blaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 6
6 I IWMLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 bla6iö Samkomur okkar eru sem hér segir: Laugardag kl. 20:30, Sunnudag kl. 16:30 Þriðjudag kl. 20:00 KRÖ'SÍJ: Krössinn Hfiððsmári 5-7 Kápavogur Sími: 554 3377 www.kmssiun.is Stórsamkoma í kvöld! Þú ert hjartanlega velkomin/nn á samkomu hjá okkur í kvöld kl 20:00. Vinir okkar frá Bandaríkjunum, Kevin White og Roger Woodard verða gestir okkar. Margt getur breyst fram að kosningum Úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar um helgina voru eftir bókinni en þó kom gott gengi ungra kvenna á óvart. Þetta er mat Ólafs Þ. Harðarsonar, stjórnmála- fræðings. Hann segir að fróðlegt verði að sjá næstu skoðanakönnun um fylgi borgarstjórnarflokkanna. Enginn beið afhroð „Þetta er afgerandi sigur hjá Degi og hann er með gott og öruggt umboð. Hann er klárlega sigurvegari prófkjörsins. Þarna eru líka ungar konur sem koma sérstaklega vel út. Oddný Sturludóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir ná þarna 5. og 6. sæti. Þetta er mjög góður árangur, og kannski sérstaklega hjá Oddnýju sem er að koma ný inn í pólitíkina” segir Ólafur. Röðun í efstu þrjú sætin varð í samræmi við niður- stöður skoðanakanna vikurnar áður. Ólafur er á því að allir geti vel við unað. „Þrátt fyrir að Steinunn sé borgarstjóri hefur hún aldrei verið valin borgarstjóri af Samfylkingunni. Mér sýnist að hún fái mjög afgerandi kosningu í annað sætið. Stefán Jón Hafstein er reyndar að tapa sínu leiðtogasæti. Ég myndi ekki segja að hann hafi beðið afhroð, heldur að það sýni frekar mikinn styrk Dags” segir Ólafur. „I heild sýnist mér að niðurstaða prófkjörsins sé öfl- ugur listi rétt eins og mér sýnist að Sjálfstæðismenn muni vera með sterkan lista. Það eru mikið af góðu fólki á báðum vígstöðvum. Það er visst áhyggjuefni fyrir litlu flokkana þrjá sem gætu troðist á milli í átökum stóru fylkinganna”. Hættulegt að draga of miklar ályktanir Mikil þátttaka i prófkjöri Samfylkingarinnar vakti Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur. athygli. Hinsvegar hefur verið á það bent að á sama tíma og um 9.500 tekið þátt í því hafi 12.500 kosið hjá Sjálfstæðisflokknum. Ólafur varar við að dregnar séu of miklar ályktanir af þessum tölum. „Ef horft er til prófkjörs flokkanna tveggja í Reykja- vík fyrir síðustu alþingiskosningar þá tóku um 3.600 þátt í því hjá Samfylkingunni en um 7.500 hjá Sjálfstæð- isflokknum. Þegar talið var upp úr kjörkössunum eftir kosningar var fylgi flokkanna hinsvegar mjög svipað” segir Ólafur. Sú staðreynd að fleiri hafi tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þurfi því ekki að segja neitt til um raunverulegt fylgi flokkanna í borginni. „Það verður hinsvegar mjög fróðlegt að sjá næstu könnun um fylgi flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að mælast með um 50%. Hreinn meirihluti í borginni er hinsvegar alls ekkert gefinn”. I því sambandi bendir Ólafur á að kjósendur séu í dag laustengdari flokkunum en áður. Kosningabar- áttan skipti þvi miklu máli og að margt geti breyst fram að kosningum. ,yÁkafIega yfirvegaður og rólegur með þetta" Sigbjörn Gunnarsson, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstœðisflokks- ins á Akureyri, segist ekki vera óánœgður með niðurstöðuna Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, hlaut góða kosningu í fyrsta sæti í próflcjöri Sjálfstæðiflokksins á Akureyri síðastliðinn laugardag. Framboð Sigbjörns Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns Alþýðu- flokksins, og Oktavíu Jóhannes- dóttur, fyrrverandi oddvita Samfylk- ingarinnar, fékk litlar undirtektir meðal sjálfstæðismanna. Afleit kosning Alls tóku 1.150 manns þátt í próf- kjörinu á laugardaginn en um 1.327 voru á kjörskrá. í fyrsta sæti hafnaði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, með 896 atkvæði. 1 sætin þar á eftir komu Sigrún Björk Jakobsdóttir, Elin M. Hallgrímsdóttir og Hjalti Sveinsson. Sigbjörn Gunnarsson hafnaði í níunda sæti og Oktavía Jó- hannesdóttir hlaut það fimmtánda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fjóra bæjarfulltrúa og myndar meiri- hluta með Framsóknarflokkinum. Engin vonbrigði Það vakti athygli fyrir prófkjörið að Sigbjörn Gunnarsson hefði ákveðið að bjóða sig fram en Sigbjörn sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn á ár- unum 1991 til 1995. Veislu og fundarbakkar Sigbjörn segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði þó vissulega hefði hann vonast eftir betri árangri. ,Það er dálítið á milli ánægju og von- brigða. Ég ætlaði auðvitað að reyna ná þriðja til fjórða sætinu en það hafðist ekki. En þetta eru engin von- brigði.“ Sigbjörn segir ennfremur mbl.is | Meiðyrðamál Bubba Mort- hens gegn 365 prentmiðlum og Garð- ari Erni Úlfarssyni, fyrrum ritstjóra blaðsins Hér og nú, var tekið fyrir að nýju í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Lögð voru fram gögn í málinu og rætt um fjölda vitna sem kölluð verða fyrir þegar málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þann 10. mars nk. Bubbi stefndi útgef- andanum og ritstjóra blaðsins fyrir ærumeiðingar og brot gegn frið- helgi einkalífsins eftir að Hér og nú það alltaf vera erfitt að koma nýr inn og slíkt taki tíma. „Fortíð mín hefur eflaust truflað einhverja. En ég ætla ekki að fara í djúpa túlkanir í þessu. Ég er bara ákaflega yfirveg- aður og rólegur." birti mynd af honumþarsem hann sat inni í bíl og reykti sígarettu, með fyrirsögninni „Bubbi fallinn". Krefst Bubbi þess að fyrir- Bubbi Morthensa sögnin verði dæmd dauð og ómerk, en auk þess krefst hann 20 milljóna króna miskabóta. Meiðyrðamál Bubba tekið fyrir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.