blaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 blaöiö Mikill afla- samdráttur Mikill samdráttur var í fiskafla í janúar síðastliðnum miðað við sama mánuði í fyrra. Þá var heildar- afli íslenskra skipa tæp 237.000 tonn en samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu nam aflinn í janúar síð- astliðnum aðeins tæpum 41.000 tonnum. Það er því aðeins 1/6 hluti þess afla sem veiddur var í mán- uðinum í fyrra. Þar munar mest um magn veiddrar loðnu. í fyrra veiddust tæp 203.000 tonn af loðnu í janúar en í ár nain aflinn aðeins rúmum 8.000 tonnum. „Það er í fyrsta sinn síðan farið var að veiða loðnu í flotvörpu sem janúaraflinn bregst alveg“ segir um málið á heimasíðu Fiskistofu í gær. Siöiimúla 13, sími 588 2122 www.eltak.ls Setið um pláss á Laugaveginum Lokun Símaverslunar á Laugaveginum mótmœlt. Hluti af stefnumótunarvinnu segir Síminn. Bankaútibú- um lokað Landsbanki Islands mun hætta rekstri afgreiðslna sinna á Kópa- skeri og Raufarhöfn frá 9. mars næstkomandi. Gert hefur verið sam- komulag við Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis um kaup á húsnæði Landsbankans á þessum stöðum. Núverandi starfsmönnum Lands- bankans hafa verið boðin störf hjá Sparisjóðnum frá þeim tíma. „Undanfarin ár hafa Landsbank- inn og Sparisjóðurinn báðir starf- rækt afgreiðsíur á Kópaskeri en Landsbankinn eina á Raufarhöfn. Það er sameiginleg niðurstaða að ekki sé grundvöllur fyrir fleiri en eitt fjármálafyrirtæki í útibúa- rekstri á þessu svæði og hefur því ofangreint samkomulag náðst. 1 samkomulaginu er lögð áhersla á að þjónusta við viðskiptavini á þessum stöðum verði með svipuðu sniði og verið hefur og að opnunartími skerðist ekki“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá Landsbankanum og Sparisjóðnum í gær. Heimilisi/ænir og gómsætir FULLELDAÐIR og tilbúnir matfiskur APONNUNA EÐA I OFNINN! - Lostæti með lítilli fyrirhöfn Hafðu sumband Það er þessi furðulega fjölbreytni sem einkennir götuna og hana verður að varðveita.“ Akvörðunin stendur Eva Magnúsdóttir, upplýsingafull- trúi Símans segir að ákvörðun fyr- irtækisins muni standa þráttt fyrir mótmæli. „Við erum þegar með góða dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við rekum þrjár verslanir í borginni." Eins og komið hefur fram hefur Sím- inn lokað, eða ákveðið að loka, sex af tólf verslunum sínum hringinn í kringum landið. Eva segir þó ekki um það að ræða að verið sé að draga úr þjónustunni. „Við erum með íburðarliðnum sam- starfssamning við Pennan. Penninn verður þannig endursöluaðili fyrir Símann á þeim stöðum þar sem verslunum var lokað.“ Þetta á ekki við um verslunina á Laugaveginum. „Það var niðurstaðan hjá okkur að fækka verslunum í Reykjavik og niðurstaða stefnumótunarvinnu hér innanhúss hjá okkur var að við myndum frekar leggja áherslu á að vera í verslunarmiðstöðvunum." Eva segir alls ekkert útilokað að Síminn opni verslun í miðborginni seinna meir. „Við útilokum aldrei neitt.“ ESB heitir íslendingum stuðningi Einar K. Guðfinnson, sjávarút- vegsráðherra átti í gær fund með Joe Borg, en hann fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Á fundi þeirra var ákveðið að hefja viðræður um möguleika frekari tollalækkana á sjávaraf- urðum, gegn hugsanlegu afnámi útflutningsálags á ferskan óveginn fisk. Embættismenn munu hittast í þessu skyni innan tíðar. Einnig var ákveðið á fundinum að hefja viðræður um möguleika á aðgangi til kolmunnaveiða innan lögsagna íslands og ESB. Ólöglegar karfaveiðar Joe Borg lýsti á fundinum fullum stuðn- ingi við átak íslenskra stjórnvalda gegn ólöglegum karfaveiðum á Reykja- neshrygg sem mikið hefur borið á að undanförnu. Hét Borg fúllri liðveislu við málstað tslendinga og sagði hann að ffamkvæmdastjórnin myndi leggja að aðildarríkjum Evrópusambandsins að virkja hafnríkislögsögu sína betur í þeirri baráttu. Þeir Einar og Borg munu hittast aftur í maí í tengslum við árlega sjávar- útvegssýningu í Brussel í maí. Farið var yfir sameiginleg hagsmunamál á fund- inum og einnig þau mál þar sem skor- ist hefúr í brýnu milli íslands og ESB. Svæðisbundin stjórnun Einar hvatti til að mynda fram- kvæmdastjórann til þess að viður- kenna aðgreiningu úthafskarfa í tvo stofna og samþykkja stjórnun veiða á úthafinu í samræmi við þá aðgrein- ingu. Samstaða var um það á fund- inum að ástæða væri til þess að hafa áhyggjur af úthafskarfastofninum og að nauðsynlegt væri að bæta stjórnun veiðanna. Þeir Einar og Borg voru einnig sammála um það að leggja eigi áherslu á svæðisbundna stjórnun við fiskveiðar og að forðast beri að fela Sameinuðu þjóðunum stjórn fiskveiða. Einstaklingar þurfa aö greiða fyrir umsókn um íslenskan rfkisborgararétt á sama tíma og fyrirtæki fá atvinnuleyfi fyrir útlendinga án endurgjalds. Fyrirtæki þurfa ekkert gjald að greiða fyrir atvinnuleyfi vegna erlendra starfsmanna sem þau flytja hingað til lands. Einstak- lingar munu hinsvegar þurfa að greiða 10.000 krónur fyrir um- sókn um íslenskan ríkisborgara- rétt verði frumvarp fjármálaráð- herra um aukatekjur ríkissjóðs að lögum. Mikil vinna liggur að baki hverju atvinnuleyfi en það er Vinnumála- stofnun sem gefur þessi leyfi út. Þrátt fyrir það þurfa fyrirtæki, sem fá slík leyfi, ekki að greiða stofnun- inni neina þóknun fyrir þessa þjón- ustu. Að sögn Péturs Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Félagsmálaráðu- neytisins, hefur engin sérstök um- ræða farið fram um slíka gjaldtöku innan ráðuneytisins og því eru ekki líkur á að breyting verði á þessu fyr- irkomlagi á næstunni. Verða aftekjum Tæplega 4000 ný tímabundin at- vinnuleyfi voru gefin út af Vinnu- málastofnun á siðasta ári. Ef sama gjald hefði verið tekið fyrir hvert atvinnuleyfi og var rukkað fyrir umsókn um íslenskan ríkisborg- ararétt, hefðu tekjur Vinnumála- stofnunar af útgáfu atvinnuleyfa í fyrra numið rúmum 5 milljónum króna. Þegar hafa verið veitt yfir 400 ný timabundin atvinnuleyfi til íslenskra fyrirtækja það sem af er árinu, og ljóst að vinnumálastofun er að verða af talsverðum tekjum af þessum sökum. Ekki náðist í Gissur Pétursson, forstjóra stofnunarinnar vegna málsins í gær. Hætt komnir á Hvaleyrarvatni Mbl.is | Tveir drengir voru hætt komnir á laugardaginn þegar gúm- bátur sem þeir voru í á Hvaleyr- arvatni í Hafnarfirði lenti á ís og sprakk. Drengirnir þurftu að synda 100 til 150 metra til lands og voru í kjölfarið fluttir á slysadeild til skoð- unar. 1 dagbók lögreglunnar í Hafn- arfirði segir að móðir annars drengj- anna og vegfarandi hafi vaðið út í vatnið til móts við drengina og að- stoðað þá í land. Hafi annar drengj- anna verið orðinn nokkuð kaldur. Leiðrétting 1 Blaðinu í gær kom fram að stofn- fundur félagsins „Matur, saga, menn- ing“ yrði á miðvikudag. Hið rétta er að fundurinn verður á fimmtudag. Verður hann haldinn í Sjóminja- safninu að Grandagarði 8 og hefst klukkan 17.15. Um er að ræða félag um þjóðlega matargerð sem fjórir nýútskrifaðir þjóðfræðingar standa á bakvið. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Islandi af smáum og stórum vogum Stjórn Þróunarfélags miðborg- arinnar harmar þá ákvörðun stjórnar Símans að leggja niður verslun fyrirtækisins við Lauga- veg og skorar stjórnin á Símann að endurskoða ákvörðun sina. Upplýsingafulltrúi Símans segir áskorunina engu breyta um fyr- irætlanir fyrirtækisins. Að mati félagsins er það ekki sæmandi stórfyrirtæki á borð við Símann að „útiloka þá sem kjósa að versla í miðborg Reykjavíkur frá við- skiptum við Sírnann." Hræringar og hreyfingar Siminn er ekki eina verslunin sem horfið hefur af Laugaveginum að undanförnu. Levi's buxnabúðin er farin og tískuversluninVero Moda er að loka. Einar Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri þróunarfélags- ins segir í samtali við Blaðið að þrátt iyrir að brotthvarf Simans úf miðbænum valdi vonbrigðum sé ástandið við Laugaveginn betra nú en nokkru sinni áður. „Það eru alltaf einhverjar hrær- ingar og hreyfingar. Það eru ýmsar verslanir að flytja sig um set á mið- orgarsvæðinu. Færa sig í stærra hús- næði og þar fram eftir götunum.“ Hann segir ástandið í verslun á Laugaveginum vera „betra nú en stöðvunum. nokkurn tíman áður að mínu mati.“ Hann segir töluvert vera um það að fólk hafi samband við samtökin og spyrjist fyrir um húsnæði við Laugaveginn. „Það er setið um það húsnæði sem losnar virðist vera, en það hefur ekki alltaf verið þannig í gegnum tíðina.“ Jákvæö gagnvart uppbyggingu Einar tekur undir það að stórversl- anir við Laugaveginn séu fáar. „Flest af þessu verslunarhúsnæði er þannig að það er ekkert um annað að ræða en að vera með minni verslanir. Það stendur þó vonandi til bóta. Það á að fara að byggja þarna upp á ákveðnum svæðum og við erum jákvæð gagnvart frekari uppbyggingu verslunarhúsnæðis á Laugaveginum." Samtökin deila því ekki skoð- unum með þeim sem mótmælt hafa uppbyggingaráformum við Lauga- veginn. „Það þarf hins vegar að vanda til verka. Partur af stemning- unni við það að ganga niður Lauga- veginn er hvað húsin eru misjöfn. Atvinnuleyfi ókeypis

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.