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar 2003, en hún kostaði 87,9 milljónir króna. Fjármál stjórnmálaflokka hafa verið talsvert til umræðu undan- farin misseri, sérstaklega hvað varðar framlög einstaklinga og fyrirtækja. Ef reikningar Samfylk- ingarinnar eru skoðaðir kemur hins vegar í ljós að þau framlög auk félagsgjalda eru hverfandi í saman- burði við framlög hins opinbera, en það eru þingmenn sjálfir, sem skenkja flokkum sínum þau. Það hefur hins vegar ekki farið hátt hingað til að þau framlög séu notuð til niðurgreiðslu skulda eða til þess að búa til rekstrarafgang. Refefejan FULL BÚÐ AF FRÁBÆRUM AMERÍSKUM HEILSURÚMUM Amerískar heilsudýnur í hæsta gæðaflokki. King Koil hefur framleitt hágæða rúm í Bandaríkjunum síðan árið 1898 og framleiðir í dag einu dýnurnar sem eru bæði með vottun frá FCER og Good Housekeeping, stærstu neytendasamtök í Bandaríkjunum. King Koil Spine support Queen size heilsudýnusett og fætur King Koil heilsudýnusett Aðeins 119.400.< aðeins í febrúar Refefejan Skipholt 35 Simi 588 1955 www.rekkjan.is Gleymum ekki 1 leit okkar að góðu lifi aö það eru Uísgaeöi að fá góðan svefn FRJALS IBUÐALAN Okkar markmið er aö veita framúrskarandi þjónustu á sanngjörnum kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 eöa sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. Viö viljum aö heima sé best! FRJALSI FJARFESTINGARBANKINN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.